Vínbúðin

Heimilisfang: Suðurlandsvegur 1-3

Vínbúð hefur verið á Hellu frá árinu 2007 og var þá hluti af 10-11 eða Kjarval. Þegar bygging Miðjunnar hófst 2010 var Vínbúðinni lokað og starfsemin sameinuð Hvolsvelli tímabundið en opnaði aftur í núverandi mynd 29. júní 2012. Sigríður M. Sigurðardóttir hefur verið verslunarstjóri frá árinu 2010 en í dag eru 2 starfsmenn í föstu starfi og svo 5-6 í hlutastarfi. Vínbúðin er í stærðarflokki K200 sem þýðir að á Hellu eru top 200 söluhæstu vörutegundirnar á landsvísu.

Vínbúðin á Hellu hefur fjórum sinnum verið valin sem Vínbúð ársins í flokki minni vínbúða, þar er fylgst með nokkrum atriðum og vega hátt spurningakannanir til viðskiptavina.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?