Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu er byggðasamlag sem annast félagsþjónustu fyrir 5 sveitarfélög; Ásahrepp, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Skrifstofur félagsþjónustunnar eru staðsettar á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 5.300 manns. Félagsþjónustan sinnir félagslegri ráðgjöf, félagslegri heimaþjónustu, þjónustu við fatlað fólk, þjónustu við aldraða, fjárhagsaðstoð, málefnum barna og ungmenna, húsnæðismálum auk tilfallandi verkefna sem heyra undir málaflokka félagsþjónustunnar.
Hjá félagsþjónustunni starfa félagsmálastjóri, deildastjóri málaflokks aldraðra, ráðgjafar í fjárhagsaðstoð, húsnæðismálum, barnavernd og félagslegri ráðgjöf. Þá er einnig þroskaþjálfi sem starfar í málaflokki fatlaðs fólks. Starfsmenn Barnaverndar félagsþjónustunnar sinna einnig bakvakt og er hægt að ná í hana í gegnum 112 allann sólarhringinn, alla daga ársins. Stöðugildi deildarinnar eru 5,7.