5. fundur 15. ágúst 2017 kl. 16:00 - 17:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Magnús H. Jóhannsson aðalmaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Sigurgeir Guðmundsson formaður

1.Rallýkeppni í nágrenni Heklu

1708007

Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, BÍKR, óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að fá að halda Rallýkeppni í nágrenni Heklu.
Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum.
1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
2. Keppnishaldari hafi fullt samráð við þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Landmannahelli, Áfangagili og að Hungurfitjum.
3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Leiðir verði yfirfarnar að keppni lokinni og allar merkingar og rusl fjarlægt.
5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.

Hálendisnefnd leggur til að sveitarstjórn íhugi gjaldtöku vegna atburða sem þessarra, að teknu tilliti til lagfæringar á umræddum leiðum að keppni lokinni.

2.Iceland All Terrain Rally 2017

1708008

Tryggvi M. Þórðarson frá Rallý Reykjavík óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að fá að halda svokallað jepparall á svæði við Hrauneyjar.
Nefndin tók erindið til umfjöllunar. Til að unnt sé að taka ákvörðun þurfi umsækjandi að leggja fram umsagnir annarra leyfisveitenda, svo sem Vegagerðarinnar, Landsvirkjunar og Landsnets, sem veghaldara.

Hálendisnefnd leggur til að sveitarstjórn íhugi gjaldtöku vegna atburða sem þessarra, að teknu tilliti til lagfæringar á umræddum leiðum að keppni lokinni.

3.Ræsi yfir Laugakvísl

1708009

Ræsi yfir Laugakvísl í Landmannalaugum
Hálendisnefndin undrast nýlagt ræsi í Laugakvísl og telur framkvæmdina alls ekki til bóta og sé lýti á umhverfinu. Auk þess hefur það verið yfirlýst stefna sveitarfélagsins og stýrihóps um deiliskipulag í Landmannalaugum að ekki eigi að auka aðgengi inn á laugasvæðið. Jafnframt undrast nefndin að ekki skuli hafa verið leitað eftir leyfum til framkvæmdarinnar eins og lög gera ráð fyrir.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn sjái til þess að umrætt ræsi verði fjarlægt og umhverfið fært til fyrra horfs.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?