Lyngás 5 – AMG
Á Lyngási tóku við rekstrinum sumarið 2019 Atli Már Guðnason og hans fjölskylda en áður hafði Björn Jóhannsson (Bjössi á Lyngási) rekið þar verkstæði og verslun til fjölda ára.
Við litum við hjá Atla á dögunum og forvitnuðust um Lyngás 5.
Í hverju felst starfsemin að Lyngási í dag?
„Starfsemin í dag felst fyrst og fremst í ýmiskonar smáviðgerðum og þjónustu í kringum fjórhjólin, buggy-bílana og mótorhjólin sem við erum þjónustuaðili fyrir, CF Moto. Einnig tek ég að mér rúðuskipti í bílum og viðgerðir á glussaslöngum.“
