Sjúkraþjálfun Rangárþings
Þann 1. september fluttist Sjúkraþjálfun Rangárþings frá Lundi í Miðjuna á Hellu. Það er Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir sem á og rekur Sjúkraþjálfun Rangárþings. Hún hóf starfsemi í Hvolsvelli 2009-2011, flutti þá á Lund og er nú staðsett í Miðjunni, Suðurlandsvegi 1–3 á Hellu.
Á stofunni starfar einnig Bryndís Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari
Þeir sem leita til sjúkraþjálfara gera það eftir að hafa fengið beiðni frá lækni.
Hvað er Sjúkraþjálfun?
Sjúkraþjálfarar greina og meðhöndla hreyfitruflanir og orsakir þeirra, hjá fólki sem er allt frá því að vera rúmliggjandi á sjúkrahúsum til þess að vera keppnisfólk í íþróttum. Þar að auki fást sjúkraþjálfarar við að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum áverka, álagseinkenna, sjúkdóma og lífsstíls sem með truflun á hreyfingu geta raskað lífi einstaklingsins.
Þjónusta Sjúkraþjálfunar Rangárþings er mjög eftirsótt og yfirleitt er smá biðlisti.