1.Upplýsingamiðstöð í Rangárþingi ytra
2004007
Markaðs- og kynningarfulltrúa hefur borist póstur frá aðila sem hefur lýst yfir áhuga á að vera með upplýsingamiðstöð í sveitarfélaginu.
Nefndin fór yfir umsóknina og leggur til að meðfylgjandi drög að samningi verði samþykkt. Nefndin vísar málinu til afgreiðslu Byggðarráðs.
2.17. júní 2020
2002038
Mál til umræðu. 17. júní 2020 og 2021.
17. júní hátíðarhöld voru með óhefðbundnu sniði í ár. Ávarp fjallkonu, ræða nýstúdents og skemmtiatriði voru á rafrænu formi vegna covid-19. 10. bekkur stóð sig með sóma í blöðru- og sælgætissölu ásamt því að vera með diskótek fyrir grunnskólabörn. Blöðrusalan gekk ekki sem skyldi og leggur nefndin til að styrkja þau um 30.000 kr. Nefndin þakkar þeim kærlega fyrir vel unnin störf.
Nefndin hefur áhuga á að 17. júní hátíðarhöld verði árlegur viðburður á Hellu og leggur til að auglýst verði eftir áhugasömum aðila tímanlega fyrir 2021.
Nefndin hefur áhuga á að 17. júní hátíðarhöld verði árlegur viðburður á Hellu og leggur til að auglýst verði eftir áhugasömum aðila tímanlega fyrir 2021.
Fundi slitið - kl. 18:30.