Litla Lopasjoppan
Sérverslun með íslenskt handverk, hannyrðavörur og gjafavöru fyrir flest tilefni
--
Umfjöllun í fréttabréfi Rangárþings ytra í desember 2020.
Litla lopasjoppan á ekki að hafa farið framhjá neinum sem fer í gegnum hringtorgið á Hellu en þar er virkilega skemmtileg gjafavöruverslun.
Markaðs- og kynningarfulltrúi sveitarfélagsins heimsótti Berglindi Kristinsdóttur eiganda Litlu Lopasjoppunar á dögunum.
Litla Lopasjoppan á Hellu byrjaði sem verslun með lopa og íslenskt handverk en hefur í dag þróast út í að vera gjafavöruverslun, þó með gríðarlega gott úrval af lopa, garni og lopavörum
Litla Lopasjoppan hóf starfsemi sína 2014, þá í minna húsnæði við jaðarinn á Hellu og þá eingöngu með handverk og lopapeysur. 15. mars 2019 opnaði svo búðin í nýju húsnæði þar sem áður var Mosfell. Jafnt og þétt hefur bæst við úrvalið eftir eftirspurn og í dag er hægt að fá ritföng, gjafavörur, handverk, leikföng, bækur, skartgripi, tækifæriskort, lopavörur og að sjálfsögðu lopa og garn.



