17. fundur 26. september 2019 kl. 16:00 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Steindór Tómasson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 2-4.

1.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 206

1909001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fjármálaráðstefna 2019

1909050

Samband Ísl. Sveitarfélaga 3-4 október
Lagt fram til kynningar.

3.Framtíð tónlistarskólanna

1909048

Málþing í Hörpu 27092019
Lagt fram til kynningar.

4.Merkihvoll 8a. Kaup á hluta lóðar

1903045

Niðurstaða málsins.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

5.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - samstarf í Póllandi

1909046

EES-uppbyggingarsjóður.
Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundarboð

1909042

Veiðifélag Eystri-Rangár.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Héraðsnefnd - 3 fundur

1909053

Fundargerð frá 11092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Félagsmálanefnd - 70 fundur

1909056

Fundargerð frá 23092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

9.Félagsmálanefnd - 69 fundur

1909052

Fundargerð frá 12092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

10.Skógasafn stjórnarfundur 4 - 2019

1909051

Fundargerð frá 08082019 og ársskýrsla 2018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.SOS - stjórn 284

1909032

Fundargerð frá 04092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 60

1909047

Fundargerð frá 17092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Afhendingaröryggi rafmagns í Rangárþingi ytra

1909054

Heimsókn frá Lárusi Einarssyni svæðisstjóra Rarik
Lárus Einarsson deildarstjóri netreksturs Rarik á Suðurlandi kom til fundar við byggðarráð og kynnti stöðu mála varðandi afhendingarröryggi rafmagns á svæðinu. Fram kom í máli LE að nú stendur yfir heildar endurnýjun á rofum í aðveitustöðinni á Hellu og eins er verið að stækka spenni á Hellu úr 6 MW í 10 MW sem eykur mjög afhendingaröryggi. Versta áfall gagnvart afhendingu væri fólgin í því að spennir myndi bila. Þá þyrfti að grípa til varaaflstöðva sem staðsettar eru í Vík og ætti að vera hægt að koma á rafmagni innan nokkurra klukkutíma á allt svæðið. Einnig væri hægt að grípa til smærri stöðva og koma þannig á rafmagni innan styttri tíma. Þá er möguleiki á fæðingu rafmagns frá Hvolsvelli í gegnum Rimakot í Austur Landeyjum og þaðan til Þykkvabæjar og á Hellu. Þá leiðina væri hægt að ná 0,5 MW sem á að duga helstu stofnunum sveitarfélagsins. Rarik er með sérstaka viðbragðsáætlun og sérstök neyðarstjórn tekur til starfa í Reykjavík í neyðartilvikum þegar um stærri atburði er að ræða. Það er því metið svo að afhendingaröryggi í Rangárþingi ytra sé gott ef litið er til samanburðar á landsvísu.

14.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6

1909007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Umsókn um rekstrarstyrk - Kvennaathvarfið

1909055

Umsókn um styrk frá Kvennaathvarfinu.
Tillaga um að styrkja Kvennaathvarfið um 100.000 kr.

Samþykkt samhljóða

16.Umsókn um styrk - stóri Neyðarkallinn

1909049

Flugbjörgunarsveitin Hellu
Flugbjörgunarsveitin Hellu óskar eftir styrk vegna sölu á s.k. stóra neyðarkalli.

Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 50.000 kr.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

17.Umsókn um styrk vegna bílaplans

1909044

Flugbjörgunarsveitin Hellu
Flugbjörgunarsveitin Hellu óskar eftir styrk til gerðar bílaplans við aðstöðuhús sitt á Hellu. Erindinu hafnað í ljósi þess að nýlega var gengið frá styrktarsamingi milli sveitarfélagsins og sveitarinnar þar sem sérstaklega er áætlað fjármagn árlega til endurbóta á aðstöðu.

Samþykkt samhljóða.

18.Styrktarbeiðni

1909027

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Tillaga um að samþykkja umbeðinn styrk að fjárhæð 51.000 kr fyrir dvöl fatlaðs einstaklings frá Rangárþingi ytra í Reykjadal sumarið 2019. Kostnaður færist á félagsmál.

Samþykkt samhljóða

19.Beiðni um fjárstyrk

1909033

Æskulýðsnefnd Rangárvallaprófastdæmis
Tillaga um að styrkja Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu um 145.000 kr. vegna fermingarbarnamóts í Vatnaskógi. Kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða

20.Vegahald í frístundabyggðum

1909001

Tillaga að reglum
Lögð fram tillaga að reglum um styrki til vegahalds í frístundabyggðum í Rangárþingi ytra. Byggðarráð leggur til að reglurnar verði staðfestar af sveitarstjórn og að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun næsta árs. Sveitarstjóra jafnframt falið að taka saman upplýsingar fyrir næsta fund byggðarráðs sem geti lagt grunn að ákvörðun um skynsamlega árlega fjárhæð til verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

21.Eigna- og framkvæmdasvið - ráðning forstöðumanns

1909021

Drög að auglýsingu
Farið yfir tillögu að auglýsingu og samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að koma auglýsingunni í birtingu.

22.Fjárhagsáætlun 2020-2023

1909012

Forsendur, álagningarprósentur, gjaldskrár, fjárfestignar og fl.
Farið yfir ýmsar forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs.

23.Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 3

1909057

Vegna jöfnunarsjóðs og mötuneytisgjalda.
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði í fræðslumálum vegna niðurgreiðslu á fæðisgjöldum í grunnskólum að fjáhæð 5 milljónir kr sbr. minnisblað um útfærslu á kostnaði við ákveðin verkefni sem lagt var fram við samþykkt fjárhagsáætlunar í des 2019. Á móti er gert ráð fyrir auknum tekjum frá jöfnunarsjóði að fjárhæð 5 milljónir kr. Viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé.

Samþykkt samhljóða.

24.Rekstraryfirlit 23092019

1909045

Yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-ágúst
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit janúar til ágúst.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?