1.Menningarstyrkur RY 2024 - seinni úthlutun
2407006
2.Skilti við nýja afleggjarann að Oddakirkju
2407042
Nýtt skilti vantar við nýja afleggjarann að Oddakirkju.
Tillaga lögð fram um að láta setja upp nýtt upplýsingaskilti. Hafa þarf samráð við sóknarnefnd Oddakirkju og Oddafélagið varðandi þeirra áform ef einhver eru. Hafa þarf Vegagerðina með í ráðum varðandi áform og leyfi.
Markaðs- og kynningafulltrúi hefur samband við aðilana sem um ræðir.
Samþykkt samhljóða
Tillaga lögð fram um að láta setja upp nýtt upplýsingaskilti. Hafa þarf samráð við sóknarnefnd Oddakirkju og Oddafélagið varðandi þeirra áform ef einhver eru. Hafa þarf Vegagerðina með í ráðum varðandi áform og leyfi.
Markaðs- og kynningafulltrúi hefur samband við aðilana sem um ræðir.
Samþykkt samhljóða
3.Töðugjöld 2024
2402068
Farið yfir skipulag Töðugjalda 2024.
Töðugjaldabæklingur kynntur fyrir nefndinni og hann samþykktur samhljóða til útgáfu.
Töðugjaldabæklingur kynntur fyrir nefndinni og hann samþykktur samhljóða til útgáfu.
4.Töðugjöld - litaskipting hverfa
2407043
Eftir ákall íbúa og samtal er lagt til að hverfið sem var búið að breyta í svart/hvítt haldi áfram að tilheyra græn/appelsínugula hverfinu hvað litina varðar og geti haldið áfram að nota sitt skraut að vild og nota sameiginlegt skraut hverfisins sem íbúar hafa sameinast um að kaupa og búa til í gegnum árin.
Öllum íbúum er þó auðvitað frjálst að skreyta með eigin nefi og ef einhver voru búin að safna svart/hvítu skrauti, eða langar að gera það, mun enginn úr stjórnsýslunni skipta sér af því eða setja sig upp á móti því.
Lagt er til að skipting hverfisins sem var gerð árið 2022 haldi sér þó hvað skipulag Töðugjalda varðar og hverfinu skipt upp í suður- og norðurhluta við Ártún.
Suðurhlutinn nær því yfir: Þrúðvang að Ártúni, Útskála, Laufskála, Leikskála, Hrafnskála og Hólavang.
Norðurhlutinn nær því yfir: Þrúðvang frá Ártúni, Ártún, Nestún, Seltún, Nes, Guðrúnartún, Bogatún, Öldutún og Helluvað.
Árið 2024 kemur norðurhluti hverfisins að skipulagi Töðugjalda.
Nefndin leggur til að fyrir næstu Töðugjöld verði kallað eftir nánara samtali við íbúa um skreytingar, skipulag og íbúaþáttöku í tengslum við Töðugjöld.
Samþykkt samhljóða
Öllum íbúum er þó auðvitað frjálst að skreyta með eigin nefi og ef einhver voru búin að safna svart/hvítu skrauti, eða langar að gera það, mun enginn úr stjórnsýslunni skipta sér af því eða setja sig upp á móti því.
Lagt er til að skipting hverfisins sem var gerð árið 2022 haldi sér þó hvað skipulag Töðugjalda varðar og hverfinu skipt upp í suður- og norðurhluta við Ártún.
Suðurhlutinn nær því yfir: Þrúðvang að Ártúni, Útskála, Laufskála, Leikskála, Hrafnskála og Hólavang.
Norðurhlutinn nær því yfir: Þrúðvang frá Ártúni, Ártún, Nestún, Seltún, Nes, Guðrúnartún, Bogatún, Öldutún og Helluvað.
Árið 2024 kemur norðurhluti hverfisins að skipulagi Töðugjalda.
Nefndin leggur til að fyrir næstu Töðugjöld verði kallað eftir nánara samtali við íbúa um skreytingar, skipulag og íbúaþáttöku í tengslum við Töðugjöld.
Samþykkt samhljóða
Fundi slitið - kl. 17:30.
Nefndin fór yfir umsóknirnar og hefur valið styrkþega. Nefndin mun senda umsækjendum svar þegar sveitarstjórn hefur fjallað um málið til staðfestingar 14. ágúst 2024.
Í kjölfarið verður tilkynnt opinberlega um styrkþega og styrkir verða svo afhentir formlega á Töðugjöldunum 17. ágúst 2024.
Þrjár umsóknanna falla undir verksvið heilsu-, íþrótta og tómstundanefndar og nefnd um heilsueflandi samfélag. Þessum umsóknum er vísað til afgreiðslu viðkomandi nefnda með hvatningu um að taka þau til umræðu og að stutt verði við málefnin.
Einni umsókn er vísað áfram til frekari úrvinnslu í tengslum við skiltamál í sveitarfélaginu. Nefndin mun hafa samband við umsóknaraðila um næstu skref.
Tveir nefndarmeðlimir, Berglind Kristinsdóttir og Sigríður Arndís Þórðardóttir, véku af fundi við afgreiðslu umsóknanna vegna hagsmunatengsla við umsækjendur.
Aðrar umsóknir teknar til afgreiðslu og ákvörðun tekin sem verður send sveitarstjórn til afgreiðslu. Ekki verður tilkynnt opinberlega um úthlutun fyrr en endanleg niðurstaða liggur fyrir.
Í ljósi mikillar fjölgunar styrkumsókna á þessu ári óskar nefndin eftir því að upphæð til úthlutunar verði að minnsta kosti tvöfölduð í næstu fjárhagsáætlun.
Styrkurinn verður afhentur formlega á Töðugjöldunum, 17. ágúst næstkomandi.