34. fundur 30. október 2024 kl. 10:00 - 11:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Anton Kári Halldórsson
  • Helga Björg Helgadóttir
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Christiane L. Bahner embættismaður
  • Glódís Margrét Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri, sat fundinn undir liðum 1-2.

1.Rekstaryfirlit 2024 Tónlistarskóli Rangæinga bs.

2404107

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri fór yfir rekstraryfirlit jan-sept. Reksturinn er í samræmi við áætlun.

2.Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Rangæinga bs. 2025

2410048

Lögð fram rekstraráætlun ársins 2025
Gert er ráð fyrir:
Rekstrartekjum að upphæð kr. 162.866.000.
Rekstrargjöld að upphæð kr. 162.690.000, án fjármagnsliða.

Rekstrarframlög sveitarfélaganna verði kr. 138.322.000.

Stjórn samþykkir fjárhagsáætlun og vísar til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.

3.Úr starfi Tónlistarskólans

2404109

Starfandi skólastjóri fór yfir ýmis málefni úr starfi skólans.
Skólaárið 2024/2025 eru samtals 210 nemandi skráður í skólann. 42 nemendur eru í heilu námi, 108 í hálfu námi, 17 í öðru hlutfalli og 1 nemandi er í 150% námi.

Forskóli er í öllum leikskólum og tveim grunnskólum á svæðinu.
Við skólann eru fastráðnir 18 tónlistarkennarar, sem eru í ólíku starfshlutfalli, frá 25% og upp í 100%. Einnig starfa við skólann 6 stundakennarar.
Námsframboð er svipað og verið hefur og fáir á biðlista.

4.Skóladagatal 2024-2025

2404108

Breytingar á starfsdegi
Lagt fram til kynningar samþykki á tilfærslu á starfsdegi vegna haustsþings kennara en hann var haldinn 26. sept. s.l.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?