Leiklistarnámskeið í Menningarsalnum á Hellu frá 6.-16. ágúst 2024
Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir stýra leiklistarnámskeiði fyrir 11-15 ára krakka fyrstu 2 vikurnar eftir verslunarmannahelgi. Kennt verður alla virku dagana frá 6.-16. ágúst frá kl. 9-14.
Svala og Hanna Tara voru báðar að ljúka fyrsta ári í söngleikjadeild Söngskóla Reykjavíkur þar sem Svala fór með hlutverk Tallulluh og Hanna með hlutverk Hnúa í uppsetningu á Bugsy Malone í vetur.
Þær hafa tekið virkan þátt í leiklistarstarfi með FSu þar sem fluttur var frumsaminn söngleikur eftir þær og vinkonur þeirra.
Eins hafa þær báðar leikið mikið með Leikfélagi Hvergerðis, þar á meðal Benedikt Búálf og Litlu Hryllingsbúðinni.
Hámarksfjöldi á námskeiðið er 25
Minnum á að hægt er að nýta frístundastyrkinn.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?