28. fundur 10. apríl 2024 kl. 10:00 - 11:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti bauð fundarmenn velkomna og lagði til að við dagskránna myndu bætast liður 17. Byggðarráð - 24. fundur. Það var samþykkt samhljóða og aðrir fundarliðir færast til í samræmi.

1.Helluvað. Kauptilboð vegna íþróttavallasvæðis

2311011

Lagður fram samningur um eignarnám milli landeiganda og sveitarfélagsins á um 13 ha landspildu undir íþróttavallarsvæði.

Lagt til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

JGV tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

2.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Breytingar.

2404101

Lagðar fram breytingar á samþykkt sveitarfélagins til fyrri umræðu um að í stað hverfaráða verði stofnað eitt íbúaráð.

Lagt til að vísa málinu til seinni umræðu í sveitarstjórn.

IPG tók til máls.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG sitja hjá.

3.Samstarfsyfirlýsing um Öruggara Suðurland

2404114

Lögð fram samstarfsyfirlýsing milli Lögreglustjórans á Suðurlandi, Sýslumannsins á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Fjölbrautarskóla Suðurlands, Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólans að Laugarvatni og sveitarfélagana Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus um að vinna saman gegn ofbeldi og öðrum afbrotum.

Lagt til að sveitarfélagið verði þátttakandi í verkefninu og feli sveitarstjóra að undirrita yfirlýsinguna.

Þá er lagt til að fulltrúar í framkvæmdarteymi verkefnisins f.h. Félags- og skólaþjónustu FRVS verði þær Svava Davíðsdóttir og Inga Jara Jónsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

4.Fyrirspurn D-lista um ungmennaráð

2404118

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa D-lista um svör frá oddvita sveitarstjórnar um hvenær til standi að virkja ungmennaráð sveitarfélagsins. Ungmennaráð kom síðast saman til fundar 25. október 2021 og hélt samtals fjóra bókaða fundi á síðasta kjörtímabili. Enginn slíkur fundur hefur verið haldinn á þessu kjörtímabili, enda ekkert starfandi ungmennaráð í sveitarfélaginu.

Svar oddvita: Vinna við breytingar á erindisbréfi ungmennaráðs hefur verið í vinnslu að undanförnu með það að markmiði að þær breytingar klárist í vor og nýtt ungmennaráð taki til starfa næsta haust. Staðreyndin er sú að þessu mikilvæga verkefni hefur ekki verið sinnt sem skyldi og er það miður. Þetta verkefni verður eitt af forgangsmálum nýs verkefnisstjóra íþrótta- og fjölmenningarmála.

IPG og EÞI tóku til máls.

5.Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands

2403074

Aðalfundarboð þann 23. apríl nk. Skipun fulltrúa.
Lagt fram aðalfundarboð Háskólafélags Suðurlands ehf.

Lagt til að Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri verði fulltrúi á fundinum og til vara Eggert Valur Guðmundsson.

Samþykkt samhljóða.

6.2024 málasafn - Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

2401005

Umsagnarbeiðni Velferðarnefndar Alþingis um málefni aldraða.
Lagt fram til kynningar.

7.Byggðarráð Rangárþings ytra - 23

2403006F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 23 Lagðar fram endurskoðaðar reglur um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum þar sem fjárhæðir voru uppfærðar.

    Byggðarráð leggur til að vísa málinu til Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd hefur tekið málið fyrir og samþykkt breytingarnar. Lagt til að samþykkja breytingar á reglunum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 23 Lögð fram tillaga að reglum Rangárþings ytra um framlög til stjórnmálaflokka.

    Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja reglurnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 23 Lagt fram samkomulag um breytingar á starfi heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa og drög að ráðningarsamningi forstöðumanns íþróttamannvirkja.

    Byggðarráð leggur til samþykkja samkomulagið og drög að ráðningarsamningi og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Fulltrúi D lista gerir ekki athugasemdir við ráðningu starfsmannsins en vill taka fram að eðlilegra hefði verið að vinna samkvæmt reglum opinberrar stjórnsýslu og auglýsa stöðuna þar sem um nýtt starf er að ræða. EÞI.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja ráðninguna.

    BG, JGV, EÞI og IPG tóku til máls.

    Samþykkt með sex atkvæðun. BG situr sjá.

    Bókun D-lista: Fulltrúar D-lista telja stjórnsýslu í kringum breytingu á starfinu heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi sé ábótavant. Engin formleg tillaga liggur fyrir um að leggja niður þessa stöðu svo eftir þennan fund verða þrjú stöðugildi til við málaflokkinn þó enginn starfsmaður sinni umræddu starfi eftir þær breytingar sem verið er að gera hér. Fjárhagsáætlun gerir ekki ráð fyrir þessum fjölda stöðugilda. Gera hefði þurft viðauka við fjárhagsáætlun sem tæki til þeirra breytinga sem hér um ræðir. Eðlilegt hefði jafnframt verið að leggja fram tillögu um að leggja niður núverandi stöðugildi líkt og áður hefur verið nefnt og ráða þá í staðin í þau stöðugildi sem um ræðir. (IPG, EÞI, BG).

    Tekið stutt fundarhlé.

    Bókun Á-lista: Það er skoðun fulltrúa Á-lista að breytingar á umræddu starfi hafi verið nauðsynlegar til þess að málaflokkurinn sem um ræðir fái aukið vægi og verði sinnt betur. Það vinnulag sem notað var við breytingar á viðkomandi starfi er fullkomlega heimilt og brýtur ekki á nokkurn hátt gegn góðum stjórnsýsluháttum. Markmið undirritaðra er að málaflokkur, íþrótta, heilsu, tómastunda og fjölmenningar verði í fremstu röð á landsvísu og eru þessar skipulagsbreytingar einn liður í því að ná því markmiði.(EVG, MHG, VMÞ, ÞDÞ).



  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 23 Mikil þörf er á að verkefnum sem tengjast, íþróttum og æskulýðsstarfi, tómstundum, heilsueflandi verkefnum og fjölmenningu verði sinnt vel og er því lagt til að ráðinn verði tímabundinn verkefnastjóri til að vinna að þessum málefnum. Verkefnið yrði síðan endurmetið við gerð næstu fjárhagsáætlunar og þá tekin ákvörðun um framhald þess og ef vel tekst til og framhald verður á yrði starfið auglýst frá og með næstu áramótum.

    Lagður fram ráðningarsamningur sem er tímabundinn til næstu áramóta við Jóhann G. Jóhannsson sem verkefnisstjóra íþrótta- og fjölmenningarmála en hann hefur þegar farið í gegn um ráðningarferli vegna annars starfs á vegum sveitarfélagsins.

    Byggðarráð leggur til að samþykkja ráðningarsamninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Fulltrúi D lista gerir ekki athugasemdir við ráðningu starfsmannsins en vill taka fram að eðlilegra hefði verið að vinna samkvæmt reglum opinberrar stjórnsýslu og ganga frá ráðningu í kjölfar auglýsingar eftir starfsmanni í verkefnið, því um nýtt verkefni er að ræða. EÞI.

    Það er skilningur meirihluta byggðarráðs að með þessari tímabundnu ráðningu verkefnisstjóra sé ekki verið að brjóta reglur um opinbera stjórnsýsluhætti. EVG, VMÞ.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja ráðninguna.

    Samþykkt með sex atkvæðum. BG sat hjá.

    Bókun D-lista: Fulltrúar D-lista árétta að best hefði farið á því að auglýsa umrætt starf. Þá liggur ekki fyrir kostnaðarmat á umræddi starfi né heldur hefur verið gerður viðauki við fjárhagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir þessu tiltekna starfi. (IPG, EÞI, BG)

    Bókun Á-lista: Fulltrúar Á-lista taka undir bókun meirihluta byggðarráðs um að með þessari tímabundnu ráðningu verkefnisstjóra sé ekki verið að brjóta reglur um opinbera stjórnsýsluhætti. (EVG, MHG, ÞDÞ, VMÞ).
  • 7.7 2403053 Íbúafundur
    Byggðarráð Rangárþings ytra - 23 Byggðarráð leggur til að haldinn verði íbúafundur miðvikudaginn 15. maí, n.k. þar sem farið yrði yfir málefni sveitarfélagsins. Sveitarstjóra í samráði við oddvita meiri og minnihluta falið að vinna dagskrá fyrir fundinn.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að halda íbúafund eftir miðjan maí.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 23 Bókun fundar Lagt til að samþykkja bókun byggðarráðs um að vegna 40 ára afmælis sundlaugarinnar á Hellu verði lagðar kr. 1.000.000 í undirbúning vegna afmælisins. Kostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé sem viðauki við fjárhagsáætlun 2024. Sveitarstjóra falið að leggja fram formlegan viðauka á næsta fundi byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

8.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23

2403002F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti enda í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin leggur til að þau verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum enda í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin leggur til að þau verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd telur, í ljósi fyrirhugaðra áforma um uppbyggingu við Árbæjarveg og Þykkvabæjarveg, að umferðarhraði verði lækkaður úr 90 km/klst niður í 70 km/klst frá Suðurlandsvegi og fram yfir starfsemi veiðifélagsins við Þykkvabæjarveg annars vegar og hins vegar frá Suðurlandsvegi og fram yfir heimreiðina að Heiðarbrún. Afar erfitt hefur reynst að koma að nýjum tengingum við þessa vegi til að hægt verði að uppfylla þarfir rekstraraðila, lóðarhafa og sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að lækka umferðarhraða úr 90 km/klst í 70 km/klst á umrædddum vegaköflum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu stöðuleyfis fyrir viðkomandi sölubíla í Landmannalaugum.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • 8.5 2309004 Aldamótaskógur
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd tekur undir áhyggjur íbúa og hvetur viðkomandi aðila til að notast við aksturssvæðið við Gunnarsholtsveg. Nefndin hvetur umsjónarmenn til að viðhalda merkingum og beita sér fyrir því að sporna við vélhjólaumferð í Aldamótaskógi. Nefndin hvetur einnig akstursíþróttadeild UMF Heklu til að beita sér í málinu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að fyrirhuguð leiksvæði í Ölduhverfi ásamt opna svæðinu fyrir framan blokkina við Fossöldu verði sett í forgang til að koma til móts við að núverandi leiksvæði við Baugöldu verði gert að íbúðasvæði og þar með lagt niður. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    BG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun D-lista: Fulltrúar D-lista vilja árétta nauðsyn þess að nýr leikvöllur í Ölduhverfi verði að fullu fjármagnaður áður en til breytinga á núverandi leikvelli við Baugöldu kemur. (IPG, EÞI, BG)
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að samþykkt verði að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi í samræmi við framangreinda upptalningu. Breyta þarf núverandi Afþreyingar- og ferðamannasvæði AF5 í frístundasvæði F82 ásamt að breyta afmörkun, Frístundasvæði F43 færist til og breytist óverulega, Opin svæði OP1 breytist og stækkar og Verslunar- og þjónustusvæðið VÞ7 fær breytta lögun. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Nefndin telur ekki þörf á sérstakri kynningu lýsingar í ferli deiliskipulagsins en hvetur aðila til að nýta sér sameiginlega lýsingu skipulagsáforma fyrir bæði breytinguna á aðalskipulaginu og deiliskipulagsins ef tilefni fæst til þess. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að samþykkt verði að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði skilgreint sem íbúðasvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi dags. 3.3.2015 og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma eigenda. Núverandi lóðir eru á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 en vegna ákvæðis um stærðir lóðir og þéttleika þyrfti að skilgreina svæðið sem íbúðasvæði.
    Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir sínar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í íbúðasvæði.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin tekur einnig jákvætt í breytingu á heiti landsins í Kotsholt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Eitt af hlutverkum Skipulags- og umferðarnefndar samkvæmt erindisbréfi er að "hafa eftirlit með að stefna sveitarstjórnar á hverjum tíma sé haldin". Nefndin telur að ekki sé búið að gera nægilega grein fyrir mati á hagrænum áhrifaþáttum vindorkuversins við Vaðöldu og að slíkt mat eigi að fara fram sem allra fyrst. Nefndin felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að setja saman drög að matsspurningum sem lagðar verði fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir ábendingar Skipulagsstofnunar og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra á fullnægjandi hátt í meðfylgjandi greinargerð tillögunnar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Að öðru leyti vísar nefndin í afgreiðslu á erindi nr. 13 hér á undan. Bókun fundar Sveitarstjórn hefur farið yfir ábendingar Skipulagsstofnunar og telur að tekið hafi verið tillit til þeirra á fullnægjandi hátt í meðfylgjandi greinargerð tillögunnar. Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur til hún verði kynnt áður í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis í heildina séð.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt öllum viðkomandi lóðarhöfum.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er gerð breyting á skilmálum viðkomandi deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þess efnis.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

    MHG víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er gerð breyting á skilmálum viðkomandi deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þess efnis.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er gerð breyting á skilmálum viðkomandi deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þess efnis.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem ekki er gerð breyting á skilmálum viðkomandi deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda þess efnis.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um ábendingar Skipulagsstofnunar og telur að búið sé að bregðast við þeim á fullnægjandi hátt í meðfylgjandi greinargerð. Nefndin leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu samhliða viðbrögðum við fyrirliggjandi breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Að öðru leyti vísar nefndin í afgreiðslu á erindi nr. 13 hér á undan. Bókun fundar Sveitarstjórn hefur fjallað um ábendingar Skipulagsstofnunar og telur að búið sé að bregðast við þeim á fullnægjandi hátt í meðfylgjandi greinargerð. Sveitarstjórn leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu samhliða viðbrögðum við fyrirliggjandi breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar og leggur jafnframt til að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem tillagan gæti varðað hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins telur nefndin að auglýsing skuli birt í blaði sem dreift er á landsvísu ásamt birtingu á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um jarðtæknirannsóknir í tengslum við fyrirhugað Vaðölduver. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 4. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um endurnýjun stofnlagna hitaveitu og raflagna. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 23 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram lögð áform hafi ekki áhrif á uppbyggingu fyrirhugaðs vindlundar við Vaðöldu, sem kominn er í lokaferli skipulags. Nefndin vill árétta að í skipulagsáætlunum fyrir Vaðölduver er reiknað með áningarstað, göngustígum og útssýnisskífu innan vindlundarins. Nefndin vekur jafnframt athygli á að fyrirhugað Afþreyingar- og ferðamannasvæði er á skilgreindu iðnaðarsvæði I18 skv. greinargerð og jafnframt innan þjóðlendu og þarf því aðkomu Forsætisráðuneytisins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

9.Oddi bs - 21

2403003F

Lagt fram til kynningar.

10.Oddi bs - 22

2403010F

Lagt fram til kynningar
  • Oddi bs - 22 Lagður fram og kynntur Ársreikningur 2023 fyrir byggðasamlagið Odda bs.

    Rekstrartekjur byggðasamlagsins námu 1.507,9 millj. kr. á árinu 2023 og hækkuðu um 202.5 millj. kr. milli ára eða um 13,5%. Námu laun byggðasamlagsins 833,4 millj. kr. (2022; 733,2 millj. kr.), og launatengd gjöld námu 199,6 millj. kr. (2022; 174,8 millj. kr.). Launakostnaður jókst á milli ára um 14% sem skýrist að mestu af kjarasamningsbundnum hækkunum.
    Rekstrarkostnaði byggðarsamlagsins er skipt milli aðildarsveitarfélaganna miðað við nemendafjölda. Auk þess greiða sveitarfélögin fæðisgjöld í mötuneyti fyrir grunnskólabörn.

    Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.
    Bókun fundar Lagt til að ársreikningur Odda bs. fyrir árið 2023 verði staðfestur fyrir okkar leyti.

    Samþykkt samhljóða.
  • Oddi bs - 22 Lögð fram og rædd tillaga að breytingum á gjaldskrá fyrir Odda bs fyrir árið 2024 í kjölfar kjarasamninga á almennum markaði og stefnuyfirlýsingar ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillaga að breytingu á gjaldskrá sem tekin var 1. nóvember 2023 gerir ráð fyrir að fæðisgjöld hækki um 3,5% í stað 8%, dagvistargjöld í leikskóla hækki um 3,5% í stað 10% og gjöld fyrir skóladagheimili hækki um 3,5% í stað 9,8%. Lagt til að gjald fyrir hverjar 15 mín umfram 8 klst. vistun verði óbreytt frá upphaflegri gjaldskrá 2024.

    Breytingar á gjaldskráninni taki gildi frá og með 1. júlí 2024.

    Breytingar á gjaldskrá samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að breytingar á gjaldskrá Odda bs. fyrir árið 2024 verði samþykktar fyrir okkar leyti.

    Samþykkt samhljóða.

11.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7

2404001F

Lagt fram til kynningar
  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 7 Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. að viðbættri skýringu fyrir árið 2023. Rekstrarniðurstaða veitunnar var jákvæð um 11,6 milljónir.
    Fjárfesting ársins var 61,2 milljónir nettó.

    Ársreikningur 2023 var borinn undir atkvæði til samþykktar og var samþykktur samhljóða og áritaður.
    Bókun fundar Lagt til að ársreikningur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. fyrir árið 2023 verði staðfestur fyrir okkar leyti..

    Samþykkt samhljóða.

12.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 12

2403005F

Lögð fram til kynningar.

13.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 13

2404015F

Lögð fram til kynningar.

14.Byggðarráð - vinnufundur - 19

2403004F

Lögð fram til kynningar.

15.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs

2401062

Liður 4, gjaldskrá Bergrisans bs. þarfnast afgreiðslu.
Lagt til að tillaga að gjaldskrá Bergrisans bs. verði samþykkt fyrir okkar leyti en að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

BG tóku til máls

Samþykkt samhljóða.

16.Fundargerðir 2024 - stjórn Félags- og skólaþj. Rangárv. og V-Skaft.

2401042

Fundargerð 80. fundar stjórnar. Liður 1. ársreikningur tekin sérstaklega fyrir.
Lagt til að ársreikningur Félags- og skólaþjónustu FRVS bs. verði staðfestur fyrir okkar leyti. Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samljóða.

17.Byggðarráð Rangárþings ytra - 24

2403007F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.

18.Ársreikningur 2023 Rangárþing ytra

2404103

Fyrri umræða.
Lagt til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

19.Erindi frá D-lista, Landmannalaugar

2403023

Svar við fyrirspurn.
Lagt fram til kynningar.

IPG tók til máls.

20.Erindi frá D-lista, þróun starfsmannamála

2403021

Svar við fyrirspurn.
Lagt fram til kynningar.

IPG, EÞI og JGV tóku til máls.

21.Erindi frá D-lista, persónuverndarfulltrúi

2403025

Svar við fyrirspurn.
Lagt fram til kynningar.

IPG tók til máls.

22.Ársreikningur 2023 - Samtök orkusveitarfélaga

2403087

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?