Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 18. Beiðni um nafnbreytingu - Kúfholt. Það var samþykkt og aðrir liðir færast til í samræmi. Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 2.
1.Til umsagnar 222.mál
1704019
Þingsáætlun um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll
Lagt fram til kynningar.
2.Bókun skólanefndar ML
1704038
Skólanefnd Menntaskólans á Laugarvatni bókar um málefni íþróttahúss.
Lagt fram til kynningar.
3.EFS - aðalfundur 2017
1704035
Fundarboð og gögn vegna aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.
4.Rangárljós - verkfundir
1609054
Fundargerð verkfundar 10.
Lagt fram til kynningar.
5.Ályktun Ungmennaráðs UMFÍ
1704033
Ályktun ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði 2017 til allra sveitarfélaga á landinu
Lagt fram til kynningar.
6.Félags- og skólaþjónusta - 24 fundur
1704040
Fundargerð frá 10042017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7.Félagsmálanefnd - 43 fundur
1704039
Fundargerð frá 19042017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.SASS - 518 stjórn
1704034
Fundargerð frá 06042017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.Beiðni um nafnbreytingu - Kúfholt
1704047
Jónas Ketilsson óskar eftir að nefna spildur sínar Kúfholt I-III
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við að landspildur í eigu Jónasar Ketilssonar beri heitin Kúfholt I-III.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Uxahryggur II, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
1703062
Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Oddsteins Magnússonar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II í gistiskálum á lóð hans að Uxahrygg II, Rangárþingi ytra.
Frekar gögn vantar og afgreiðslu erindis frestað.
11.Kaldbakur á Rangárvöllum, beiðni um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna starfsleyfis skv. 90 daga reglu.
1704023
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn fyrir afgreiðslu starfsleyfis vegna áforma Viðars hafsteins Steinarssonar um gistingu í flokki I í íbúðarhúsi hans að Kaldbak, fastanr. 219-5543 skv. reglugerð 1277/2016.
Erindinu vísað til skipulags- og byggingafulltrúa til afgreiðslu.
12.Til umsagnar 378.mál
1704010
Framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.
Lagt fram til kynningar.
13.Til umsagnar 156.mál
1704018
Þingsáætlun um opnun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli
Lagt fram til kynningar.
14.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 14
1704004F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.til umsagnar 270.mál
1704020
Þingsáætlun um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
16.Til umsagnar 184.mál
1704021
Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum
Lagt fram til kynningar.
17.Til umsagnar 114.mál
1704022
Þingsáætlun um stefnumörkun og aðgerðaráætlun um kolefnalaust Ísland
Lagt fram til kynningar.
18.til umsagnar 87.mál
1704025
Tillaga um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd,velferð og veiðar villtra fugla og spendýra
Lagt fram til kynningar.
19.Til umsagnar 333.mál
1704028
Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur
Lagt fram til kynningar.
20.Hugmyndagáttin 2017
1701029
Ábending varðandi númerslausa bíla ofl.
Í hugmyndagáttina höfðu borist ábendingar um númerslausa bíla í Helluþorpi, menningargildi braggans í Nesi, lélegar tröppur við styttuna af Þorsteini Björnssyni og matargjafir til hrafna í þorpinu. Varðandi númerslausa bíla þá er hið nýja geymslusvæði m.a. hugsað sem lausn í þeim tilfellum og fyrirhugað að gera átak í þessu máli nú á vordögum. Byggðarráð þakkar ábendingu um braggann í Nesi og leggur til að þetta verði skoðað vel þegar svæðið verður útfært. Athugasemdir varðandi tröppur og hrafnafár hafa verið áframsendar til viðeigandi starfsmanna sveitarfélagsins.
21.Geymslusvæði - gjaldskrá
1704037
Drög að gjaldskrá vegna geymslusvæðis.
Farið yfir drög að gjaldskrá fyrir geymslusvæði á Hellu. Byggðaráð leggur til að lágmarksgjald fyrir geymslu á svæðinu fyrir svæði allt að 15 m2 verði 1.000 kr á mánuði með vsk og fermetragjald fyrir leigusvæði umfram 15 m2 verði kr 65 með vsk.Sveitarstjóra falið að vinna lokaskjal fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
22.KPMG - skýrsla regluvarðar 2016
1704036
Til kynningar fyrir byggðarráð.
Byggðaráð hefur yfirfarið skýrslu regluvarðar og gerir ekki athugasemdir við hana.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
23.Ósk um styrk til Skotíþróttafélagsins Skyttur
1704032
Tillaga um að styrkja Skotíþróttafélagið Skyttur um kr. 150.000 til umbeðins verkefnis.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
24.Beiðni um styrk vegna landsliðsferðar
1704027
María C. Magnúsdóttir óskar eftir styrk vegna keppnisferðar dóttur sinnar á EM í keltneskum fangbrögðum í Austurríki
Tillaga um að veita fararstyrk að upphæð 50.000 kr í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
25.Rekstraryfirlit 24042017
1704031
Yfirlit um tekjur og gjöld fyrsta ársfjórðungs.
Lagt fram yfirlit um laun, kostnað við málaflokka, tekjur og lausafé jan-mars 2017.
Fundi slitið - kl. 17:15.