Ingvar Magnússon og Ársæll Jónssson höfðu boðað forföll.
1.Endurbætur Rangárvallaafréttur
1503018
Girðing, brúin við Krók ofl.
Farið yfir forgangsröðun varðandi viðhaldsmál fjallskilamannvirkja.
1. Reyðarvatnsréttir. Kominn er tími á viðhald tréverks og málningu. Óskað er eftir því að það verði kostnaðarmetið (ÁS). Eins þarf að ákveða hvort breyta ætti um lit á réttunum við næstu málun þannig að þær falli betur að umhverfinu.
2. Brúarstöpull við Krók. Til að koma fjárrekstri yfir Markarfljót við Krók er orðið aðkallandi að lagfæra brúarstöpul austan megin. Ákveðið að SM/IÍ geri áætlun um hvað þarf að gera og grófa kostnaðaráætlun.
3. Næturhólf við Reynifell. Ennþá eru sömu áætlanir um að girða nýtt næturhólf í landi sveitarfélagsins neðst í Árbæ. Óskað er eftir því að sveitarfélagið kanni hvort áfram er möguleiki til þess að nýta gamla næturhólfið niður við brú þar til nýtt næturhólf hefur verið girt.
4. Ekkert aðhald er fyrir fé í Hvanngili. Girða þarf litla netgirðingu u.þ.b 50 metrar á kant.
1. Reyðarvatnsréttir. Kominn er tími á viðhald tréverks og málningu. Óskað er eftir því að það verði kostnaðarmetið (ÁS). Eins þarf að ákveða hvort breyta ætti um lit á réttunum við næstu málun þannig að þær falli betur að umhverfinu.
2. Brúarstöpull við Krók. Til að koma fjárrekstri yfir Markarfljót við Krók er orðið aðkallandi að lagfæra brúarstöpul austan megin. Ákveðið að SM/IÍ geri áætlun um hvað þarf að gera og grófa kostnaðaráætlun.
3. Næturhólf við Reynifell. Ennþá eru sömu áætlanir um að girða nýtt næturhólf í landi sveitarfélagsins neðst í Árbæ. Óskað er eftir því að sveitarfélagið kanni hvort áfram er möguleiki til þess að nýta gamla næturhólfið niður við brú þar til nýtt næturhólf hefur verið girt.
4. Ekkert aðhald er fyrir fé í Hvanngili. Girða þarf litla netgirðingu u.þ.b 50 metrar á kant.
2.Ferðamenn í leitir
1604028
Mögulegur samningur við Íshesta
Ákveðið að ÁS ræði við Íshesta um mögulega aðkomu þeirra að því að selja í ferðir með líkum hætti og nú er á Landmannaafrétti.
Fundi slitið - kl. 14:00.