12. fundur 02. júlí 2020 kl. 16:15 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hugrún Pétursdóttir varaformaður
  • Bjarnleifur Á Bjarnleifsson aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir varamaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Saga Sigurðardóttir ritari
Fundargerð ritaði: Saga Sigurðardóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Upplýsingamiðstöð í Rangárþingi ytra

2004007

Farið yfir stöðuna á upplýsingamiðstöð í sveitarfélaginu.
Nefndin fór yfir tillögur Lopasjoppunnar og niðurstaðan var sú að halda samningum óbreyttum en samþykkja breytingar á orðalagi skv. tillögum Lopasjoppunnar í drögum. Nefndin hefur ekki fjárheimild fyrir árið 2021 og getur því ekki samið til lengri tíma en ársloka 2020. Markaðs- og kynningarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

2.Slagkraftur 2020

1902041

í mars sl. þurfti að fresta fundi Slagkrafts ferðaþjónustunnar í sveitarfélaginu vegna covid-19. Taka þarf stöðuna um framhaldið.
Nefndin tók ákvörðun um að fresta fundi fram í september.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?