25. fundur 24. apríl 2024 kl. 08:15 - 10:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Guðni Ágústsson
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 1-4.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2024

2401011

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-mars. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2404136

Viðauki 1
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór fjármálastjóri yfir breytingarnar.

Viðauki 1 gerir ráð fyrir lækkun rekstrarniðurstöðu um 1 millj. vegna kostnaðar við rekstur íþróttamiðstöðvar Samtals áhrif til lækkunar á handbæru fé um 1 millj.

Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

3.Ársreikningur 2023. Rangárljós

2404146

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri fór yfir niðurstöðu ársreiknings Rangárljóss fyrir árið 2023. Rekstrartekjur Rangárljóss námu 20,3 millj. kr. á árinu 2023 og hækkuðu um 3,9 millj. kr. milli ára og hagnaður félagsins á árinu 2023 nam 5,8 millj. kr. Eigið fé félagsins í árslok var jákvætt um 158,7 millj. kr. að meðtöldu stofnfé Rangárljóss 142,6 millj.kr.

Byggðaráð leggur til að ársreikningurinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða og ársreikningur undirritaður af byggðarráði.

4.Rangárljós. Arðgreiðsla 2024

2404156

Byggðarráð leggur til að greiddur verði út kr. 5.000.000 arður úr Rangárljósum vegna ársins 2023.

Samþykkt samhljóða.

5.Staða lóðamála og úthlutanir

2210061

Á fundinn mættu Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi og Jón Ragnar Örlygsson, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa og fóru yfir stöðu þeirra íbúðarlóða/lóða sem er úthlutað en framkvæmdir ekki hafnar á Hellu.

Lagt fram til kynningar.

6.Nes land L164744. Ósk um kaup á viðbótarlandi og breytingu á landnotkun

2403082

Eigendur Ness lands L164744 óska eftir að fá að kaupa viðbótarland úr landi sveitarfélagsins, L164533 og jafnframt að gerðar verði breytingar á landnotkun í aðalskipulagi þar sem núverandi frístundasvæði verði að landbúnaðarsvæði fyrir lóð þeirra.

Byggðarráð leggur til að hafna erindinu varðandi kaup á landi í ljósi þess að viðkomandi land mun verða framtíðar þróunarsvæði fyrir þéttbýlið. Varðandi beiðni um aðalskipulagsbreytingu er henni vísað til skipulags- og umferðarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

7.Samningur um raforkukaup. Framlenging

2404153

Lögð fram drög að framlengingu á samningi um kaup á raforku milli sveitarfélagisns og Orkusölunnar til eins árs.

Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann. Jafnframt er lagt til að árið verði notað til að leyta tilboða um kaupa raforku fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða.

8.Myrkurgæði og vetrarferðaþjónusta - Erindi frá Lava Center og Midgard

2404100

Lagt fram erindi frá Lava Center og Midgard varðandi myrkugæði og ferðaþjónustu. Oddviti og sveitarstjóri gera grein fyrir fundi sem haldinn var um málið þann 17. apríl s.l.

Byggðarráð finnst hugmyndin áhugaverð og leggur áherslu á að sveitarfélagið stefni að því við næstu endurskoðun aðalskipulags verði hugað að ljósgæðastefnu og hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir sveitarfélagsins að huga að ljósgæðum og stýringum á lýsingu í sínu nærumhverfi.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

9.Aldamótaskógur. Erindi frá Skógræktarfélagi Rangæinga

2309004

Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagið Rangæinga um framkvæmdir og umgengni í Aldamótaskóginum.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar. Gert er ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun ársins til framkvæmda í Aldamótaskógi. Byggðarráð tekur undir áhyggjur stjórnar um umgengni í skóginum og felur forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs að skoða leiðir til að bregðast við í samráði við Skógræktarfélagið.

Samþykkt samhljóða.

10.Beitaranot á Geldingarlæk

2404125

Samþykkt samhljóða.
Lagt fram erindi frá bændum á Kaldbaki um hvort til standi að sveitarfélagið muni endurnýja samning við Land og Skóga um beitarafnot í girðinu á Geldingalæk.

Byggðarráð tekur jákvætt í að vera milligönguaðili um áframhaldandi afnot af landinu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram fram að næsta byggðarráðsfundi.

Afgreiðslu frestað.

11.Samningur um refaveiðar. Fyrrum Djúpárhreppur.

1905041

Framlenging
Byggðaráð leggur til að nýtt verði ákveði samningsins þannig að hann verði framlengdur um tvö ár og gildi að óbreyttu til 30. apríl 2025.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.Samningur um refaveiðar. Fyrrum Holta- og Landsveit.

1905040

Framlenging.
Byggðaráð leggur til að nýtt verði ákveði samningsins þannig að hann verði framlengdur um tvö ár og gildi að óbreyttu til 30. apríl 2025.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

13.Samningur um refaveiðar. Fyrrum Rangárvallarhreppur.

1905039

Framlenging
Byggðaráð leggur til að nýtt verði ákveði samningsins þannig að hann verði framlengdur um tvö ár og gildi að óbreyttu til 30. apríl 2025.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

14.Ósk um styrk vegna æfingarferðar

2403031

Sigríður Th. Kristinsdóttir og Jón Þorberg Steindórsson óska eftir styrk fyrir son sinn vegna þátttöku hans í æfingaferð með 3. flokki Selfoss í knattspyrnu sem fram fer á Spáni.

Byggðarráð leggur til að samþykktur verði styrkur kr. 45.000 í samræmi við reglur sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

15.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

2404144

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

16.Hugmyndagátt og ábendingar 2024

2401004

Eitt erindi hefur borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins varðandi umferð mótorhjóla í gegnum undirgöng undir þjóðveg 1 á Hellu.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendinguna. Undirgöngin eru skilgreind sem reið- og gönguleið í skipulagi og byggðarráð hvetur alla sem nýta þau til tillitssemi.

17.2024 málasafn - Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

2401005

Umsagnarbeiðnir frá Umhverfis- og samgöngunefnd um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi og frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku).
Byggðarráð leggur til að vísa umsögnunum til skipulags- og umferðarnefndar til skoðunar og eftir atvikum umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

18.Gaddstaðir lóð 13. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2404133

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Kristins Björns Sigfússonar, kt. 290983-3209 fyrir hönd Smálönd ehf., kt. 620324-1240 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "H" Frístundahús. á lóðinni Gaddstaðir lóð 13, L164610, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 08.04.2024.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

19.Unastaðir, Reynifell F-gata. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2404131

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ingu Friðný Sigurðardóttur, kt. 210771-3799 fyrir hönd Ingasól ehf., kt. 640222-1900 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "H" Frístundahús. á lóðinni Unastaðir, Reynifell F gata 2, L164842, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 08.04.2024.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

20.Ægissíða 1 lóð 7. Ugla gistihús. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2404149

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Guðnýjar Söring Sigurðardóttur, kt. 190764-3629 fyrir hönd Uglu gistihús um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" Minna gistiheimili. á lóðinni Ægissíðu 1, lóð 7, L218362, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 13.04.2024.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

IPG vék sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

21.Rangárstígur 7. Rangarfludir Riverside Cabin. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2403042

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Steinunnar Birnu Svavarsdóttur, kt. 050372-4649 fyrir hönd Þjótanda., kt. 500901-2410 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "H" Frístundahús á lóðinni Rangárstíg 7, L198030, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 14.03.2024.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

22.Hagi lóð lnr 165225 - ósk um nafnabreytingu

2404152

Eigandi lóðar og sumarhúss, fastanúmer 2197712,óskar eftir nafnabreytingu á lóðinni úr nafninu Hagi yfir í nafnið Lundur eða til vara nafnið Hagalundur.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við nafnabreytinguna Lundur.

Samþykkt samhljóða.

23.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 9

2402004F

  • Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 9 Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd hvetur íbúa og fyrirtæki til að huga að sínu nærumhverfi og fjarlægja stórt og smátt rusl og koma því í viðeigandi gáma á gámasvæðum eða Sorpstöðinni á Strönd. Stóri plokkdagurinn er góð áminning til allra um að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og sinna því af nærgætni. Bókun fundar Byggðarráð hvetur alla til að taka þátt í Stóra plokkdeginum þann 28. apríl n.k. og felur markaðs- og kynningarfulltrúa að útfæra og kynna daginn í samráði við þjónustumiðstöðina og Sorpstöð Rangárvallarsýslu.

24.Akall eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga

2403059

Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

25.Aðalfundur Landskerfið bókasafna hf 2024

2404151

Fundarboð á aðalfund 7.maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?