Lífeyrissjóður Rangæinga
Lífeyrissjóður Rangæinga var stofnaður 12. janúar 1971 af samtökum vinnuveitenda í Rangárvallasýslu, iðnaðar- og verkamannadeild Verkalýðsfélagsins Rangæings og Bílstjórafélagi Rangæinga. Fyrsti formaður stjórnar var kjörinn Hilmar Jónasson en aðrir í stjórn voru Garðar Björnsson, Hilmar Jónsson og Páll Björnsson. Filippus Björgvinsson var framkvæmdastjóri sjóðsins um langt skeið. Hann lét af störfum í árslok 2001 eftir rúmlega 25 ára starf í þágu sjóðsins. Sjóðfélagar eru um 12.600 og stærð sjóðsins er um 20,4 milljarðar króna.
Frá árinu 1978 hefur sjóðurinn haft starfsstöð og aðstöðu í Verkalýðshúsinu, Suðurlandsvegi 3, Hellu. Eignastýring Arion banka annast rekstur og eignastýringu Lífeyrissjóðs Rangæinga og býður upp á þjónustu fyrir sjóðfélaga og launagreiðendur.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Þröstur Sigurðsson.