235. fundur 08. apríl 2024 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Einar Bárðarson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Stjórnarformaður óskaði eftir því að taka inn eitt mál fræðsluferð til Danmerkur sem yrði liður nr. 5 og aðrir dagskrárliðir tæku breytingum í samræmi við það.

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 1.

1.Ársreikningur 2023

2404113

Ársreikningur 2023 lagður fram.
Ársreikningur 2023 lagður fram og kynntur af Klöru Viðarsdóttur.

Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri 2024

2402060

Farið yfir ýmis rekstrarmál
Einar Bárðarson framkvæmdastjóri fór yfir rekstrarmál samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði. Reksturinn er í jafnvægi en umsvif á Strönd eru að aukast miðað við sama tímabil árið 2023.

3.Sorpbrennslustöð - Sorporka ehf.

2312018

Lögð fram viljayfirlýsing
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um samstarf milli Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s og Sorporku ehf. um að koma upp 1MW sorporkustöð í gámum á athafnasvæði Sorpstöðvarinnar á Strönd.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að taka saman áætlaðan kostnað Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. við að uppfylla sinn þátt í undirbúningi, uppsetningu og rekstri á sorpbrennslustöðinni sem fram kemur í viljayfirlýsingunni og leggja fram á næsta fundi stjórnar. Þá er framkvæmdastjóra jafnframt falið að láta lögmann rýna efni viljayfirlýsingarinnar.

4.Pappírspokar - lífrænn heimilisúrgangur

2402057

Upplýsingar um kostnað vegna innleiðingar bréfpoka
Stjórn samþykkir að leggja allt að 1,2 m.kr í kaup á pappírspokum fyrir lífrænan úrgang í innleiðingarferli á pokunum. Íbúum verði kynnt hvar þeir geta nálgast poka gjaldfrjálst á meðan á innleiðingu stendur og framkvæmdastjóra falið að eiga í viðræðum við söluaðila í Rangárvallasýslu að taka pappírspoka í sölu í stað maíspoka.

5.Fræðsluferð til Danmerku

2404124

Lögð fram dagskrá á fræðsluferð til Danmerkur um úrgangsmál 22.-26. apríl nk.

Stjórn samþykkir að gefa framkvæmdastjóra kost á að fara í fræðsluferðina f.h. SOR.

6.Eftirlit á Strönd - Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.

2402018

Upplýsingar um eftirlit Umhverfisstofnunar
Eftirlitsskýrsla frá Umhverfisstofnun og úrbótaáætlun lögð fram til kynningar og framkvæmdastjóri upplýsir að unnið sé að úrbótum samkvæmt úrbótaáætluninni með beinum úrbótum og breyttu verklagi.

7.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands 2024

2404105

Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?