Íþróttahúsið á Hellu er eitt stærsta og glæsilegasta íþróttamannvirkið í Rangárvallasýslu. Íþróttahúsið var formlega tekið í notkun í nóvember 1999.
Húsið er um 1200 fm. að stærð, vel búið með löglegum völlum fyrir margar íþróttagreinar t.d. fyrir handbolta, körfubolta, innanhússknattspyrnu, blak, tennis og badminton.
Gólfið í húsinu er frá Krauss, mjög vandað og uppfyllir ströngustu kröfur, byggt upp á tvöfaldri trégrind með einangrun á milli, síðan tvöföld krossviðarklæðning, gúmmíundirlag og polyurethan yfirborð.
Íþróttahúsið hentar vel fyrir hvers konar innanhússboltagreinar, fimleika og skyldar greinar, skokk, þrekæfingar, almenningsíþróttir og frjálsar íþróttir. Hægt er að skipta salnum í tvo hluta.
Sími í íþróttamiðstöð: 488 7040
Umsjónarmaður gsm: 770 8281
Netfang íþróttamiðstöðvar: sport(hjá)ry.is
Skrifstofa Rangárþings ytra: 488 7000
Netfang á skrifstofu: ry(hjá)ry.is