Tannlæknaþjónustan.is
Tannlæknaþjónustan á Hellu hefur verið starfrækt síðan 1993 eða í 28 ár. Eigendur eru Petra Sigurðardóttir og Hallur Halldórsson.
Stofan er opin mánudaga til fimmtudaga og skipta þrír tannlæknar með sér einu stöðugildi. 2 aðstoðarmenn tannlæknis og ræstitæknir skipta með sér 1.8 stöðugildi.
Stofan er hluti af Tannlæknaþjónustunni.is sem rekur tannlæknastofur á Selfossi og í Reykjavík þannig að við veitum þjónustu um allt Suð-vestur hornið!
Á stofunni er veitt öll almenn tannlæknaþjónusta fyrir allan aldur. Einnig sérhæfðari þjónusta eins og endajaxlaaðgerðir, implönt og tanngervasmíði.
Við leggjum mikla áherslu á reglulegt eftirlit og gott utanumhald.
Fjöldi og staðsetning stofa okkar gerir okkur kleyft að fylgja einstaklingum eftir þótt þeir fari á Selfoss eða til Reykjavíkur til náms og starfa og eru tölvukerfin samtengd milli staðanna.
Það er gaman að segja frá því að sumir hafa þegið þjónustu á öllum starfsstöðvum okkar, til dæmis sem barn á Hellu, sem framhaldsskólanemi á Selfossi og sem háskólanemi í Reykjavík.
Síðan lokast jafnvel hringurinn með því að einstaklingurinn flytur aftur á Hellu eða Selfoss!