1.Hagi lóð 198458, Geislastaðir, beiðni um landskipti
1603060
Sólveig Ólafsdóttir og Grétar J. Sigvaldason óska eftir umsögn sveitarstjórnar vegna landskipta. Sameiginleg spilda þeirra úr landi Haga mun skiptast í tvær spildur, 48,5 ha, sem fær landnr. 224166 og 73,5 ha sem heldur upprunalandnúmerinu 198458. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem landamörk, staðfest af þinglýstum eiegendum nærliggjandi lóða. Auk þess fylgir dómur hæstaréttar nr. 760/2014 vegna Hólavegar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhuguð landskipti en vekur athygli á að ágreiningur er á milli eigenda lóðarinnar Burstabrekku, landnr. 165224 og aðila landskiptanna um afmörkun lóðarinnar. Lóðin er innan upprunalandsins ásamt aðkomuvegi. Því tekur nefndin ekki afstöðu til ytri afmörkunar þeirrar lóðar né til eignarhalds á aðkomuvegi í tengslum við þessi landskipti.
Gísli Gíslason ráðgjafi frá Steinsholti sf fer yfir áhersluatriði lýsingarinnar.
2.Endurskoðun aðalskipulags.
1305001
Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022. Lögð fram lýsing skipulagsáætlunar.
Farið var yfir efni og áherslur lýsingarinnar. Gísli Gíslason ráðgjafi mun uppfæra lýsinguna í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gísli yfirgefur fundinn.
3.Minnkun vatnsverndarsvæðis við Keldur á Rangárvöllum.
1309029
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur að beiðni Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkt að gerðar verði breytingar á vatnsverndarsvæði ofan við Keldur á Rangárvöllum. Tillagan var auglýst frá 13. febrúar til og með 31. mars. Athugasemdir bárust frá Rangárþingi eystra vegna tengsla vatnsverndar við aðliggjandi vatnsból þeirra og frá Landgræðslu ríkisins þar sem mótmælt er fyrirhuguðum breytingum á grunni þess að ekki liggi fyrir nægilegar ástæður til minnkunar á vatnsvernd að mati stofnunarinnar og að svo virðist sem ekki séu fyrir hendi sérstakir hagsmunir því til grundvallar.
Skipulagsnefnd leggur til að afgreiðslu verði frestað að sinni eða þar til álit ÍSOR fyrir Rangárþing eystra liggur fyrir.
4.Skipulag sunnan Suðurlandsvegar
1601002
Sveitarstjórn vinnur að gerð skipulags fyrir svæðið sunnan Suðurlandsvegar austan Gaddstaðavegar að Aldamótaskógi. Lýsing var kynnt frá 17.3.2016 til og með 23.3.2016. Athugasemdir um efni lýsingarinnar barst frá Skipulagsstofnun. Ekki bárust aðrar athugasemdir við lýsinguna.
Farið var yfir efni og áherslur í lýsingu. Athugasemdir Skipulagsstofnunar ræddar og metnar. Skipulagsnefnd telur að búið sé að koma til móts við allar athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur til að lagfærð lýsing verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Dvalarheimið Lundur deiliskipulag
1602048
Rangárþing ytra og stjórn Lundar dvalarheimilis hafa samþykkt að deiliskipulag við Lund verði tekið til endurskoðunar. Lögð er fram lýsing að skipulagsáætlun.
Farið var yfir efni og áherslur lýsingarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Jarlsstaðir, deiliskipulag fyrir alifuglahús
1510001
Tillaga að deiliskipulagi fyrir staðsetningu á alifuglahúsi í landi Jarlsstaða var auglýst frá 13. febrúar til og með 31. mars 2016. Samhliða auglýsingu var ákveðið að rannsaka áhrifasvæði vatnsverndarinnar og er beðið eftir niðurstöðum. Athugasemdir bárust frá eigendum frístundahúsa í landi Stóru-Valla þar sem samantekin rök eru þau að starfsemin samræmist ekki frístundabyggð á svæðinu og viðkvæmri náttúru. Einnig hafa borist mótmæli frá leigutökum í Minnivallalæk. Fyrirspurnir og ábendingar bárust frá nágrönnum og eigendum sumarhúsalóða í landi Stóru-valla.
Farið var yfir framkomnar athugasemdir og ábendingar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til niðurstaða liggur fyrir úr yfirstandandi rannsókn á vatnasviði svæðisins.
7.Nefsholt, deiliskipulag tjaldsvæðis
1510032
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Nefsholt, þar sem gert er ráð fyrir tjaldsvæði ásamt nokkrum gistiskálum til útleigu, var auglýst frá 13. febrúar til og með 31. mars.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
8.Beindalsholt, deiliskipulag
1511001
Sveitarstjórn ehfur auglýst tillögu að deiliskipulagi 1,8 ha svæðis úr landi Beindalsholts. Gert verði ráð fyrir fimm byggingareitum og verða tveir af þeim fyrir útihús og skemmur. Einn verði fyrir núverandi íbúðarhús og síðustu tveir fyrir smáhýsi/gestahús, allt að átta á öðrum og fjórum á hinum. Athugasemdir um birtingu auglýsingar í B-deild bárust frá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir Skipulagsstofnunar ræddar og yfirfarnar.
Skipulagsnefnd telur að áform landeigenda samræmist ákvæðum aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022 um heildarstærðir bygginga sem tengjast ferðamennsku á landbúnaðarsvæðum.
Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd telur að áform landeigenda samræmist ákvæðum aðalskipulags Rangárþings ytra 2010-2022 um heildarstærðir bygginga sem tengjast ferðamennsku á landbúnaðarsvæðum.
Skipulagsnefnd telur því að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
9.Deiliskipulag við grunnskólann á Hellu
1604001
Skipulagsnefnd leggur fram tillögu í samráði við stjórnanda grunnskólans á Hellu að umferðarskipulagi við grunnskólann og við íþróttamiðstöðina.
Skipulagsnefnd telur að tillaga C eigi að vera til hliðsjónar við gerð deiliskipulags af svæðinu. Skipulagsnefnd leggur því til að hafin verði vinna við deiliskipulag á grunnskóla- og íþróttasvæðinu á grundvelli tillögu C.
10.Snjallsteinshöfði 1d, deiliskipulag
1604017
Eigendur spildu nr. 1d úr landi Snjallsteinshöfða óska eftir heimild til að deiliskipuleggja land sitt. Á landinu er fyrirhugað að byggja allt að 300 m² íbúðarhús ásamt bílskúr, allt að 50 m² gestahús, allt að 35 m² geymslu og allt að 400 m² hesthús.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11.Nestún 3, Byggingarleyfi, stækkun og færsla á bílskúr
1603041
Karl Sigurðsson óskar eftir að fá að rífa núverandi bílgeymslu og byggja nýja aðeins innar á lóð sinni nr. 3 við Nestún.
Skipulagsnefnd leggur til að áform umsækjanda verði grenndarkynnt skv. gr. 5.9.2 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Nefndin telur hagsmunaaðila vera íbúar nærliggjandi lóða í götunni.
Nefndin telur hagsmunaaðila vera íbúar nærliggjandi lóða í götunni.
12.Sláturhúsið á Hellu, umsókn um stöðuleyfi fyrir brennara
1603049
Guðmar Jón Tómasson fyrir hönd Sláturhússins á Hellu hf Óskar eftir stöðuleyfi til að fá að setja niður 20 feta brennslugám við vesturhlið sláturhússins. Brennslan er hugsuð til eyðingar á áhættuvefjum.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og leggur til að tiltekinni starfsemi verði frekar fundinn staður á lóð sorpstöðvarinnar á Strönd, og sótt verði um byggingarleyfi í stað stöðuleyfis. Skipulagsfulltrúa verði falið að ræða við umsækjanda um framtíðarstaðsetningu umræddrar starfsemi.
13.Rammaáætlun 2013-2017
1604013
Hinn 25. mars 2013 skipaði umhverfisráðherra sex manna verkefnisstjórn sem vinna skyldi tillögu að nýrri verndar- og orkunýtingaáætlun (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) í samræmi við ákvæði laga nr. 48/2011.
Lögð eru fram drög að lokaskýrslu.
Lögð eru fram drög að lokaskýrslu.
Lagt fram til kynningar.
14.Friðland að fjallabaki
1510076
Umhverfisstofnun hefur birt drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun friðlands að Fjallabaki. Skýrslan lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:00.