Auðkúla Dome Cafe

Heimilisfang: Auðkúla, 851 Hella
Fylgdu okkur:

ATH. LOKAÐ ER Í AUÐKÚLU EINS OG STENDUR

Kaffihús er rekið í Auðkúlu með léttum veitingum miðvikudag til sunnudags á sumrin frá kl. 10:00 – 17:00. Lokað á mánudögum og þriðjudögum.

Auðkúla er fallegt kúluhús sem skiptist í stóran suðrænan innigarð undir gleri með pálmum, kaktusum og mörgum tegundum af fágætum plöntum og hins vegar í íbúðarhús undir grasþaki. Arkitekt kúlunnar er hinn heimsþekkti Einar Þorsteinn Ásgeirsson, frumkvöðull í gerð kúluhúsa og brautryðjandi í rúmfræðirannskóknum og umhverfisvernd.

Töfraskógur umlykur Auðkúlu á meira en 6 ha landi með fjölda trjátegunda, mörgum sem óvíða eru að finna á Íslandi. Gerður Jónasdóttir sem byggði kúluna 1993 ræktaði upp skóginn, Gerðarmörk, af ótrúlegri framsýni og elju.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?