5. fundur 22. nóvember 2018 kl. 16:00 - 18:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 13. Umsókn um styrk á móti álögðum fasteignaskatti frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu. Það var samþykkt og aðrir liðir færast til í samræmi. Einnig sátu fundinn Eiríkur V. Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi undir lið 4 og Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri undir liðum 5-7.

1.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Brekkur 1b

1811051

Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að landið Brekkur 1 lóð (landnr. 192448) beri heitið Brekkur 1b.

Samþykkt samhljóða

2.Staðfesting á óhæði - KPMG endurskoðun

1512015

Yfirlýsing frá endurskoðanda sveitarfélagsins
Lagt fram til kynningar.

3.Verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun

1811055

Frá Innanríkisráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.

4.Ungmennaráð UNICEF

1811053

Um samráð við börn og unglinga
Lagt fram til kynningar.

5.Upplýsingagögn

1811021

Landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga - frá Þjóðskrá Íslands.
Lagt fram til kynningar.

6.Skráning lögheimilis niður á íbúðir 2018

1811031

Frá Þjóðskrá Íslands
Lagt fram til kynningar.

7.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

1811022

Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð er til umsagnar í samrásgátt.
Lagt fram til kynningar.

8.Innkaupareglur - endurskoðun

9.Skógasafn stjórnarfundur 1 - 2018

1811049

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Skógasafn aðalfundur 2017

1811050

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis - drög að leiðbeiningum

12.Umsókn um tækifærisleyfi Íþróttahúsið Hellu

1811046

Tækifærisleyfi vegna Skötuveislu 2018
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til Íþróttahússins á Hellu vegna Skötuveislu þann 23.11.2018.

Samþykkt samhljóða.

13.Ranaflöt, Meiri-Tungu 1, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II, tegund F.

1811030

Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til félagsins Meiri-Tunga ehf til gistingar í flokki II, tegund F á Ranaflöt í Meiri-Tungu 1, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

14.Til umsagnar 40.mál

1811033

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál.
Lagt fram til kynningar.

15.Til umsagnar 45.mál

1811038

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45 mál.
Lagt fram til kynningar.

16.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 199

1811006F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Ósk um styrk

1811054

Kvenfélagið Eining óskar eftir styrk vegna aðventuhátíðar.
Samningur við Kvenfélagið Einingu vegna aðventuhátíðar á Laugalandi frá 10.12.2014 er útrunninn. Tillaga er um að framlengja samninginn í sömu mynd út kjörtímabilið 2018-2022.

Samþykkt samhljóða.

18.Umsókn um styrk á móti álögðum fasteignaskatti

1811058

Flugbjörgunarsveitin á Hellu óskar eftir styrk á móti álögðum fasteignaskatti.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2018. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.


Samþykkt samhljóða.

19.Beiðni um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum.

1809033

Beiðni um styrk á móti fasteignagjöldum frá Bókhlöðu Gunnars Guðmundssonar ses
Bókhlaða Gunnars Guðmundssonar ses óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2018. Erindinu er hafnað þar sem það samræmist ekki reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

20.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum 2018

1811044

Golfklúbburinn óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins.
Golfklúbburinn óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2018. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

21.Beiðni um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum

1803002

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2018. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

22.Ósk um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum

1802010

Oddasókn óskar eftir styrk á móti álögðum fasteignagjöldum.
Oddasókn óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2018. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

23.Beiðni um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum.

1811043

Ósk um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum fyrir Rangárhöll og Rangárbakka.
Rangárbakkar ehf og Rangárhöllin óska eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2018. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

24.Fjárhagsáætlun 2019-2022

1808016

Fjárhagsáætlun til fyrri umræðu
Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2019-2022. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

25.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 4

1811048

Lögð fram tillaga að viðauki 4 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2018.
Breytingar á fjárfestingarverkefnum í A-hluta (eignasjóði).
Lundur: Tillaga um að lækka fjárfestingu ársins um 20 milljónir og færa þennan lið á núll. Ástæða þess er að verkefni tengd Lundi og Neslundi hafa frestast. Þessi fjárfesting færist til næstu ára.
Þrúðvangur 18: Tillaga um að setja 10 milljónir á fjárfestingu til að gera endurbætur og breytingar á húsnæðinu vegna opnunar leikskóladeildar.
Laugalandsskóli: Tillaga um að lækka fjárheimild á þessum lið um 1,5 milljónir. Fyrir liggur að framkvæmd við körfuboltavöll verður ódýrari en áætlað var.
Íþróttahús Hellu: Tillaga um að lækka fjárfestingarheimild á þessum lið um 10,1 milljón. Þá eru eftir 10 milljónir á þessum lið. Þetta verkefni hefur tafist og mun að stærstum hluta flytjast á næsta ár.
Gámavellir: Tillaga um að lækka fjárfestingarheimild á þessum lið um 3,5 milljónir og færa á núll. Sveitarstjórn hefur nú óskað eftir því að Sorpstöð Rangæinga bs. taka yfir umsjón og rekstur gámasvæða og móti stefnu fyrir þessa þjónustu fyrir svæðið í heild. Því frestast þessi fjárfesting þar til að fyrir liggur framtíðar fyrirkomulag þessarar þjónustu.
Áhrif á A-hluta ef lækkun á fjárfestingu um 25,1 milljón

Tillögur að breytingum á áætlun í B-hluta.
Fráveita: Tillaga um að hækka fjárheimild til fjárfestingar í fráveitu um 8,5 milljónir. Ástæðan er sú að koma þarf lögnum að nýjum íbúðum sem eru í byggingu á Hellu í Ölduhverfi.
Leiguíbúðir: Tillaga að viðauka við fjárfestingu að fjárhæð 94,5 milljónir vegna kaupa á þremur íbúðum við Giljatanga af Húsakynnum bs. Einnig tillaga um lántöku að fjárhæð 88,5 milljónir vegna yfirtöku lána af íbúðunum.
Húsakynni: Tillaga að viðauka vegna sölu á 4 íbúðum við Giljatanga frá Húsakynnum. Rekstrartekjur hækka um 89 milljónir vegna söluhagnaðar sem nettast út í samstæðu. Eignir lækka um 36,9 milljónir sem er bókfært virði eignanna (söluverð er 126 milljónir). Afborganir lána hækka um 120 milljónir þegar lánin eru færð út úr bókhaldi Húsakynna við sölu eignanna. Lánin flytjast yfir á kaupendur við
söluna.
Vatnsveita: Skv. viðauka við fjárhagsáætlun Vatnsveitu er gert ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði að fjárhæð 9,1 milljón vegna óvenju mikilla bilana á árinu. Gert er ráð fyrir lækkun á heimild til fjárfestingar að fjárhæð 21,5 milljónir vegna seinkunar verkefna. Einnig gert ráð fyrir aukinni lántöku að fjárhæð 55 milljónir. En ákveðið var að flýta lántöku vegna næsta árs þannig að hægt væri að taka eitt lán í stað tveggja með stuttu millibili. Reiknað með að þessi lántaka fari fram núna í lok árs 2018.

Samtals áhrif viðauka í A og B hluta.
Fjárfesting í A og B hluta hækkar um 56,4 milljónir. Nettó fjármögnun með lántöku eru 23,5 milljónir. Ný lántaka samtals 143,5 milljónir og uppgreiðsla lána samtals 120 milljónir.

Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. Samtals áhrif þeirra viðauka sem gerðir hafa verið á árinu eru til hækkunar á handbæru fé.

Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Bókun fulltrúa Á-lista:

Fulltrúi Á-lista í byggðarráði Rangárþings ytra harmar að tillaga Á-lista um gámaplan í Þykkvabæ hafi ekki komist í framkvæmd eins og upprunaleg fjárhagsáætlun ársins 2018 gerði ráð fyrir. Sveitarfélagið hefur biðlað til Sorpstöðvar Rangæinga bs. um umsjón og rekstur gámasvæða í sveitarfélaginu og að móta stefnu fyrir þessa þjónustu á sýsluvísu og vonast undirrituð til að í þeirri vinnu verði tekið tillit til áður samþykktrar tillögu Á-lista.

Undirrituð vill einnig vekja athygli á að viðauki þessi gerir ráð fyrir 10 milljónum króna til að standsetja húsnæði að Þrúðvangi 18 svo hægt sé að opna þar nýja leikskóladeild. Að auki er gert ráð fyrir 7,5 milljónum króna í fjárhagsáætlun 2019 í sömu framkvæmd. Húsnæðið var keypt á 26 milljónir króna fyrr á árinu 2018 og því alls áætlaðar 43,5 milljónir króna í nýja bráðabirgðaleikskóladeild á Heklukoti. Telur undirrituð að þessu fjármagni væri betur varið í að flýta framkvæmd við nýja leikskólabyggingu á Hellu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

26.Rekstraryfirlit 22112018

1811047

Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-október 2018.

27.Íþrótta- og tómstundanefnd - 2

1811010F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti staðfest.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 2 Jón Sæmundsson frá Verkís kynnti hugmyndir um viðbyggingu við íþróttahús á Hellu. Nefndin er mjög ánægð með tillöguna og lagði til nokkrar breytingar. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að haldið verði áfram með verkefnið og næstu skref tekin. Bókun fundar Byggðarráð telur málið í góðum farvegi og reiknar með að hönnun og gerð kostnaðaráætlunar liggi fyrir eftir u.þ.b mánuð. Samþykkt samhljóða að fá Jón Sæmundsson hjá Verkís áfram sem ráðgjafa að verkefninu.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 2 Góð umræða skapaðist um íþróttavöllinn á Hellu og ljóst er að auka þarf umhirðu við völlinn svo hann sé ávallt eins og best verður á kosið. Nefndin leggur til að samningi við Strandarvöll ehf vegna þjónustu við íþróttavöllinn á Hellu verið sagt upp og umhirða á íþróttavellinum falli undir þjónustumiðstöð í samstarfi við íþróttamiðstöðina á Hellu. Í því felst dagleg umhirða, merkingar, sláttur, vökvun, kantskurður, umsjón með hlaupabraut og annað sem til þarf. Einnig verði leitað til Knattspyrnufélags Rangæinga um frágang eftir æfingar og leiki á þeirra vegum. Þessi breyting er ekki talin hafa áhrif á fjárhagsáætlun næsta árs og rúmist innan þess sem nú þegar er áætlað fyrir íþróttavöllinn á Hellu. Bókun fundar Tillaga um að byggðarráð staðfesti bókun Íþrótta- og tómstundanefndar. Byggðarráð leggur jafnframt til að teknar verði upp viðræður við Golfklúbbinn um stuðning við æskulýðsstarf klúbbsins líkt og gert er við önnur íþróttafélög í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða.

28.Félagsmálanefnd - 60 fundur

1811052

Fundargerð frá 8112018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Oddi bs - 4

1811009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?