Sérstaða Laugalandsskóla markast af staðsetningu skólans og því samfélagi
sem hann er hluti af en einnig þeim hefðum og venjum sem
skapast hafa innan skólans og móta áherslur í skólastarfi og
stefnumörkun af hálfu sveitarfélaganna sem að honum standa. Loks er
skólinn undir sama þaki og leikskólinn á staðnum og starfa skólarnir náið
saman.

Laugalandsskóli er ART votttaður skóli: ART aðferð sem byggir á félagsfærni, sjálfstjórn og siðferði og miðar að því að draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki, t.d. þeim sem greinst hafa með ýmis konar þroskaraskanir, ofvirkni og alvarlegar atferlistruflanir.

Skólastjóri: Jónas B. Magnússon
Netfang: laugholt@laugaland.is
Heimasíða: www.laugalandsskoli.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?