1.235.fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs 10.nóv 2014
1411059
Til kynningar.
2.Fyrirspurnir frá Hótel Rangá
1411107
Áætlanir um ljósleiðara og flokkun úrgangs
17.1 Fyrirspurn um ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu.
Mikilvægt er að koma fram með áætlun um ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Um er að ræða verulegan kostnað þar sem sveitarfélagið er víðfeðmt og verkefnið því ekki einfalt. Undirbúningur slíkrar áætlunar er í vinnslu og mikilvægt að henni verði hraðað sem kostur er. Sveitarstjóra falið að svara fyrirspurninni.
Samþykkt samhljóða.
17.2 Fyrirspurn um möguleika til frekari flokkunar úrgangs.
Með tilkomu bættrar aðstöðu á Strönd opnast möguleikar til enn frekari flokkunar innan sveitarfélagsins. Áætlanir Sorpstöðvar Rangárvallasýslu ganga út á að plasti verði safnað sérstaklega og í framhaldinu lífrænum úrgangi. Vonir standa til að þetta geti orðið fljótlega. Sveitarstjóra falið að svara fyrirspurninni.
Samþykkt samhljóða.
Mikilvægt er að koma fram með áætlun um ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Um er að ræða verulegan kostnað þar sem sveitarfélagið er víðfeðmt og verkefnið því ekki einfalt. Undirbúningur slíkrar áætlunar er í vinnslu og mikilvægt að henni verði hraðað sem kostur er. Sveitarstjóra falið að svara fyrirspurninni.
Samþykkt samhljóða.
17.2 Fyrirspurn um möguleika til frekari flokkunar úrgangs.
Með tilkomu bættrar aðstöðu á Strönd opnast möguleikar til enn frekari flokkunar innan sveitarfélagsins. Áætlanir Sorpstöðvar Rangárvallasýslu ganga út á að plasti verði safnað sérstaklega og í framhaldinu lífrænum úrgangi. Vonir standa til að þetta geti orðið fljótlega. Sveitarstjóra falið að svara fyrirspurninni.
Samþykkt samhljóða.
3.Magnús H Jóhannsson óskar eftir að víkja sæti sem varamaður í stjórn Hjúkrunarheimilisins Lundar
1411010
Lagt er til að Gunnar Aron Ólason verði skipaður varamaður í stjórn Lundar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
4.Leikskólinn Heklukot - lengd opnunartíma
1411090
Erindi frá leikskólastjóra
Tillaga frá leikskólastjóra Heklukots um að lokunartíma í Leikskólanum Heklukoti verði breytt frá áramótum 2014-2015 úr kl.17.00 í 16.15. Aðeins eitt barn hefur vistunartíma til kl.17 sem það nýtir örsjaldan og þurfa tveir starfsmenn að vera í húsi á þeim tíma. Þetta afgreiðsla er í samræmi við bókun fræðslunefndar frá 22.9.2014. Jafnframt verði gerð könnun á vistunarþörf í vor hvað þetta varðar fyrir næsta skólaár.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Tillagan samþykkt samhljóða.
5.Helluvað 3, breyting á aðalskipulagi
1407012
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Breytingin felur í sér breytingu á landnotkun úr landi Helluvaðs 3 þar sem 16 ha lands er breytt í frístundasvæði úr landbúnaðarsvæði.
Tillagan var í auglýsingu frá 13.10.2014 til 27.11.2014 og bárust engar athugasemdir.
Tillagan var í auglýsingu frá 13.10.2014 til 27.11.2014 og bárust engar athugasemdir.
Sveitastjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Umsókn um stofnun lögbýlis Fagurhóll
1411073
Umsagnarbeiðni til sveitarstjórnar
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að heimild verði veitt til stofnunar lögbýlis í samræmi við framlögð gögn um uppbyggingaráform umsækjanda.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Deiliskipulag - Merkihvoll - Breytt heiti og breytt stærð lóða
1305004
Tillögur að verði á ha lands til grundvallar útreikningi á lóðastækkunum.
Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til endurskoðunar sem nú stendur yfir á eignum á söluskrá með það fyrir augum að hægt verði að kynna uppfærðan lista innan tíðar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
8.Lundur stjórnarfundur 5
1411109
Fundargerð frá 10112014
Til kynningar
9.Félagsmálanefnd 20 fundur stjórnar
1411108
Fundargerð frá 17112014
Til kynningar.
10.Fjárhagsáætlun 2015-2018
1410033
Lögð fram og kynnt tillaga hreppsráðs að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árin 2015-2018.
Fjárhagsáætluninni vísað til áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum. Fjárhagsáætlun verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 16. desember n.k.
Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætluninni vísað til áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum. Fjárhagsáætlun verður tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 16. desember n.k.
Samþykkt samhljóða.
11.Skipulagsnefnd Ranárþings ytra - 76
1411001
Fundargerð frá 27.11.2014
-
Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 76 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til kynningar.
-
Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 76 Skipulagsnefnd samþykkir leiðrétta greinargerð og telur að áform komi skýrt fram í henni. Tillagan verði því send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir leiðrétta greinargerð og telur að áform komi skýrt fram í henni. Tillagan verði því send Skipulagsstofnun til endanlegrar meðferðar.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða. -
Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 76 Skipulagsnefnd leggur til að stofnuð skuli þjóðlendan Landmannaafréttur og taki hún það svæði sem Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að tilheyri Landmannaafrétti. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að staðfesta þau mörk við Þjóðlendunefnd. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að stofnuð skuli þjóðlendan Landmannaafréttur og taki hún það svæði sem Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að tilheyri Landmannaafrétti. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að staðfesta þau mörk við Þjóðlendunefnd.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða. -
Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 76 Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Farið verði um málsmeðferð eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða þar sem nefndin telur umræddar breytingar þess eðlis að kalli á endurupptöku skipulagsferils. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Farið verði um málsmeðferð eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða þar sem nefndin telur umræddar breytingar þess eðlis að kalli á endurupptöku skipulagsferils.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða. -
Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 76 Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði endurauglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipualgslaga nr. 123/2010. Nefndi telur að þar sem forsendur hafi ekki breyst frá því tillagan var auglýst í fyrra skiptið sé ekki ástæða til þess að leita að nýju eftir umsögnum. Bókun fundar Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði endurauglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipualgslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að þar sem forsendur hafi ekki breyst frá því tillagan var auglýst í fyrra skiptið sé ekki ástæða til þess að leita að nýju eftir umsögnum.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða. -
Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 76 Skipulagsnefnd leggur til að opnuð verði einstefnuleið frá Útskálum inná Laufskála. Jafnframt verði skipulag á bílastæðum við og á skólasvæðinu endurskoðað og merkingar fyrir umferð yfirfarnar. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að opnuð verði einstefnuleið frá Útskálum inná Laufskála. Jafnframt verði skipulag á bílastæðum við og á skólasvæðinu endurskoðað og merkingar fyrir umferð yfirfarnar.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða. -
Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 76 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir Litla-Klofa 6. Jafnframt leggur nefndin til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Því verði tillagan grenndarkynnt þeim lóðarhöfum sem aðkomu eiga að umræddum vegi að lóðinni Litli-Klofi 6. Bókun fundar Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi fyrir Litla-Klofa 6. Jafnframt leggur nefndin til að farið verði um málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða. Því verði tillagan grenndarkynnt þeim lóðarhöfum sem aðkomu eiga að umræddum vegi að lóðinni Litli-Klofi 6.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar samhljóða.
12.2.fundur Suðurlandsvegar 1-3 haldinn 13.nóvember 2014
1411062
7.1 Lögð fram tillaga frá vinnuhópi eigenda að uppgjöri milli Rangárþings ytra og Suðurlandsvegar 1-3 ehf. Um er að ræða kostnað vegna breytinga á húsnæði árin 2012-13 og þjónustusamninga frá sama tíma. Lagt er til að skuld Suðurlandsvegar 1-3 ehf. við Rangárþing ytra verði leiðrétt til lækkunar sem nemur upphæð 7.437.909.- kr.
Tillagan samþykkt samhljóða.
7.2 Lögð fram tillaga stjórnar um stofnun framkvæmdasjóðs Suðurlandsvegar 1-3 ehf. að upphæð krónur 53 m. Tillagan gerir ráð fyrir að eigendur greiði í sjóðinn í takt við eignahlut sinn og að Rangárþing ytra myndi greiða sinn hlut á næstu 4 árum, 9.143.825.- kr á ári.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn óskar eftir því við stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf að fá kynningu á áformum um viðhald og aðrar framkvæmdir á næstu vikum.
Tillagan samþykkt samhljóða.
7.2 Lögð fram tillaga stjórnar um stofnun framkvæmdasjóðs Suðurlandsvegar 1-3 ehf. að upphæð krónur 53 m. Tillagan gerir ráð fyrir að eigendur greiði í sjóðinn í takt við eignahlut sinn og að Rangárþing ytra myndi greiða sinn hlut á næstu 4 árum, 9.143.825.- kr á ári.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn óskar eftir því við stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf að fá kynningu á áformum um viðhald og aðrar framkvæmdir á næstu vikum.
13.Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 3
1411002
Fundargerð frá 27.11.2014
Fundargerðin er staðfest samhljóða.
14.Hreppsráð Rangárþings ytra - 6
1410005
Fundargerð frá 27.11.2014
Fundargerðin er staðfest samhljóða.
15.Lántaka Sorpstöðvar Rangárvallasýslu vegna byggingar Umhleðsluhúss á Strönd
1411104
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 100 m.
Sveitarstjórn Rangársþings ytra samþykkir hér með að veita veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum og eru meðfylgjandi fundargerð þessari. Er veðsetning þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lán Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. er tekið til að fjármagna byggingu umhleðsluhúss, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Rangárþings ytra veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni, kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Rangárþings ytra veitingu ofangreindrar veðtryggingar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.
Samþykkt samhljóða.
16.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun
1411106
Endurskoðuð útgáfa af samþykktum fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra lögð fram og kynnt. Lagt er til að samþykktirnar verði teknar til seinni umræðu á næsta fundi hreppsnefndar þann 16. desember n.k.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
17.Tillögur að gjaldskrám 2015
1411105
Lagðar fram tillögur að gjaldskrám og álagningarprósentum Rangárþings ytra fyrir 2015.
Tillögum að gjaldskrám og álagningarprósentum vísað til áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum. Gjaldskrár og álagningarprósentur verða teknar til formlegrar afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 16. desember n.k.
Samþykkt samhljóða.
Tillögum að gjaldskrám og álagningarprósentum vísað til áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum. Gjaldskrár og álagningarprósentur verða teknar til formlegrar afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 16. desember n.k.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt
Fundi slitið - kl. 11:00.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum