8. fundur 11. apríl 2024 kl. 08:30 - 10:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir formaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Helga Björg Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Birgir Teitsson mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.

1.Húsrýmisáætlun-Frumdrög

2310065

Birgir Teitsson kynnir afrakstur vinnu við undirbúning nýrra frumdraga húsnæðismála Grunn- og Leikskóla á Laugalandi.
Birgir Teitsson kynnti vinnu sem þau Eyrún Stefánsdóttir hafa unnið með stjórnendum skóla og leikskóla varðandi nýtingu húsnæðis ásamt að áætla stækkun sem ætlað er að þurfi til að skóla- og leikskólastarf geti þróast til framtíðar.
Kallar þetta á tilfærslu á þjónustu sem nú er til staðar í húsnæði og framkvæmdir til að bæta við einni deild á Leikskólanum Laugalandi og til að bæta við kennslurými fyrir Grunnskólann Laugalandi. Lagt er til að farið verði í nauðsynlegan undirbúning og framkvæmdir til að skóla- og leikskólastarf megi vera með eðlilegum hætti næsta haust. Lagt er upp með að nýta bókasafnsrými fyrir kennslurými. Skrifstofuaðstaða Ásahrepps undir nýja deild leikskóla. Jafnframt verður unnið að breytingu á skólastjórabústað svo hann nýtist sem skrifstofu og fundaraðstaða. Einnig skal aðlaga efstu hæð gömlu skólabyggingar að skólastarfi. Sveitarstjórum er falið að ræða við FSRE um eignarhald þeirra eigna sem ekki er komið í eigu Húsakynna.
Fostöðumanni Eigna- og framkvæmdasviðs er falið að halda áfram undirbúningsvinnu með áætlun um tímalínu og kostnað á annarsvegar 1. áfanga ásamt heildarverkefni. Stefnt er að því að halda kynningarfund fyrir íbúa þegar þessari vinnu er lokið.

Samþykkt samhljóða.
Klara Viðarsdóttir kom á fundinn og kynnti ársreikn.

2.Ársreikningur Húsakynna 2023

2404119

Ársreikningur Húsakynna lagður fram til staðfestingar.
Kynntur var endurskoðaður ársreikningur Húsakynna bs. fyrir árið 2023.
Fjárfesting ársins var um 4,8 mkr.

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?