1.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri 2024
2402060
Farið yfir ýmis rekstrarmál
Framkvæmdastjóri fór yfir ýmis mál tengdum daglegum rekstri SOR. Sumarið er sá árstími sem mesta álagið er á Strönd og sumarstarfsmaður er væntanlegur á næstu dögum. Einar sótti fund 31. maí sl. ásamt formanni Sorpstöðvar Suðurlands á vegum sorpsamlaga á Suðurvesturhorninu þar sem Einar kynnti starfsemi SOR.
2.Þjónustusamningur Hringrásar og Sorpstöðvar Rang.
2406013
Lagður fram þjónustusamningur á grundvelli niðurstöðu verðkönnunar milli Hringrásar og SOR.
Stjórn samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann f.h. SOR.
Stjórn samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann f.h. SOR.
3.Sorpbrennslustöð - Sorporka ehf.
2312018
Fyrir liggur viljayfirlýsing um samstarf Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s og Sorporku ehf um uppbyggingu á sorpbrennslu á Strönd í Rangárvallasýslu.
Í viljayfirlýsingunni felst að Sorporka ehf fær vilyrði fyrir því að hefja vinnu við að koma upp allt að 2.500 tonna brennslustöð fyrir blandaðan úrgang á Strönd. Yfirlýsingin gerir ráð fyrir að Sorporka ehf sjái um stofnkostnað og viðhald en SOR um daglegan rekstur. Fjárhagsleg ábyrgð SOR snýr að uppbyggingu innviða og aðstöðusköpun á Strönd. Ef samningar milli aðila að þessari viljayfirlýsingu hafi ekki tekist fyrir lok ársins 2024 fellur hún úr gildi.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur framkvæmdastjóra að undirrita hana.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur framkvæmdastjóra að undirrita hana.
4.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands 2024
2404105
326. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands lagður fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 09:30.