Hellirinn
Rakel Ýr Sigurðardóttir og Kolbrá Hekla Guðjónsdóttir hafa umsjón með félagsmiðstöðinni Hellinum á Hellu. Félagsmiðstöðin hefur aðstöðu í kjallara Suðurlandsvegar 1–3 í þar til gerðu húsnæði. Einnig hefur félagsmiðstöðin aðgang að námsverinu þegar opið er og kemur það pláss að góðum notum.
Starfsemin er með þeim hætti að félagsmiðstöðin er opin einu sinni í viku, á miðvikudögum. Yngri hópurinn er frá kl. 17:00 – 19:00 í hverri viku og eldri hópurinn frá kl. 19:30 – 22:00 aðra hverja viku, hina vikuna er gert ráð fyrir félagslífi í skólunum. Fjöldi þátttakenda er breytilegur en yfirleitt eru milli 20 og 30 krakkar í eldri hópnum og rúmlega 30 í yngri.