Skrifstofa Rangárþings ytra
Skrifstofa Rangárþings ytra skiptist í skrifstofu fjármála- og stjórnsýslusviðs og skrifstofu skipulags- og umhverfissviðs.
Á fjármála og stjórnsýslusviði eru unnin ýmis störf er snúa að rekstri sveitafélagsins og undirstofnana þess. Undirstofnanir sem skrifstofan annast eru: Byggðasamlagið Oddi bs., Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps bs, Húsakynni bs., Suðurlandsvegur 1-3 hf., Rangárljós, Tónlistarskóli Rangæinga bs, Sorpstöð Rangárvallasýslu bs og Félagsþjónusta Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu bs ásamt því að annast rekstur Lundartúns hses.
Helstu verkefni skrifstofunnar eru að annast bókhald, fjármál, launa- og mannauðsmál. Skrifstofan vinnur fjárhagsáætlanir fyrir sveitarfélagið og undirstofnanir þess ásamt því að undirbúa ársreikninga, annast álagningu og innheimtu fasteignagjalda ásamt útreikningum og innheimtu á öðrum þjónustutekjum sveitarfélagsins og stofnana. Skrifstofan sér um gerð leigusamninga og innheimtu leigutekna fyrir húsnæði í eigu sveitarfélagins og stofnana þess. Þá undirbýr skrifstofan og aðstoðar við framkvæmd funda sveitarstjórnar, nefnda og stjórna á vegum sveitarfélagsins og undirstofnana þess. Skrifstofan fylgir eftir ákvörðunum sveitarstjórnar og nefnda/stjórna og kemur til framkvæmda.
Skrifstofan móttekur erindi og afgreiðir eða kemur áfram til viðeigandi úrvinnsluaðila eftir því sem við á ásamt því að leiðbeina íbúum og öðrum sem til okkar leita.
Á skrifstofu Rangárþings ytra er haldið utanum heimasíðu sveitarfélagsins ásamt því að sjá um annað kynningarstarf og annast upptöku sveitarstjórnarfunda og annarra opinna funda á vegum sveitarfélagsins. Þá er útgáfa fréttabréfs og miðlun upplýsinga til nýbúa á vegum skrifstofunnar. Einnig fer þar fram skipulagning og umsjón með viðburðum á vegum sveitarfélagsins s.s. Töðugjalda.
Á skrifstofu fjármála- og stjórnsýslusviðs eru 7 starfsmenn í 6,5 stöðugildum.
Skrifstofa skipulags- og umhverfissviðs annast umsjón með bygginga- og skipulagsmálum í sveitarfélaginu og hefur umsjón með leyfisveitingum vegna bygginga og annarra framkvæmda, sér um skráningu fasteigna og eftirlit með nýbyggingum. Þá annast skrifstofan alla umsýslu skipulagsmála í sveitarfélaginu, eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og ráðgjöf og leiðbeiningar til þeirra sem þurfa á skipulagi að halda, ásamt því að viðhalda samskiptum við hinar ýmsu stofnanir sem tengdar eru byggingar- og skipulagsmálum. Skipulags- og byggingarfulltrúi undirbýr og situr fundi skipulagsnefndar.
Á skrifstofu skipulags- og umhverfissviðs eru nú starfandi 3 starfsmenn í 2,5 stöðugildum.
Skrifstofa Rangárþings ytra er í Miðjunni og er opin frá kl. 9 til 15 alla daga nema föstudaga en þá er opið frá kl. 9 til 13. Síminn er 488-7000 og netfangið okkar er ry@ry.is
Einnig bendum við á heimasíðu okkar, www.ry.is en þar má finna ýmsar upplýsingar um sveitarfélagið og þá þjónustu sem í boði er.