5. fundur 12. janúar 2016 kl. 17:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Undir 1. lið mætti Dagný Jóhannsdóttir og kynnti starfsemi Markaðsstofu Suðurlands.

1.Framlenging samstarfssamnings Markaðsstofa Suðurlands

1501011

Meðfylgjandi er þjónustusamningur sem lýsir verkþáttum stofunnar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til að samningur við Markaðsstofu suðurlands verði endurnýjaður til tveggja ára og greiddar verði 430 kr á hvern íbúa ef það rúmast innan fjárhagsáætlunar. Það er hækkun úr 360 kr frá fyrri samningi.

2.Jafnréttisáætlun

1510053

Endurskoðun á jafnréttisáætlun Rangárþings ytra.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Markaðs- og kynningarmál

1511071

Rangárþingi ytra boðið að auglýsa í nýjum bækling.
Atvinnu- og menningarmálanefnd getur ekki orðið við erindinu.

4.Samráð við ferðaþjónustuaðila

1601014

Samráðsfundur ferðaþjónustunnar var haldinn s.l. vor og í kjölfarið var ákveðið að ráða markaðs- og kynningarfulltrúa í Rangárþing ytra. Lagt er til að halda annan fund og kanna grundvöll fyrir frekara samstarfi við ferðaþjónustuaðila.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur markaðs- og kynningarfulltrúa í samráði við atvinnu- og menningarmálanefnd að undirbúa og koma á öðrum samráðsfundi ferðaþjónustunnar í mars.

5.Miðlunarefni um fornleifar á Hellu í Rangárþingi ytra

1601006

Umsókn í fornleifasjóð 2016
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um Landsmót hestamanna 2020

1601007

Umsókn Rangárbakka um að Landsmót hestamanna 2020 verði haldið að Hellu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?