Hreppsráð Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 29. júlí 2010, kl. 13.00.
Mættir Margét Ýrr Sigurgeirsdóttir, formaður hreppsráðs, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Að auki Guðfinna Þorvaldsdóttir, sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð Undir lið 1.2 sat fundinn Bergur Sveinbjörnsson.
Formaður setti fundinn.
Tillaga er að eftirtaldir liðir bætast dagskrá:
1.3., Suðurlandsvegur 1-3, staða verkframkvæmda, 1.4., Lóðaframkvæmdir við nýbyggingu og aðliggjandi svæði, 2.3., Hestamannafélagið Geysir, umsókn um tækifærisleyfi, 2.4., Thailensk – íslenska félagið, umsókn um tækifærisleyfi. 4.2., Umsókn um lögbýli fyrir Þjóðólfshaga 29 og 32. 9., Lagning háspennujarðstrengs frá spennistöð austur fyrir Hellu í stað loftlínu, 10. Breyting á lánasamningi. 11. Umsókn um stöðuleyfi. 12. Sigurveig Gunnarsdóttir, vegna öryggis í Galtalækjarskógi
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- fundur Skipulagsnefndar Rangárþings ytra bs.,fundur frá 21.júlí 2010 (frestun frá síðasta fundi).
Frestað mál frá fundi 7. apríl 2010.
134 2010 Jarlstaðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, hesthúss og skemmu/geymslubyggingar.
Jarlsstaðir er hluti af landbúnaðarsvæði Stóru-Valla og er í heild um 917ha að stærð. Deiliskipulagið tekur til um 90 ha svæðis sem á verður íbúðarhús,hesthús og skemma/geymsluhús. Aðkoma að Jarlsstöðum verður af vegi E14, á landamerkjum Tjörfastaða og Hrólfsstaðahellis.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir ítarlegri gögnum.
Skipulagsnefnd vísar deiliskipulagstillögunni til nánari umræðu í sveitarstjórn Rangárþings ytra.
Hreppsráð frestar afgreiðslu og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.
Samþykkt samhljóða.
106 2009 Staðfesting á breyttu deiliskipulagi í Grásteinsholti Rangárþingi ytra
Breytingar sem hafa verið gerðar eftir að deiliskipulagstillagan var auglýst:
Færður var til um 40 metra byggingarreitur fyrir útihús. Var það gert vegna fjarlægðar frá vegi.
Skipulagsnefnd staðfestir breytingar á deiliskipulagstillögunni.
Hreppsráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
116 2010 Dynskálar 40-53 á Hellu, Rangárþingi ytra,breyting á áður auglýstu deiliskipulagi. Breytingin felur í sér að lóðarmörkum hefur verið breytt lítillega á lóðum 45,49,51,og 53, og breytast stærðir lóða samfara því. Vegir hafa breyst, gatnamótum lítillega breytt, vegur sunnan flugvallar var felldur út og reiðleið breytt. Þá var vegi norðan lóðar 45 hnikað lítillega til norðurs.
Skipulagsnefnd staðfestir breytingar á deiliskipulagstillögunni.
Hreppsráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
149 2010 Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Svínhaga, Rangárþingi ytra.
Breytingar í Greinargerð
Deiliskipulag af Svínhaga í Rangárþingi ytra er endurskoðað en deiliskipulagið var samþykkt 19. maí 2004. Afmörkun skipulagssvæðis er breytt þar sem mörk skipulagssvæðis um miðbik svæðisins færast til norðurs og minkar því opið óbyggt svæði sem því nemur.
Breyting á kafla 2.5Vegir og aðkoma
Vegur milli H-30 og H-34 er framlengdur inn á Höfðahraun. Þetta er gert til að bæta aðgengi inn á svæðið og til að auðvelda uppgræðslu þess.
Núverandi línuvegur frá Þingskálavegi er skilgreindur sem aðkomuvegur inn á Höfðahraun. Þetta er gert til að bæta aðgengi inn á svæðið bæði til útivistar og uppgræðslu.
Austan H-52 er gert ráð fyrir almenningsbílastæðum, þar er heimilt að koma fyrir allt að 6 bílastæðum. Almenningsbílastæðum er komið fyrir á tveimur stöðum í tengslum við gönguleiðir til að bæta aðgengi almennings að Rangá. Heimilt er að koma fyrir allt að 5 bílastæðum á hverjum stað.
Breyting á kafla 2.6. Almenningar
Gerð er breyting þar sem sameiginlegri grillaðstöðu er komið fyrir austast á Höfðasandi sem er miðpunktur svæðisins og er með góða tengingu við sumarbústaðalóðirnar. Staðsetning á tjaldsvæði er skilgreind á opnu óbyggðu svæði vestast á svæðinu. Þar er heimilt að koma upp þjónustuaðstöðu fyrir tjaldsvæði s.s. salerni, grillaðstöðu og bílastæðum.
Breyting á kafla 2.8.Vatnsveita
Í gildandi deiliskipulagi er ekki sýnd staðsetning vatnsbóls en það er skilgreint vestast á Höfðasandi. Bætt er við kvöð meðfram þjóðvegi 268 fyrir vatn og rafmagn og áfram meðfram vegi frá spildu SH3 og að lóð R-51. Kvöð fyrir veg, vatn og rafmagn er við deiliskipulagsmörkin við spildu SH3 og við lóðir H30 – H33.
Breyting á kafla 2.14 Spilda
Opið óbyggt svæði sunnan H-50 og H-52 er reitað upp í spildur. Heimilt er að úthluta þessum spildum til ræktunar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
Hreppsráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
150 2010 Umsókn frá Jóni G. Bergssyni f.h. ferðaklúbbsins 4x4 suðurlandsdeild, um byggingarlóð á hálendi Rangárþings ytra, annaðhvort við Álftavatn eða Landmannahelli.
Þar sem ekki hefur verið lokið við deiliskipulagsgerð á umræddum svæðum, telur skipulagsnefnd ekki hægt að úthluta lóðum.
Hreppsráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
151 2010 Umsókn frá Jóni G. Bergssyni f.h. ferðafélags Árnesinga, um byggingarlóð á hálendi Rangárþings ytra, annaðhvort við Álftavatn eða Landmannahelli.
Þar sem ekki hefur verið lokið við deiliskipulagsgerð á umræddum svæðum, telur skipulagsnefnd ekki hægt að úthluta lóðum.
Hreppsráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
152 2010 Deiliskipulag tveggja íbúðarhúsa í landi Götu, Rangárþingi ytra.
Deiliskipulagið nær til tæplega 1 ha svæðis úr landi Götu sem er í heild um 130 ha að stærð. Deiliskipulagið tekur til tveggja íbúðarhúsa og bílskúra við þau.
Deiliskipulagið er í samræmi við staðfest aðalskipulag Holta- og Landsveitar í Rangárþingi ytra 2002-2014 og við aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022 sem er í staðfestingarferli.
Aðkoma að Götu er um Suðurlandsveg, upp Landveg og aðkomuveg að Götu.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
Hreppsráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar með fyrirvara um samþykki landeiganda.
Samþykkt samhljóða.
153 2010 Lambhagi, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, skemmu, vélageymslu og fjóss.
Deiliskipulagið nær til rúmlega 10 ha svæðis í landi Lambhaga, landnr. 164528, sem er í heild um 436 ha að stærð. Deiliskipulagið tekur til nýs íbúðarhúss, bílskúrs, skemmu, gripahúss og fjóss.
Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi Aðalskipulag fyrrum Rangárvallahrepps í Rangárþingi ytra 2002-2014 og í samræmi við Aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022 sem er í staðfestingarferli. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Aðkoma að Lambhaga er um Suðurlandsveg og aðkomuveg að Lambhaga.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
Hreppsráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar með fyrirvara um samþykki landeiganda.
Samþykkt samhljóða.
154 2010 Sælukot við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, frístundahúsa og reiðskemmu.
Um er að ræða deiliskipulag á 25,1ha landi Sælukots sem er norðaustan við Eystra
Gíslholtsvatn og vestan við þjóðveg 286. Landinu var á sínum tíma skipt út úr landi Haga í Holta- og Landsveit, nú Rangárþingi ytra. Frá fyrri tíma er til skipulag frá 20. júlí 1992,Sumarhús úr landi Haga í Rangárvallasýslu og mun það falla úr gildi þegar nýtt deiliskipulag verður samþykkt. Innan deiliskipulagsreits eru nú þegar komin eitt íbúðarhús,eitt frístundahús og eitt hesthús. Fyrirhugað er að reisa þar að auki reiðskemmu við hesthúsið og 2 frístundahús í suðausturhorni landsins.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði auglýst lögum samkvæmt.
Hreppsráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar með fyrirvara um samþykki landeiganda.
Samþykkt samhljóða.
Mál sem kom inn eftir boðun fundar:
Umsókn frá Bergi Sveinbjörnssyni kt. 150643-2959, um stöðuleyfi fyrir um 1850m2 húsnæðis sem staðið hefur á Nesjavöllum um nokkurra ára skeið. Óskað er eftir að fá að setja húsin niður á gatnamótum Dómadalur/Sigalda/Ljóti Pollur /Landmannalaugar.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar Rangárþings ytra.
Hreppsráð Rangárþings ytra samþykkir eftirfarandi bókun er varðar umsókn frá Bergi Sveinbjörnssyni og er merkt sem“mál sem kom inn eftir boðun fundar“ :
Afgreiðslu frestað, hreppsráð felur sveitarstjóra að afla frekari gagna svo sem leyfi landeiganda, umsögn umhverfisstofnunar, og leita eftir áliti samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefndar Rangárþings ytra .
Samþykkt samhljóða.
Leirubakki, deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu á Leirubakka Rangárþingi ytra.
Deiliskipulagið nær til um 25 ha spildu úr landi Leirubakka, en jörðin er í heild um 890ha. Deiliskipulagið tekur til lóðar fyrir nýtt hótel í tengslum við Heklusetrið á Leirubakka, auk lóða fyrir starfsmannahús sem tengjast starfssemi á jörðinni.
Ennfremur eru skilgreindar lóðir fyrir núverandi byggingar á miðstöðvarsvæðinu og ný lóð fyrir kirkjubyggingu. Aðkoma að Leirubakka er um Suðurlandsveg, upp Landveg (26) og um aðkomuveg að Leirubakka.
Athugasemdir bárust frá Karli Axelssyni og Margréti Reynisdóttur, eigendum Hrauns og lóðar úr landi Leirubakka 3. Þau gera athugasemdir við staðsetningu og fyrirkomulag þriggja starfsmannahúsa, merktra Í1-Í3. Telja þau frístundabyggð og íbúðarhúsalóðir ekki fara saman skipulagslega og benda á mögulega staðsetningu starfsmannahúsanna á 10 ha spildu í 500 m fjarlægð frá væntanlegu hóteli eða á norðaustur mörkum á móts við óbyggt land jarðarinnar Vatnagarðs. Þá kveða Karl og Margrét að taka verði afstöðu til þess hvort unnt sé að afgreiða deiliskipulagstillöguna án tillits til skipulagáforma þeirra sjálfra. Ennfremur verði að breyta gildandi aðalskipulagi eigi að afgreiða tillöguna á grundvelli þess. Þá eru gerðar athugasemdir við að mænisstefnu fyrirhugaðra húsa vanti, auk þess sem gefa verði upp gólfkóta og skilgreina hæð húsanna. Einnig gera Karl og Margrét athugasemd við að skipulagsmörk liggi inn á land þeirra. Loks er gerð athugasemd við fyrirhugaða heimkeyrslu.
Svar skipulagsnefndar við athugasemdum Karls og Margrétar:
Nefndin telur fjarlægð starfsmannahúsa frá mörkum Leirubakka og Hrauns vera í samræmi við reglur þar um og að ákvæði um umræddar íbúðarlóðir falli að gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins 2002-2014. Hið sama á við um staðsetningu þeirra. Ekki er unnt við afgreiðslu tillögunnar að taka tillit til óskilgreindra og óskipulagðra ætlaðra áforma um byggingu frístundahúsa og skógrækt að Hrauni 3 og lóðar úr landi Leirubakka 3, auk þess sem ekki verður séð að fyrirhugað deiliskipulag Leirubakka fari í bága við þau ætluðu áform. Nefndin telur ekki tilefni til frekari tilgreiningar gólfkóta, nýtingarhlutfalls, mænisstefnu og hæðar starfsmannahúsa umfram það sem gert er í deiliskipulagi, sbr. og gr. 5.4.2 skipulagsreglugerðar nr. 400, 1998. Nefndin tekur hins vegar undir athugasemdir um að skipulagsmörk samkvæmt skipulagsuppdrætti liggi utan marka Leirubakka. Þá telur nefndin jafnframt rétt að fjarlægð vegamóta nýs vegar að starfsmannahúsum og Landvegar (26) verði a.m.k. 250 m frá heimreið að Hrauni og Urðum.
Nefndin samþykkir því auglýsta deiliskipulagstillögu með þeim breytingum að mörk deiliskipulagssvæðis skuli á skipulagsuppdrætti miðast við landamerki Hrauns og lóðar úr landi Leirubakka 3 annars vegar og Leirubakka hins vegar, svo og að vegamót Landvegar og vegar að fyrirhuguðum starfsmannahúsum á lóðum Í1-Í3 verði a.m.k. í 250 m fjarlægð frá heimreið að Hrauni og Urðum.
Skipulagsnefnd vill árétta að tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Holta- og Landssveitar 2002-2014, þar sem heimilt er að byggja allt að 3 hús á bújörð, sem ekki tengjast búrekstri. Nefndin vill einnig árétta að deiliskipulagstillagan er einnig í samræmi við nýtt aðalskipulag Rangárþings ytra , sem nú er í staðfestingarferli.
Hreppsráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Verkfundur Suðurlandsvegar 1-3.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, staða verkframkvæmda.
Sveitarstjóri og formaður stjórnar Suðurlandsvegar 1-3 ehf. upplýsti um stöðu framkvæmda.
Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að boðað verði til íbúafundar fimmtudaginn 5. ágúst nk. kl 20:00.
Markmið fundarins er að fara yfir stöðu helstu mála sem hafa verið á borði sveitarstjórnar á nýju kjörtímabili og svara fyrirspurnum íbúa.
. Hreppsráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða til íbúafundar.
Samþykkt samhljóða.
GIG bókar að sjálfsagt sé að upplýsa íbúa sem best um helstu viðfangsefni sveitarstjórnar og áréttar að það verði gert á hlutlausan og faglegan hátt.
- Lóðarframkvæmdir við Suðurlandsveg 1-3, nýbygginguna og aðliggjandi svæði.
Sveitarstjóra falið að upplýsa hreppsráð á næsta fundi um allt er lýtur að lóðarframkvæmdum og áætlunum um þær.
Samþykkt samhljóða.
- Umsagnir um veitingaleyfi og tengd erindi:
- Gilsá ehf. Umsókn um leyfi til áfengisveitinga, Kanslarinn kt. 700189-2449.
Umsókn er vísað frá og sveitarstjóra falið að leiðbeina umsækjanda um það að umsóknir um leyfi til áfengisveitinga ber að leggja fram hjá sýslumanni.
Samþykkt samhljóða.
- Hella, brennu-og skoteldaleyfi vegna Töðugjalda (frestun frá síðasta fundi).
Hreppsráð samþykkir sem landeigandi að veitt verði leyfi til flugeldasýningar, í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
Samþykkt samhljóða.
- Hestamannafélagið Geysir, umsókn um tækifærisleyfi, dagssett 22. júlí. 2010.
Hreppsráð gerir ekki athugasemd við útgáfu tækifærisleyfis í Rangárhöllinni við Gaddstaðaflatir, með fyrirvara um athugasemdalausar umsagnir annarra umsagnaraðila. Um er að ræða tækifærisleyfi í tengslum við útihátíð dagana 1. ágúst til 2. ágúst 2010. Fram kemur að dyravarsla verður í höndum stjórnar og félagsmanna Hestamannafélagsins Geysis á meðan dansleikurinn stendur yfir.
Samþykkt samhljóða.
- Thailensk – íslenska félagið, umsókn um tækifærisleyfi, dagssett 27. júlí. 2010.
Hreppsráð gerir ekki athugasemd við útgáfu tækifærisleyfis til Thailensk-íslensk félagsins vegna fjölskylduhátíðar við Grunnskóla og íþróttahús Hellu, með fyrirvara um athugasemdalausar umsagnir annarra umsagnaraðila. Um er að ræða tækifærisleyfi í tengslum við hátíð dagana 30. júlí til 1. ágúst 2010.
Samþykkt samhljóða.
- Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
- Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags. (frestað erindi frá 2. fundi hreppsráðs).
Samþykkt er að greiða viðmiðunarkostnað vegna skólagöngu VJK, kt; 130301-xxxx í Kópavogsskóla.
Samþykkt samhljóða.
- Landskipti og tengd erindi:
- Beiðni um staðfestingu landskipta.Vindás landnr.165015. Bréf dagsett 30. júní 2010.
Um er að ræða land undir Búðafossvegar ( vegnr 23) og Laugarvegar (vegnr. 2880). Hreppsráð gerir ekki athugasemd við að skipt verði út 15.900 fm. landi úr landi Vindáss, (lnr.165015). Lögbýlisréttur fylgir jörðinni Vindás eins og verið hefur. Áréttað er að umsögn sveitarstjórnar lýtur aðeins að hlutverki hennar varðandi skipulagsmál.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um lögbýli fyrir Þjóðólfshaga 29 og 32, dagsett 27. júlí 2010.
Sveitarstjórn fagnar erindinu um stofnun lögbýlis að Þjóðólfshaga 21 og 25. Bent er á að breyta þarf í aðalskipulagi að viðkomandi land sé skilgreint sem land til landbúnaðarnota, er núna frístundabyggð. Einnig að sækja þarf um nafn á lögbýlið til Örnefnanefndar.
Afgreiðslu frestað.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Fornleifavernd ríkisins-minjavörður Suðurlands, vegna Landamannahellis Bréf dags. 21.júlí 2010.
Umsögn frá Fornleifaverndar ríkisins vegna Landmannahellis. Ekki eru gerðar athugasemdir við gildandi deiliskipulag að hálfu Fornleifaverndar ríkisins.
Til kynningar.
- Fornleifavernd ríkisins-minjavörður Suðurlands, vegna Veiðivatna. Bréf dags. 21.júlí 2010.
Umsögn frá Fornleifaverndar ríkisins vegna Landmannahellis. Ekki eru gerðar athugasemdir við gildandi deiliskipulag að hálfu Fornleifaverndar ríkisins.
Til kynningar.
- Leigusamningar vegna Mýrarkots .
Lagður fram leigusamningur milli Rangárþings ytra og Ásahrepps annars vegar og Ránar Jósepsdóttur og Engilbert Olgeirssonar.
Hreppsráð staðfestir framlagðan leigusamning.
- Þrúðvangur, hraðahindranir, malbikun og bílastæði :
Fyrirspurn borin fram um hraðahindranir á Þrúðvangi, malbikun lóðarinnar Þrúðvangs 33 og bílastæðis við Þrúðvang 36. Sveitastjóra falið að afla frekari gagna fyrir næsta fund.
Samþykkt samhljóða.
Rætt var um hraðakstur og tíð skemmdarverk á Hellu og nágrenni. Hreppsráð lýsir þungum áhyggjum vegna hraðaksturs á götum Hellu. Sveitarstjóra falið að leita eftir fundi með sýslumanni og afla tilboða í eftirlitsmyndavélar.
Samþykkt samhljóða.
- Umhirða og umgengi í landi Ness og við Seltún:
Rætt um ástand og umgengni á opnum svæðum í eigu sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið gangi á undan með góðu fordæmi í umgengni. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samráði við forstöðumenn.
Samþykkt samhljóða.
- Lagning háspennujarðstrengs frá spennistöð austur fyrir Hellu í stað núverandi loftlínu:
Hreppsráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með Landneti um lagningu háspennulínu í jörð við Hellu.
Samþykkt samhljóða.
- Breyting á lánasamningi 6347 hjá Arion banka:
Sveitarstjóra falið að undirrita fyrirliggjanda skjöl vegna framlengingar lánasamnings.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um stöðuleyfi fyrir 12fm geymsluhús að Seltúni 4:
Erindinu vísað til byggingarnefndar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
- Sigurveig Gunnarsdóttir, vegna öryggis í Galtalækjarskógi, bréf dags. 20.júlí 2010.
Erindinu vísað til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til meðferðar.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Samband íslenskra sveitarfélaga, námskeið um lýðræði, bréf dags.13.júlí 2010.
Til kynningar.
- Hellnahellir, bréf frá Jóhönnu Hlöðversdóttir.
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara afla gagna um fyrri samskipti og framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.
- Landsfundur jafnréttisnefnda, dagsett 26. Júlí 2010.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- HI ráðgjöf-kynning á þjónustu við sveitarfélög.
- Svarbréf frá sveitarstjóra til Landvirkjunar.
- Norðlingaölduveita, bréf frá oddvita Ásahrepps, dagsett 21 júlí 2010.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:38.