1.Breytingar á jarðalögum 2021
2105044
Fyrirhugaðar eru breytingar á jarðalögum nr. 81/2004. Lagt er fram umburðarbréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem tekur á helstu breytingum.
Lagt fram til kynningar.
2.Selalækur 2. Landskipti Lundarskarð
2105038
Eigendur Selalækjar 2 óska eftir að skipta úr jörð sinni, 9236.4 m2 lóð. Lóðin fengi heitið Lundarskarð og landeignanúmerið L231787. Uppdráttur frá Eflu dags. 14.4.2021. Aðkoma að lóðinni er sýnd á deiliskipulagi fyrir lóðina.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.
3.Bjálmholt. Staðfesting útmarka og samruni
2106004
Eigandi Bjálmholts L165072 leggur fram uppdrátt til staðfestingar á afmörkun jarðar sinnar. Stærð mælist 226,5 ha. Að auki er óskað eftir að spildan Bjálmholt 3, L223897, renni saman við Bjálmholt L165072. Eftir samruna verði stærð Bjálmholts L165072 230,0 ha samkvæmt uppdráttum frá Landnotum dags. 26.5.2021.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
4.Stóru-Vellir landskipti vestan Minnivallalækjar Einarsvellir
2106015
Eigendur Stóru-Valla L165011 óska eftir að staðfest verði og leiðrétt afmörkun lóðanna Stóru-Vellir lóð L194567 um 3,6 ha og Stóru-Vellir land L178740 um 0,5 ha í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt frá Landnotum dags. 1.6.2021. Jafnframt verði skipt út tveimur spildum úr landi Stóru-Valla, samanlögð stærð um 3,3 ha. Áformað er að þær spildur sameinist L194567 sem verði 6,9 ha eftir samruna. Heitið Einars-vellir verði heiti sameinaðrar lóðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.
5.Heiði L164503. Landskipti
2106005
Eigendur Heiðar, L164503, óska eftir landskiptum úr jörð sinni. Skipt er út 245,4 ha sem fengi landeignanúmerið Lxxxxxx og heitið Heiði B samkvæmt uppdrætti frá Landnotum dags. 31.5.2021. Heiði L164503 verði 35,3 ha eftir skiptin. Áform liggja fyrir um að útskipt land sameinist Heiðarbakka L164504 og taki jafnframt heiti þess.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.
6.Stóru-Vellir landskipti Hólalundur
2103012
Eigendur Stóru-Valla óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni nýrri spildu skv. uppdrætti frá Landnot dags. 27.5.2021. Spildan á að heita Hólalundur og verður um 26 ha að stærð. Landeignanúmerið Lxxxxxx.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.
7.Stóru Vellir landskipti Tjarnarlundur.
2009003
Þorgils Torfi Jónsson, fh. BVH ehf, óskar eftir að fá að skipta úr jörð félagsins, 40854 m2 spildu. Spildan fengi heitið Tjarnarlundur og landeignanúmerið L231865, skv. uppdrætti frá Landnotum ehf, dags. 31.5.2021. Áform eru uppi um að ný spilda sameinist L194568 eftir stofnun hennar, haldi heitinu Tjarnarlundur og verði 11,5 ha eftir sameiningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.
8.Hallstún L190888. Deiliskipulag
2106020
Einar Ragnarsson fyrir hönd Fasteignafélagsins Arnars ehf óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af átta lóðum úr landi Hallstúns, L190888 í samræmi við framlögð gögn frá Landformi dags. 26.5.2021. Um frístundasvæði F27 er að ræða í aðalskipulagi og er heimild til uppbyggingar á 10 lóðum skv. greinargerð aðalskipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Hvammsvirkjun, deiliskipulag
2012022
Deiliskipulag vegna Hvammsvirkjunar tekur til tveggja sveitarfélaga, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m.y.s. og um 4 km² að stærð. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga frá og með 17.3.2021 til og með 30.4.2021. Athugasemdir sem bárust á kynningartíma tillögunnar eru hér einnig lagðar fram til umfjöllunar.
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra hefur farið yfir allar fram komnar athugasemdir og umsagnir sem borist hafa við auglýsingu tillögunnar. Nefndin telur að öllum efnislegum erindum sé svarað að fullu og sé í samræmi við meðfylgjandi samantekt athugasemda og umsagna ásamt greinargerð frá Eflu Verkfræðistofu dags. 10.12.2020 m.br. 31.5.2021. Nefndin telur að tillagan hafi verið uppfærð að teknu tilliti til framkominna athugasemda.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur því til að tillagan verði samþykkt og að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur því til að tillagan verði samþykkt og að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Hella, atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar
2002011
Lagðar eru fram hugmyndir fyrir gerð deiliskipulags fyrir atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar á Hellu. Um er að ræða svæði austast í þéttbýlinu, verslunar- og þjónustusvæðið VÞ20, athafnasvæðið AT4 og iðnaðarsvæðið I26. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar og gerð grein fyrir götum, bílastæðum, frágangi á lóðamörkum o.fl.
Skipulagsnefnd líst vel á fram komnar hugmyndir og telur að vel sé gerð grein fyrir afmörkun og legu lóða og gatnakerfis á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.Geitamelur o.fl. Deiliskipulag
2008025
Lóðarhafar að lóðunum Gunnarsholti landi L187434 og Geitamel L164498 hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi. Á lóð L187434 eru gerðir tveir byggingarreitir. Gert verði ráð fyrir aðstöðuhúsum, einu húsi á hvorum byggigarreit. Umsókn frá Einrúm ehf, uppdráttur dags. 18.8.2020. Tillagan var auglýst frá og með 21.4.2021 til og með 2.6.2021. Athugasemdir bárust frá Landgræðslunni, sem eiganda lands, þar sem gerð er athugasemd við að fram lögð áform séu ekki í samræmi við gildandi lóðarleigusamning.
Erindinu frestað þar til samkomulag liggur fyrir við eiganda lands.
12.Eystri-Kirkjubær. Deiliskipulag
2104007
Landeigandi Eystri-Kirkjubæjar hefur lagt fram deiliskipulag af svæði úr jörð sinni. Gert er ráð fyrir 4 nýjum lóðum, þar af einni þar sem íbúðarhús jarðarinnar stendur. Skilgreind verður lóð undir annað íbúðarhús auk lóðar undir gestahús og reiðskemmu. Tillagan var auglýst frá og með 21.4.2021 til og með 2.6.2021.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.Öldur 3. Deiliskipulag. Lóð bætt við Skyggnisöldu
2104019
Rangárþing ytra hefur samþykkt að bætt verði við lóð undir parhús við Skyggnisöldu 8 á Hellu. Samhliða er færsla á göngustíg og reiðleið felld niður. Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Greinargerð og uppdráttur frá Eflu dags. 7.4.2021. Gildandi deiliskipulag er frá maí 2018. Tillagan var auglýst frá og með 21.4.2021 til og með 2.6.2021.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.Jarlsstaðir. Deiliskipulag frístundasvæðis
2002008
Landeigendur hafa lagt fram deiliskipulag af ca. 50 ha svæði undir frístundabyggð fyrir um 35 lóðir. Gerðar hafa verið breytingar á afmörkun núverandi frístundasvæðis F74 í aðalskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir rúmum lóðum sem heimilt væri að byggja sumarhús og gestahús / geymslu á hverri lóð. Eftir auglýsingu tillögunnar barst athugasemd frá Skipulagsstofnun um efnisleg atriði greinargerðar sem þarf að lagfæra. Lögð er fram endurbætt tillaga frá ARKÍS dags. 7.2.2020 br. síðast 18.5.2021.
Skipulagsnefnd telur að tillagan hafi verið uppfærð m.t.t. framkominna athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir því tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.Árbæjarhellir 2 og Ægissíða - Heiðarbrún. Breyting á landnotkun
2106014
Rangárþing ytra hefur samþykkt að gerðar verði breytingar á landnotkun tveggja svæða vestan Ytri-Rangár. Annars vegar nokkurra Ægissíðulóða frá Árbyrgi/Bjargi til og með Heiðarbrún þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að íbúðasvæði og hins vegar Árbæjarhelli 2 þar sem núverandi frístundasvæði verði gert að íbúðasvæði. Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 3.6.2021.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Öllum þinglýstum eigendum viðkomandi lóða verði jafnframt send lýsingin til umsagnar.
16.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið
1903030
Svæðisskipulag Suðurhálendis 2020-2032.
Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 25. maí 2021.
Lögð er fram lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 25. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:30.