9. fundur 05. janúar 2017 kl. 09:30 - 11:30 í fundarsal Landmótunar, Hamraborg 12, Kópavogi
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson
  • Ólafur A. Jónsson
  • Ólafur Örn Haraldsson
  • Stefán Thors
  • Kristinn Guðnason
  • Magnús H. Jóhannsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
  • Aðalheiður E. Kristjánsdóttir
  • Anna Sigríður Jóhannsdóttir
  • Áslaug Traustadóttir
  • Margrét Ólafsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Lýsing hefur verið kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að deiliskipulagi lögð fram til umfjöllunar.
Farið var yfir framlögð drög að tillögu að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar. Ráðgjafar skýrðu áherslur á uppdrætti.
Farið var yfir atriði eins og vatnsöflun og orkumál ásamt því að efnistaka og uppfyllingar komu til umræðu.
Næstu skref: Ráðgjafar munu bæta inn þeim atriðum sem þarf til fullnustu tillögunnar. Tillaga að deiliskipulagi verður send skipulagsfulltrúa fyrir næsta fund skipulagsnefndar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?