24. fundur 30. apríl 2024 kl. 08:15 - 10:10 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Leikskólastjórar sitja fundinn undir liðum 2-6.

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2024

2402043

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstur byggðasamlagsins janúar-mars 2024.

2.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2401049

Á fundinn mæta Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi og Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og fara yfir stöðu mála í sínum skólum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

3.Þróun leikskólastarfs

2403081

Lögð fram drög að verklýsingu vegna stofnunar starfshóps um þróun leikskólastarfs.

Stjórn Odda bs. leggur til að hópinn skipi 9 fulltrúar, einn úr hverjum leikskóla úr hópi foreldra og starfsfólks, leikskólastjórar og þrír fulltrúar úr stjórn Odda bs. Fulltrúar Odda bs verði þau Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Ingvar P. Guðbjörnsson og Ísleifur Jónasson og til vara Eggert Valur Guðmundsson, Eydís Þ. Indriðardóttir og Nanna Jónsdóttir. Óskað er eftir að foreldraráð og starfsmenn tilnefni fulltrúa sína og leikskólastjórum falið að skila inn upplýsingum um fulltrúa foreldra og starfsfólks.

Samþykkt samhljóða.

4.Aðstoðarleikskólastjóri. Ráðning í 50% starfshlutfall

2404135

Lagt fram minnisblað leikskólastjóra Leikskólans á Laugalandi varðandi beiðni um varanlega ráðningu aðstoðarleikskólastjóra í hálft starf.

Stjórn Odda samþykkir beiðnina.

5.Skóladagtöl 2024-2025

2404115

Lögð fram drög að skóladagatölum 2024-2025 fyrir skóla Odda bs.

Leikskólastjórar fóru yfir skóladagatöl leikskólanna. Skóladagatöl grunnskólanna lögð fram til kynningar.

6.Fræðsludagur 2024

2404117

Lögð fram tillaga um að haldinn verði sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk Odda bs og annað starfsfólk sveitarfélaganna mánudaginn 19. ágúst n.k. eftir hádegi. Lagt til að gera ráð fyrir hálfum starfsdegi í þetta verkefni.

Stjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

7.Vorfundur Odda bs.

2404116

Lagt til að vorfundur Odda bs. verði haldinn mánudaginn 27. maí nk. kl. 16:00 í Laugum fundarsal í Miðjunni á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

8.Skólaþjónustan

2404154

Lögð fram bókun sveitarstjórnar Ásahepps varðandi þjónustu Skólaþjónustunnar.

Stjórn Odda bs. samþykkir senda Skólaþjónustunni skýrslu um mat á grunnskólastarfi Odda bs. Jafnframt óskar stjórn eftir því að Skólaþjónustan bregðist við þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni sem snúa að starfsemi skólaþjónustunnar og kynni starfsemi skólaþjónustnnar á vorfundi Odda bs.

9.Þróun grunnskólastarfs. Úttekt

2311033

Lögð fram drög að áherslupunktum grunnskólanna í kjölfar skýrslu um mat á starfi skólanna. Lagt til að á vorfundi Odda bs. verði skýrslan kynnt sem og drög að tímasettum aðgerðaráætlunum skólanna sem tækju mið af ábendingum skýrslunnar.

10.Námsleyfasjóður gunnskóla. Úthlurun.

2403088

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?