Hárstofan Hellu
Anna Guðrún Jónsdóttir opnaði hársnyrtistofuna Hárfínt í maí 1989. Stofan var fyrstu árin til húsa að Þrúðvangi 34 í einu litlu herbergi en lagði fljótlega undir sig nærliggjandi rými. Anna Fía Finnsdóttir kom til starfa rúmu ári síðar og vann á stofunni í mörg ár. Hárfínt hefur flakkað reglulega um þorpið og flutti að Dynskálum 10c (Kanslarinn). Starfsfólki fjölgaði hratt og var stofan stækkuð og flutt að Dynskálum 36. Síðar fluttist hún aftur að Dynskálum 10c, þaðan var haldið í stutt stopp í Hellubíó þar sem stofan fékk nýtt nafn, Hárstofan Hellu. Í ársbyrjun 2018 flutti stofan svo á efstu hæð Miðjunnar og var fyrsta fyrirtækið sem tók þar til starfa. Frá upphafi höfum við reynt að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina eftir bestu getu.
Stofan hefur staðið fyrir hárgreiðslusýnungum, tískusýningum, konukvöldum og ýmisskonar skemmtunum í gegnum árin.
Starfsfólk hefur tekið þátt í ýmsum hárgreiðslukeppnum með góðum árangri.
Þú bókar tíma hjá Hárstofunni Hellu hér.