1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita
2401007
Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.
2.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings ytra. Endurskoðun
2409018
Ræddar tillögur starfshóps að breytingum á samþykktum sveitarfélagins.
Lagt til að vísa frekari útfærslum til byggðarráðs.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að vísa frekari útfærslum til byggðarráðs.
IPG tók til máls.
Samþykkt samhljóða.
3.Vaðölduver. Framkvæmdaleyfi vegna vindorkuvers við Vaðöldu
2408050
Lögð er fram umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi dags. 2. september 2024 fyrir framkvæmdum við vindorkuverið við Vaðöldu/Búrfellslundur.
Lögð er fram greinargerð leyfisveitanda (sveitarfélagsins) í samræmi við 3. mgr. 27. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmdaleyfi skuli veitt vegna vegagerðar innan marka framkvæmdasvæðis, eins og þeim er lýst í greinargerð með umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna byggingar vindorkuvers við Vaðöldu og til uppsetningar vinnubúða fyrir framkvæmdina sem staðsett er innan framkvæmdasvæðisins á afmörkuðu svæði samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Vinnubúðirnar verði tímabundin mannvirki sem verði tekin niður og fjarlægð í lok fyrirhugaðra heildarframkvæmda innan svæðisins. Fyrirhuguð framkvæmd er í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulags- og byggingafulltrúi hefur tekið saman greinargerð í samræmi við ákvæði 3. mgr. 27. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana, þar sem gerð er rökstudd grein fyrir samræmi við niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdarinnar. Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við framangreint.
Umsókn um útgáfu framkvæmdaleyfis til að reisa allt að 120 MW vindorkuver með allt að 30 vindmyllum, geymslusvæði, safnstöð og efnistöku er vísað til frekari meðferðar hjá skipulags- og umferðarnefnd og umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd.
Á síðari stigum þarf að sækja um frekari leyfi vegna uppbyggingar vindorkuversins, þ.á.m. efnistöku, gerð áningarstaðar og byggingar vindmylla og tengivirkis.
Samþykkt samhljóða.
Lögð er fram greinargerð leyfisveitanda (sveitarfélagsins) í samræmi við 3. mgr. 27. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmdaleyfi skuli veitt vegna vegagerðar innan marka framkvæmdasvæðis, eins og þeim er lýst í greinargerð með umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna byggingar vindorkuvers við Vaðöldu og til uppsetningar vinnubúða fyrir framkvæmdina sem staðsett er innan framkvæmdasvæðisins á afmörkuðu svæði samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Vinnubúðirnar verði tímabundin mannvirki sem verði tekin niður og fjarlægð í lok fyrirhugaðra heildarframkvæmda innan svæðisins. Fyrirhuguð framkvæmd er í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulags- og byggingafulltrúi hefur tekið saman greinargerð í samræmi við ákvæði 3. mgr. 27. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana, þar sem gerð er rökstudd grein fyrir samræmi við niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmdarinnar. Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við framangreint.
Umsókn um útgáfu framkvæmdaleyfis til að reisa allt að 120 MW vindorkuver með allt að 30 vindmyllum, geymslusvæði, safnstöð og efnistöku er vísað til frekari meðferðar hjá skipulags- og umferðarnefnd og umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd.
Á síðari stigum þarf að sækja um frekari leyfi vegna uppbyggingar vindorkuversins, þ.á.m. efnistöku, gerð áningarstaðar og byggingar vindmylla og tengivirkis.
Samþykkt samhljóða.
4.Ársþing SASS 31. október - 1. nóvember
2409001
Skipun fulltrúa.
Lagt til að fulltrúar á aðalfund SASS í Hveragerði þann 31. okt og 1. nóvember verði:
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Eydís Þ. Indriðadóttir
Til vara:
Viðar M. Þorsteinsson
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Björk Grétarsdóttir
Þröstur Sigurðsson
Lagt til að fulltrúar á aðalfund Hes verði:
Eggert Valur Guðmundsson
Viðar M. þorsteinsson
Björk Grétarsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Til vara:
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Eydís Þ. Indriðadóttir
Þröstur Sigurðsson
Samþykkt samhljóða.
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Eydís Þ. Indriðadóttir
Til vara:
Viðar M. Þorsteinsson
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Björk Grétarsdóttir
Þröstur Sigurðsson
Lagt til að fulltrúar á aðalfund Hes verði:
Eggert Valur Guðmundsson
Viðar M. þorsteinsson
Björk Grétarsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Til vara:
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Þórunn Dís Þórunnardóttir
Eydís Þ. Indriðadóttir
Þröstur Sigurðsson
Samþykkt samhljóða.
5.Inngildingarverkefni SASS 2014
2409024
Lögð fram beiðni frá SASS um þátttöku í verkefni sem hefur það að markmiði að efla sjálfbæra lýðfræðilega þróun og inngildingu erlendra íbúa á Suðurlandi. Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tengiliði til þáttöku í verkefninu.
Lagt til að taka þátt í verkefninu og verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála verði tengliður verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að taka þátt í verkefninu og verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála verði tengliður verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
6.Tillaga Á-lista um stafrænt aðgengi að eldri fundargerðum Ry
2409023
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Á-lista um stafrænt aðgengi að eldri fundargerðum sveitarstjórnar og byggðarráðs Rangárþings ytra fyrir árin 2002-2014.
Lagt til að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og miðað sé að því að verkinu verði lokið næsta vor.
MHG og IPG tóku til máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG greiddu atkvæði á móti.
Bókun D-lista:
Fulltrúar Á-lista leggja til ráðist verði í að gera fundargerðir sveitarstjórnar og byggðarráðs Rangárþings ytra fyrir árin 2002-2014 aðgengilegar í stafrænu formi.
Tillögunni fylgja ekki upplýsingar um umfang, kostnaðarmat liggur ekki fyrir og engar tillögur um útfærsluna að öðru leyti. Markmiðið er þó að ljúka verkefninu fyrir vorið 2025. Ólíklegt er að starfsmenn skrifstofunnar hafi svigrúm fyrir verkefni sem þetta án kostnaðarauka. Þá er ljóst að allar umræddar fundargerðir eru nú þegar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins og því ekki um verulega brýnt verkefni að ræða, þó ekki sé gert lítið úr því að til bóta væri til framtíðar að hafa gögnin samræmd því formi sem notað er í dag. Fulltrúar D-lista taka með afgreiðslu sinni ekki afstöðu á móti því að einfalda aðgengi að eldri fundargerðum en telja að vinna hefði þurft málið betur, þá ekki síst hvað varðar kostnað við verkefnið (IPG, EÞI, BG).
Bókun Á-lista:
Með birtingu eldri fundargerða verður stjórnsýslan gagnsærri og íbúar fá betri innsýn í ákvarðanatökur og ferla. Þetta stuðlar að auknu trausti á sveitarstjórn og stjórnsýslunni sem heild. Stafrænn gagnagrunnur gerir eldri fundargerðir aðgengilegar á auðveldan hátt, bæði fyrir almenning og aðila sem vinna með stjórnsýslumál og fréttaöflun. Þetta sparar tíma og auðveldar aðgengi að mikilvægum upplýsingum. Eldri fundargerðir er mikilvæg heimild um sögu og þróun málefna innan sveitarfélagsins. Með bættu aðgengi að eldri fundargerðum er hægt að rekja ákvarðanir og skilja betur hvernig ákveðin mál hafa þróast yfir tiltekin tímabil. Þetta hjálpar til að viðhalda samræmi í stjórnsýslunni og að auki tryggja að ákvarðanir séu teknar á grundvelli fyrri umræðna. Einnig yrði þetta tilraun til þess að auka traust íbúa til sveitarstjórnar,þá sér fólk að sveitarstjórn hefur ekkert að fela og getur styrkt samband á milli íbúa og sveitarstjórnar. Með bættu aðgengi að eldri fundargerðum geta íbúar, nemendur og fræðimenn leitað sér á auðveldan hátt upplýsinga um stjórnsýsluna og sögu sveitarfélagsins. Þetta stuðlar að aukinni vitundarvakningu um mikilvægi opinberrar stjórnsýslu og þátttöku í lýðræðislegu starfi (EVG, MHG, ÞDÞ, VMÞ).
Bókun D-lista:
Stjórnsýsla sveitarfélagsins er gegnsæ að mati fulltrúa D-listans. Ekkert í tillögu Á-listans er til þess fallið að auka gegnsæi eða innsýn íbúa í ákvarðanir núverandi sveitarstjórnar. Fulltrúar D-lista hafa ekki séð neina mælingu á trausti íbúa til sveitarstjórnar en hafa fram til þessa ekki haft þá tilfinningu í samskiptum sínum við íbúa að sveitarstjórnin njóti ekki trausts samfélagsins enda hefur sveitarstjórnin lagt sig fram um að vinna ágætlega saman og málefnalega allt kjörtímabilið. Ef þetta verkefni á að gagnast þeim sem leita að upplýsingum, s.s. aðilum sem vinna í stjórnsýslu, er ljóst að til að vel sé þurfi að færa öll mál sem tekin voru fyrir í sveitarstjórn og byggðarráði á því 12 ára tímabili sem hér um ræðir inn í málaskrá. Það verkefni er mun umfangsmeiri handavinna en að slá innskannaðar fundargerðir inn á tölvu. Ef á að vera hægt að rekja ákvarðanir og sjá þróun mála yfir tiltekin tímabil er ljóst að hjá slíkri vinnu verður ekki komist. Fulltrúar D-lista telja af og frá að sveitarstjórn hafi eitthvað að fela enda hafa allar umræddar fundargerðir verið gerðar aðgengilegar strax að loknum hverjum fundi yfir það tímabil sem hér um ræðir. Með framangreint í huga ítreka fulltrúar D-lista fyrri bókun um að á nánari kostnaðargreiningu hafi verið þörf (IPG, EÞI, BG).
Lagt til að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og miðað sé að því að verkinu verði lokið næsta vor.
MHG og IPG tóku til máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG greiddu atkvæði á móti.
Bókun D-lista:
Fulltrúar Á-lista leggja til ráðist verði í að gera fundargerðir sveitarstjórnar og byggðarráðs Rangárþings ytra fyrir árin 2002-2014 aðgengilegar í stafrænu formi.
Tillögunni fylgja ekki upplýsingar um umfang, kostnaðarmat liggur ekki fyrir og engar tillögur um útfærsluna að öðru leyti. Markmiðið er þó að ljúka verkefninu fyrir vorið 2025. Ólíklegt er að starfsmenn skrifstofunnar hafi svigrúm fyrir verkefni sem þetta án kostnaðarauka. Þá er ljóst að allar umræddar fundargerðir eru nú þegar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins og því ekki um verulega brýnt verkefni að ræða, þó ekki sé gert lítið úr því að til bóta væri til framtíðar að hafa gögnin samræmd því formi sem notað er í dag. Fulltrúar D-lista taka með afgreiðslu sinni ekki afstöðu á móti því að einfalda aðgengi að eldri fundargerðum en telja að vinna hefði þurft málið betur, þá ekki síst hvað varðar kostnað við verkefnið (IPG, EÞI, BG).
Bókun Á-lista:
Með birtingu eldri fundargerða verður stjórnsýslan gagnsærri og íbúar fá betri innsýn í ákvarðanatökur og ferla. Þetta stuðlar að auknu trausti á sveitarstjórn og stjórnsýslunni sem heild. Stafrænn gagnagrunnur gerir eldri fundargerðir aðgengilegar á auðveldan hátt, bæði fyrir almenning og aðila sem vinna með stjórnsýslumál og fréttaöflun. Þetta sparar tíma og auðveldar aðgengi að mikilvægum upplýsingum. Eldri fundargerðir er mikilvæg heimild um sögu og þróun málefna innan sveitarfélagsins. Með bættu aðgengi að eldri fundargerðum er hægt að rekja ákvarðanir og skilja betur hvernig ákveðin mál hafa þróast yfir tiltekin tímabil. Þetta hjálpar til að viðhalda samræmi í stjórnsýslunni og að auki tryggja að ákvarðanir séu teknar á grundvelli fyrri umræðna. Einnig yrði þetta tilraun til þess að auka traust íbúa til sveitarstjórnar,þá sér fólk að sveitarstjórn hefur ekkert að fela og getur styrkt samband á milli íbúa og sveitarstjórnar. Með bættu aðgengi að eldri fundargerðum geta íbúar, nemendur og fræðimenn leitað sér á auðveldan hátt upplýsinga um stjórnsýsluna og sögu sveitarfélagsins. Þetta stuðlar að aukinni vitundarvakningu um mikilvægi opinberrar stjórnsýslu og þátttöku í lýðræðislegu starfi (EVG, MHG, ÞDÞ, VMÞ).
Bókun D-lista:
Stjórnsýsla sveitarfélagsins er gegnsæ að mati fulltrúa D-listans. Ekkert í tillögu Á-listans er til þess fallið að auka gegnsæi eða innsýn íbúa í ákvarðanir núverandi sveitarstjórnar. Fulltrúar D-lista hafa ekki séð neina mælingu á trausti íbúa til sveitarstjórnar en hafa fram til þessa ekki haft þá tilfinningu í samskiptum sínum við íbúa að sveitarstjórnin njóti ekki trausts samfélagsins enda hefur sveitarstjórnin lagt sig fram um að vinna ágætlega saman og málefnalega allt kjörtímabilið. Ef þetta verkefni á að gagnast þeim sem leita að upplýsingum, s.s. aðilum sem vinna í stjórnsýslu, er ljóst að til að vel sé þurfi að færa öll mál sem tekin voru fyrir í sveitarstjórn og byggðarráði á því 12 ára tímabili sem hér um ræðir inn í málaskrá. Það verkefni er mun umfangsmeiri handavinna en að slá innskannaðar fundargerðir inn á tölvu. Ef á að vera hægt að rekja ákvarðanir og sjá þróun mála yfir tiltekin tímabil er ljóst að hjá slíkri vinnu verður ekki komist. Fulltrúar D-lista telja af og frá að sveitarstjórn hafi eitthvað að fela enda hafa allar umræddar fundargerðir verið gerðar aðgengilegar strax að loknum hverjum fundi yfir það tímabil sem hér um ræðir. Með framangreint í huga ítreka fulltrúar D-lista fyrri bókun um að á nánari kostnaðargreiningu hafi verið þörf (IPG, EÞI, BG).
7.Byggðarráð Rangárþings ytra - 29
2407004F
Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
-
Byggðarráð Rangárþings ytra - 29 Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024. Greinargerð fylgir viðaukanum og fór Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri yfir breytingarnar.
Viðauki 2 gerir ráð fyrir hækkun á rekstrarniðurstöðu um 11,5 millj. Þá er gert ráð fyrir hækkun á fjárfestingu um 15,4 millj. Viðaukanum er mætt er með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að framlagður viðauki við fjárhagsáætlun 2024 verði samþykktur.
JGV, BG og EÞI tóku til máls.
Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Rangárþings ytra - 29 Á fundinn mætir Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður eigna og framkvæmdasviðs og fór yfir viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024.
Byggðarráð þakkar Tómasi Hauki fyrir góða yfirferð. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
IPG, EÞI og MHG tóku til máls.
Bókun D-lista:
Fulltrúar D-lista óska eftir að á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar verði forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs kallaður til fundar til að fara yfir stöðu framkvæmda við grunnskólann á Hellu og aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu (IPG, EÞI, BG). -
Byggðarráð Rangárþings ytra - 29 Lögð fram beiðni frá D-lista um breytingu á skipan varamanns D-lista í stjórn Odda bs.
Lagt til að Björk Grétarsdóttir verði varamaður í stjórn Odda bs. í stað Eydísar Þ. Indriðadóttur.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Lagt til að afgreiðsla byggðarráðs verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
8.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29
2408001F
-
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt þegar búið er að lagfæra ósamræmi í stærðum á uppdrætti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhuguð heiti á lóðum og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti enda í samræmi við nýgerða breytingu á deiliskipulagi og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd telur réttast að fá ráðgjafa til að meta úrbætur við gatnamót Heiðvangs og Þingskála með tengingu við væntanlegt skipulag skólasvæðisins ásamt öðrum atriðum sem rædd voru á fundinum. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Ábending barst um að settir yrðu umferðarspeglar á Baugöldu vegna slæmrar yfirsýnar. Nefndin leggur til að settir verði upp speglar við lóðamörk Baugöldu 7 og milli lóða nr. 25 og 27 við Baugöldu. Ábending barst líka vegna slæms ástands ljósastaura við Bræðraborgarstíg í Þykkvabæ og leggur nefndin til að forstöðumaður þjónustumiðstöðvar skoði hvaða úrbóta er þörf. Varðandi hraðahindrun á Lækjarbrautina telur nefndin rétt að núverandi hraðahindrun verði endurgerð en tekur ekki afstöðu til eignarhalds götunnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað efnistökusvæði eða að gerðar verði breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps af því tilefni. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt. Lýsing skal kynnt í samræmi við 30. og 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 12. - 26. september 2024.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Nefndin telur tilefni til að benda aðilum á umferðaröryggisreglur Vegagerðarinnar varðandi fjarlægðir á milli tenginga inná Hagaveginn og er æskilegt að samliggjandi lóðir nýti sömu tengingu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur þörf á að kynning tillögunnar fari fram í dagblaði og að auki á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan getur varðað hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að kynna áformin sérstaklega til nærliggjandi lóðarhafa.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. en leggur til að hún verði áður kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en af fundi sveitarstjórnar verður. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að samið verði við skipulagsráðgjafa um skipulagslega ráðgjöf og gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Vísað er til samantektar umsagna og viðbragða við þeim. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt. Lýsing skal kynnt í samræmi við 30. og 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 12. - 26. september 2024. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að haldin verði samkeppni um nafngiftir á götum innan svæðisins og verði Skipulags- og umferðarnefnd látin meta þær tillögur sem fram koma. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki þess eðlis að kalli á mat á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til skógræktar á umræddu svæði. Nefndin telur nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi og svæðið verði fært í Skógræktar- og landgræðslusvæði. Nefndin telur ekki þörf á deiliskipulagi fyrir svæðið að sinni nema til komi áform um frekari uppbyggingu innan svæðis.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Greinargerð leyfisveitanda skv. 3. mgr. 27. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 verði lögð fram á næsta fundi sveitarstjórnar. Vísað verði til þeirrar greinargerðar í skilmálum framkvæmdaleyfisins.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umferðarnefnd leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar á grundvelli 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið.
Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 29 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að vinnu við hverfisskipulag verði hraðað eins og kostur er. Lögð verði megin áhersla á eldri svæði innan þéttbýlisins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
9.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 16
2408004F
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
-
Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 16 Farið var yfir tillögur frá íbúa varðandi hjólagarð og hundagarð.
Nefndinni leist vel á hugmyndirnar og vísar málinu til sveitastjórnar til nánari skoðunar. Bókun fundar Lagt til að vísa tillögunum til fjárhagsáætlunargerðar.
Samþykkt samhljóða.
10.Stýrihópur fyrir Miðbæjarskipulag - 6
2407003F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Fundargerðir Fjallskiladeildar Holtamannaafréttar
2408028
Fundargerð 7. fundar.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir 2024 - stjórn Félags- og skólaþj. Rangárv. og V-Skaft.
2401042
Fundargerð 84. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.
13.Stjórnarfundir Lundar 2024
2403011
Fundargerð 10. stjórnarfundar.
Lagt fram til kynningar.
14.BoðRelay gjörningur með blysum
2409014
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:45.