108. fundur 14. febrúar 2024 kl. 10:00 - 12:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Hólahraun 4, byggingarleyfi

1701031

Uppfærsla á skráningu. Búið er að byggja við húsið og liggja fyrir teikningar frá Helenu Óskarsdóttur arkitekt dags. 10.3.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Athugasemdir við yfirferð teikninga:
Bæta þarf við gólfniðurfalli og loftræsingu í salerni

2.Suðurlandsvegur 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2402021

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Olíuverzlunar Íslands ehf um leyfi til að byggja og staðsetja sjálfsafgreiðslustöð með fjórum eldsneytisdælum og fjórum rafhleðslustöðvum ásamt sérstæðu tæknirými. Að auki er gert ráð fyrir skilti við aðkomuna inná lóðina skv. uppdráttum frá ASK arkitektum, dags. 7.2.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Unnið er að skilgreiningu á afmörkun lóða á svæðinu.

3.Krókahraun 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2402083

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Aigars Ozers um leyfi til að byggja 2 sumarhús, gestahús og geymslu, á lóðinni Krókahrauni 4 skv. uppdráttum frá Eflu, dags. 28.2.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

4.Laugar 165061 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,

2403012

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Bleikju ehf um leyfi til breytinga á innra skipulagi eldishúss, mhl02, ásamt smávægilegum breytingum á útliti hússins skv. uppdráttum frá Arkþingi ehf, dags. 29.2.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?