Þykkvabæjar

Sími: 5641155
Fylgdu okkur:

Þykkvabæjar er eitt af rótgrónu matvælafyrirtækjunum okkar í Rangárþingi ytra, staðsett í Þykkvabæ. Í dag starfa þar um 30 starfsmenn og er aðal hráefnið kartöflur og er unnið úr um 200 tonnum á mánuði.

Þó mikið magn fáist af kartöflum í Þykkvabæ þá þarf fyrirtækið að afla sér aðfanga víða að á landinu eða frá Skagafirði í norðri, vestur, suður og allt að Hornafirði í austri.

Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar var stofnuð 1981 af 58 kartöflubændum í Þykkvabæ. Hafin var framleiðsla á forsoðnum kartöflum, sem þá var nýjung á Íslandi, enn fremur voru framleiddar franskar kartöflur. Til þess að framleiða forsoðnu kartöflurnar þá voru notaðar kartöflur sem ekki þóttu líta nægilega vel út til þess að seljast ferskar. Þykkbæingar hafa því snemma unnið markvisst að því að hámarka nýtingu vörunnar.

Í gegnum árin hefur framleiðslan aukist og eflst og er kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar stöðugt að auka úrval sitt til að mæta væntingum á íslenskum matvælamarkaði. Í dag eru um 96 vörunúmer sem framleidd eru í húsnæðinu og snýst framleiðslan ekki lengur eingöngu um vörur tengdum kartöflum heldur er líka framleiddir ýmsir aðrir tilbúnir réttir s.s. austurlenskur grænmetisréttur, kjúklingasúpur, lasagnette og margt fleira.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?