6. fundur 07. október 2019 kl. 17:15 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Þórhallur Svavarsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat fundinn. Sigdís Oddsdóttir boðaði forföll.

1.Líkamsræktarstöð á Hellu

1908042

Sveitarstjórn tók jákvætt í erindi nefndarinnar en óskaði eftir frekari útfærslu og tillögum um rekstur og og búnaðarkaup fyrir næsta reglulega fund sveitarstjórnar.
Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar var óskað eftir tilboðum í líkamsræktar tæki frá fimm aðilum og jafnframt haft samband við þrjá rekstraraðila með mögulegt samstarf í huga. Að kaupa ný tæki kostar á bilinu 12 - 17 milljónir og myndi þá sveitarfélagið reka aðstöðuna sjálft. Einnig var skoðaður sá möguleiki að halda áfram með núverandi fyrirkomulag þ.e. að leigja út aðstöðuna og fá þar rekstraraðila að. Fundað var með WorldClass og Gym Heilsu og liggur fyrir minnisblað frá fundi með Worldclass sem og núverandi samningur við Gym heilsu. Nefndin hefur lagt töluverða vinnu í að skoða möguleika. Eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega leggur nefndin til að núverandi samningi við Gym heilsu verði sagt upp frá og með 30. nóvember 2019 og að efnt verði til samstarfs við Worldclass frá og með 1. júní 2020. Worldclass vill leigja alla efri hæðina í viðbyggingunni og þarf því að huga að annari staðsetningu fyrir mjúkdýnusal.

2.Tilnefning fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands

1910014

Tilnefna þarf fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands.
Nefndin leggur til að aðalfulltrúi verði Rebekka Rut Leifsdóttir og varafulltrúi Heiðar Óli Guðmundsson

3.Endurnýjun samstarfssamnings við KFR

1908043

Tillaga að samstarfssamning liggur fyrir.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn staðfesti samninginn.

4.Punktar frá Oddadegi 2018 um bætta heilsu

1908044

Punktar frá Oddadegi 2018 um bætta heilsu.
Farið var yfir punkta frá Oddadegi 2018 og var ákveðið að hafa þá til hliðsjónar þegar farið verður í vinnu við verkefni Heilsueflandi samfélag.
Fylgiskjöl:

5.Heilsustígur

1910013

Sveitarstjórn vísaði tillögu um heilsustíg til umfjöllunar hjá Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd. Óskað var eftir að álit nefndarinnar liggi fyrir á næsta reglulega fundi sveitarsjórnar.
Nefndin leitaði álits um heilsustíg og fékk einnig tilboð frá Krumma sem var um 4.000.000 kr. Heilsustígur þar sem tækjum er dreift á göngustíg hefur ekki fengið mikla notkun að sögn forsvarsmanna sveitarfélaga sem leitað var til. Nefndin leggur til að skoðaður verði möguleiki á því að setja útiæfingatæki fyrir allan aldur á einn stað, kostnaður við það er um 2.000.000 kr.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?