Rangárþing ytra óskar eftir tilboði í verkið „Fossabrekkur“. Óskað er eftir heildarhönnun í verkið, þ.e, arkiteka-, landslags- og verkfræðihönnun.
Markmið framkvæmdar við Fossabrekkur er að auka upplifun gesta á staðnum / svæðinu, undirbúa svæðið undir aukinn gestafjölda og stýra álagi og umferð fólks um svæðið. Það þjónar bæði ferðalöngum og náttúrunni að skipuleggja svæðið og umgengni um það af kostgæfni. Með nýju bílastæði fæst meira rými fyrir bíla og rútur. Gert er ráð fyrir gönguleið frá bílastæði. Einnig er gert ráð fyrir göngubrú og útsýnispalli þar sem gestir geta tyllt sér og notið náttúrufegurðarinnar.
Hér er um opna verðkönnun að ræða og er ekki auglýst á hinu evrópska efnahagssvæði (EES).
Verðkönnun - tímaáætlun:
Gögn birt á heimasíðu Rangárþings ytra fimmtudaginn 23. mars 2022.
Kynningarfundur og vettvangsferð verður ekki en bjóðendur beðnir um að kynna sér svæðið grein 0.1.6.
- Fyrirspurnatíma lýkur 14. apríl 2023 sjá nánar grein 0.1.5.
- Svarfrestur rennur út 18. apríl 2023 sjá nánar grein 0.1.5.
- Opnun tilboða 21. apríl 2023, kl.: 14:00 sjá nánar grein 0.2.9.
- Upphaf hönnunartíma við töku tilboðs 4. maí 2023 sjá nánar grein 0.3.2.
- Lok hönnunartíma 12. ágúst 2023 sjá nánar grein 0.3.2.
Verðkönnunargögn
Til þess að nálgast verðkönnunargögn þá mun síðan óska eftir netfangi þess sem sækir gögnin og í framhaldi er smellt á viðeigandi hlekki hér að neðan og þá hlaðast gögnin á tölvu viðkomandi. Það er gert svo við getum sent viðbótar upplýsingar verði einhverjar breytingar.
- Verðkönnunar og samningsskilmálar
- Deiliskipulagslýsing
- Deiliskipulag 1
- Deiliskipulag 2
- Hæðarlínukort 1
- Hæðarlínukort 2
- DWG grunnur 1
- DWG grunnur 2
- Tilboðsskrá
Fyrirspurnir og tilboð berist til Tómasar Hauks Tómassonar forstöðumanns eigna- og framkvæmdasviðs Rangárþings ytra á netfanginu tomas@ry.is eða í s: 4887000.