8. fundur 17. október 2016 kl. 10:00 - 13:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson
  • Anna G. Sverrisdóttir
  • Ólafur A. Jónsson
  • Ólafur Örn Haraldsson
  • Stefán Thors
  • Kristinn Guðnason
  • Magnús H. Jóhannsson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Gísli Gíslason
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
  • Aðalheiður E. Kristjánsdóttir
  • Anna Sigríður Jóhannsdóttir
  • Áslaug Traustadóttir
  • Margrét Ólafsdóttir
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Landmannalaugar, deiliskipulag

1310038

Rangárþing ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Lýsing hefur verið kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Skipulagsstofnun með bréfi dags. 28.7.2016

Vegagerðinni með tölvupósti dags. 11.8.2016

Umhverfisstofnun með bréfi dags. 16.8.2016

Ferðafélagi Íslands með bréfi dags. 18.8.2016

Veðurstofu Íslands með bréfi dags. 23.8.2016
Fjallað var um allar framkomnar athugasemdir. Athugasemdum og svörum við þeim er vísað til skipulagsnefndar Rangárþings ytra ásamt því að tekin eru tillit til ýmissa atriða og ábendinga við áframhaldandi gerð tillögunnar.

2.Landmannalaugar, Uppbygging grunnaðstöðu

1512019

Rangárþing ytra vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Leggja þarf áherslu á uppbyggingu grunnaðstöðu og liggja þegar fyrir ákveðnar línur í þeim efnum. Farið yfir fram komnar áherslur. Forgangsröðun framkvæmda.
Stýrihópurinn leggur til að sótt verði um styrk til framkvæmda við 1. áfanga. Fulltrúar Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins munu leggjast yfir styrkumsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?