232. fundur 23. október 2023 kl. 08:15 - 10:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hulda Karlsdóttir
  • Einar Bárðarson
  • Klara Viðarsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hulda Karlsdóttir
Nanna Jónsdóttir sat fundinn á fjarfundi.

1.Rekstraryfirlit 2023

2302079

Farið yfir rekstraryfirlit jan-sept
Rekstraryfirlit frá janúar til september 2023 lagt fram til kynningar. Reksturinn er að mestu skv. áætlun.

2.Rekstraráætlun 2023 - viðauki

2310071

Lagður fram viðauki við rekstraráætlun 2023
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2023. Gert er ráð fyrir hækkun tekna að upphæð 36 m.kr. og aukinni fjárfestingu að upphæð 12,9 m.kr. Tilfærsla er milli aðkeyptrar þjónustu og launa að upphæð 4,9 m.kr.
Stjórn samþykkir viðaukann og vísar honum til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
Fylgiskjöl:

3.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri

2101057

Farið yfir ýmis rekstrarmál.
Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra þar sem m.a. var farið yfir verðkönnun varðandi afsetningu á úrgangi, starfsmannamál, lausnir vegna sorpbrennslu og hugsanlegar framkvæmdir við botnþéttingu. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir kynningu á sorpbrennslulausnum með stjórn.

4.Gjaldskrá 2024

2310068

Lögð fram tillaga að gjaldskrá 2024
Lögð fram tillaga að gjaldskrá 2024. Lagt er til að sorphirðu- og sorpeyðingargjöld verði óbreytt árið 2024. Blandaður úrgangur hækkar lítillega milli ára, plast lækkar og gjald fyrir heimsendan gám hækkar um 3.000 kr. Stjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.

5.Rekstraráætlun 2024

2310067

Rekstraráætlun 2024 lögð fram til samþykktar.
Rekstraráætlun 2024 lögð fram. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði 229 m.kr. og gjöld fyrir utan fjármagnsliði 221 m.kr. Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri verði 35,9 m.kr. og að fjárfestingar verði 35 m.kr. Stjórn leggur til að fjárfestingar hækki um 3,0 m.kr. vegna starfsmannaðstöðu. Rekstraráætlun er samþykkt með þeim breytingum sem lagt var til og vísað til staðfestingar aðildarsveitarfélaga.

6.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands

2203021

319. og 320. stjórnarfundir Sorpstöðvar Suðurlands lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?