Einnig sat fundinn undir lið 3 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri.
1.Til umsagnar 777.mál
1904035
Utanríkismálanefnd Alþingis óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Um opinber innkaup
1904050
Frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
3.Stofnfundargerð og stofnsamþykktir
1904032
Guðrúnartún hses
Lagt fram til kynningar.
4.Félagsmálanefnd - 66 fundur
1904052
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.HES - stjórnarfundur 195
1904051
Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.SASS - 545 stjórn
1904049
Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 203
1904033
Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - fundur 870
1904041
Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.Bergrisinn - 5. fundur
1904043
Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10.Til umsagnar frá Alþingi 801 mál
1904053
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.
Lagt fram til kynningar.
11.Til umsagnar frá Alþingi 766.mál
1904014
Atvinnuveganefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Tillaga að umsögn byggðarráðs Rangárþings ytra um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál:
"Frumvarpið er tilkomið vegna dóma sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu og eru skýrðir í ítarlegri greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Samkvæmt greinargerðinni er lagabreytingin nauðsynlegt viðbragð við áðurnefndum dómum og þeirri stöðu sem upp er komin varðandi alþjóðlega viðskiptasamninga Íslendinga. Flest bendir til að lagabreytingin sé óumflýjanleg í ljósi stöðunnar en þá skiptir öllu að tryggja að reistar séu þær varnir í frumvarpinu sem mögulegt er til verndar íslenskum búfjárstofnum og heilsu manna og dýra. Mikilvægt er því að allar þær mótvægisaðgerðir sem taldar eru upp með frumvarpinu komi greiðlega og umsvifalaust til framkvæmda.
Ljóst er að rót þessa frumvarps liggur í innleiðingu matvælalöggjafar ESB þar sem megin markmiðið var að tryggja hina gríðarlegu hagsmuni íslensks sjávarútvegs. Um þýðingu þessara hagsmuna fyrir land og þjóð þarf ekki að efast en staðreyndin er hins vegar sú að þeir voru tryggðir á kostnað íslensks landbúnaðar. Það er staðreynd að framleiðsla á búvöru skiptir gríðarlegu máli í hinum dreifðu byggðum landsins og hefur bein og óbein áhrif á vöxt og viðgang samfélagsins. Það er því ekki bara sanngjarnt heldur algjörlega nauðsynlegt að hluti mótvægisaðgerða sem boðaðar eru með frumvarpinu verði að blása til nýrrar sóknar fyrir innlenda framleiðslu búvara sem auðsjáanlega mætir nýrri stöðu hvað varðar samkeppni erlendis frá."
Samþykkt samhljóða.
"Frumvarpið er tilkomið vegna dóma sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu og eru skýrðir í ítarlegri greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Samkvæmt greinargerðinni er lagabreytingin nauðsynlegt viðbragð við áðurnefndum dómum og þeirri stöðu sem upp er komin varðandi alþjóðlega viðskiptasamninga Íslendinga. Flest bendir til að lagabreytingin sé óumflýjanleg í ljósi stöðunnar en þá skiptir öllu að tryggja að reistar séu þær varnir í frumvarpinu sem mögulegt er til verndar íslenskum búfjárstofnum og heilsu manna og dýra. Mikilvægt er því að allar þær mótvægisaðgerðir sem taldar eru upp með frumvarpinu komi greiðlega og umsvifalaust til framkvæmda.
Ljóst er að rót þessa frumvarps liggur í innleiðingu matvælalöggjafar ESB þar sem megin markmiðið var að tryggja hina gríðarlegu hagsmuni íslensks sjávarútvegs. Um þýðingu þessara hagsmuna fyrir land og þjóð þarf ekki að efast en staðreyndin er hins vegar sú að þeir voru tryggðir á kostnað íslensks landbúnaðar. Það er staðreynd að framleiðsla á búvöru skiptir gríðarlegu máli í hinum dreifðu byggðum landsins og hefur bein og óbein áhrif á vöxt og viðgang samfélagsins. Það er því ekki bara sanngjarnt heldur algjörlega nauðsynlegt að hluti mótvægisaðgerða sem boðaðar eru með frumvarpinu verði að blása til nýrrar sóknar fyrir innlenda framleiðslu búvara sem auðsjáanlega mætir nýrri stöðu hvað varðar samkeppni erlendis frá."
Samþykkt samhljóða.
12.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 3
1903012F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.Til umsagnar 784.mál
1904037
Atvinnuveganefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
Lagt fram til kynningar.
14.Til umsagnar 775.mál
1904038
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
Lagt fram til kynningar.
15.Til umsagnar 778.mál
1904039
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Lagt fram til kynningar.
16.Til umsagnar 792.mál
1904040
Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögnum um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum 792. mál; tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál og frumvarp til laga um breytingu á raforkulög8um og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál
Lagt fram til kynningar.
17.Fagrahlíð, niðurfelling lögbýlisréttar
1904045
Frá Atvinnu- og nýsköðunarráðuneyti.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við ósk um niðurfellingu lögbýlisréttar að Efra-Seli 3 sem nefnt hefur verið Fagrahlíð. Samþykkt samhljóða.
18.Kvennakórinn Ljósbrá - ósk um styrk
1904048
Vegna vortónleika á afmælisári.
Tillaga er um að styrkja Kvennakórinn Ljósbrá um 25.000 kr líkt og óskað er eftir.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
19.Grenjar 3, breyting á heiti. Silfurbrekka
1904030
Eigendur Grenja 3 úr landi Þjóðólfshaga óska eftir að fá að breyta heiti lóðarinnar í Silfurbrekku. Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarsvæði og ekki er um lögbýli að ræða.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að Grenjar 3 úr landi Þjóðólfshaga beri nafnið Silfurbrekka.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
20.Rekstraryfirlit 24042019
1904047
Yfirlit um rekstur janúar-mars 2019
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit janúar-mars.
21.Oddi bs - 12
1904003F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:45.