Áfangagil
Áfangagil á Landmannaafrétti er vestan í Valafelli skammt norður af Heklu. Þarna er gisting fyrir allt að 40 manns í tveimur húsum ásamt tjaldsvæði og sturtuaðstöðu. Á staðnum er heysala og þrískipt hestagerði með rennandi vatni. Um er að ræða rólegt umhverfi og fallegar útreiðar- og gönguleiðir. Áfangagil er einn af áfangastöðum á Hellismannaleið sem er gönguleið frá Landmannalaugum niður á Rjúpnavelli.


