57. fundur 07. febrúar 2014

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra á kjörtímabilinu 2010 - 2014, var haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, föstudaginn 7. febrúar 2014 kl. 13.00.

 

 

Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Þorgils Torfi Jónsson, Anna María Kristjánsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritar fundargerð.

Guðfinna Þorvaldsdóttir vék af fundi kl. 14.00 og Gunnar Aron Ólason tók sæti hennar sem varamaður.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

Sveitarstjóri og oddviti; stutt yfirlit yfir verkefni frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

 

Dagskrárbreyting samþykkt . Erindi frá þorrablótsnefnd Holtamanna verður liður 8.13.

Þriðja febrúar sl. var leikskólanum á Laugalandi veitt ART vottun sem ART leikskóli og er hann sá fyrsti á landinu sem fær þessa vottun.

Sveitarstjórn óskar leikskólastjóra og starfsmönnum leikskólans til hamingju með Art vottunina og þakkar það góða og metnaðarfulla starf sem fram fer í leikskólanum á Laugalandi.

 

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 40. fundur hreppsráðs Rangárþings ytra, 23.01.14, í níu liðum.

 

Fundargerðin er staðfest.

Bókun Á-lista: Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum 9. júní 2011 að senda erindi til innanríkisráðuneytis sem er nú svarað rúmum tveimur árum síðar án þess að efnisleg niðurstaða sé ljós. Niðurstaðan vekur upp spurningar um málshraða og leiðbeiningarskyldu ráðuneytisins sbr. ákvæði í stjórnsýslulögum.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Steindór Tómasson.

 

  1. Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 20. fundur fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, 22.01.14, í átta liðum.

 

Fundargerðin er staðfest.

 

2.2 66. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings ytra, 03.02.14, í 12 liðum.

 

2.2.1 1311030 - Hólavangur, Umsókn um óskipulagða lóð

Grenndarkynning vegna áforma um stofnun lóðar við Hólavang.

Skipulagsnefnd leggur til að áform um nýtingu opins svæðis við Hólavang verði dregin til baka og felur skipulagsfulltrúa að senda bréf á sömu aðila og voru send gögn vegna grenndarkynningar.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.2.2 1303015 - Lunansholt 2, land 3, 4 og 5, Deiliskipulag

Stefán Þ. Ingólfsson, eigandi lands nr. 3 og Sævar Kristinsson, fyrir hönd Fjólu Pálsdóttur og Jóhönnu H. Oddsdóttur, eigenda landa nr. 4 og 5 í landi Lunansholts 2, hafa fengið heimild til deiliskipulagsgerðar. Deiliskipulagið tekur til 85,8 ha lands og verða tvö svæði skilgreind sem frístundasvæði samtals um 13 ha. Restin verður áfram í landbúnaðarnotum. Samhliða auglýsingu á tillögunni var auglýst breyting á aðalskipulagi. Tillagan var auglýst frá 10.10.2013 til 22.11.2013 og bárust engar athugasemdir. Tiltekin breyting á aðalskipulaginu hefur verið afgreidd til birtingar í B-deild.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

2.2.3. 1309025 - Vatnshólar, deiliskipulag

Steinsholt fyrir hönd sumarbústaðafélags Vatnshóla hefur fengið heimild til að gera breytingar á deiliskipulagi fyrir frístundasvæðið Vatnshóla úr landi Árbæjarhellis. Núgildandi deiliskipulag er síðan 1994. Athugasemd hefur borist frá landeiganda innan svæðis þar sem gerðar eru athugasemdir við girðingarmál og lóðastærðir innan spildu hans.
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 3.12.2013 að tillagan yrði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu.

Skipulagsnefnd telur að einstakir landeigendur innan sumarhúsafélags verði að eiga sín mál við félagið þegar um ágreining er að ræða varðandi skipulagsmál fyrir svæðið í heild. Í ljósi þess að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi er lögð fram í nafni sumarhúsafélagsins á svæðinu, skv. ákvörðun félagsins á aðalfundi, ítrekar skipulagsnefndin fyrri afgreiðslu sína og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

2.2.4 1310003 - Smávirkjun við Laufafell

Neyðarlínan ohf hefur fengið heimild til skipulagsgerðar við Laufafell vegna byggingar á vatnsaflsvirkjun til reksturs fjarskiptastöðvar þeirra við Laufafell. Lýsingin hefur verið kynnt skv. skipulagslögum og meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi tekur mið af þeim.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

2.2.5. 1311043 - Rangárþing eystra, beiðni um umsögn vegna aðalskipulags.

Skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna tillögu að aðalskipulagi fyrir Rangárþing eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd veitti umsögn um lýsingu á fundi 2. desember sl. án athugasemda.
Um er að ræða breytta landnotkun við Skóga (Fossbúð)þar sem svæði fyrir þjónustustofnanir verður breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu.

Lagt fram til kynningar.

2.2.6 1401014 - Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Skipulagsfulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps óskar eftir umsögn um fyrirliggjandi lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Um er að ræða breytingu vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar um allt að 140 MW.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

2.2.7 1311015 - Selás deiliskipulag íbúðabyggðar

Jón Ágúst Reynisson hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja land sitt undir íbúðabyggð. Ekki varð af gildistöku deiliskipulagstillögunnar sem unnið var að á árinu 2010 og þarf því að endurauglýsa tillöguna. Tillagan var auglýst frá 19.12.2013 til og með 31.1.2014 og bárust engar athugasemdir. Samhliða var kallað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.2.8 1401023 - Hagi v/Selfjall 1, breyting á deiliskipulagi

Rannveig Björg Jónsdóttir eigandi lóðar nr. 1 í landi Haga v/Selfjall óskar eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi í landi Haga v/Selfjall úr frístundasvæði í landbúnaðarnotkun.

Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingu á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu frístundasvæði skv. aðalskipulagi.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóð sína.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

2.2.9 1401024 - Þjóðólfshagi 21 og 25, umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Ágúst Rúnarsson eigandi lóða nr. 21 og 25 í landi Þjóðólfshaga óskar eftir því að deiliskipulagi verði breytt í landi Þjóðólfshaga úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Umsækjandi áformar stofnun lögbýlis á lóð sinni.

Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingu á landnotkun. Núverandi lóðir eru á skilgreindu frístundasvæði skv. aðalskipulagi.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi fyrir lóðir sínar.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar.

2.2.10 1401020 - Baugalda 12, byggingarleyfi fyrir einbýlishús

Gunnar Theódór Hannesson óskar eftir að byggja 230 m² einbýlishús á lóð sinni Baugalda 12.
Lagðar eru fram hugmyndir hans að staðsetningu innan lóðarinnar þar sem fyrirhuguð bygging er sýnd út fyrir byggingarreit.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á hugmyndir umsækjanda um framlagða tillögu að staðsetningu þar sem hugmyndin samræmist ekki skilmálum svæðisins skv. gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd telur að fyrirhugað húsnæði skuli hannað þannig að það komist fyrir innan fyrirliggjandi byggingareits eins og hann er sýndur skv. deiliskipulagi.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

2.2.11 1311025 - Þétting byggðar lausar lóðir

Skipulagsfulltrúi hefur tekið saman þær hugmyndir sem til eru um þéttingu byggðar innan þéttbýlis á Hellu.

Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd telur að framkomnar hugmyndir um þéttingu byggðar á Hellu séu ekki áhugaverðar. Skipulagsnefndin hefur ekki áform um þéttingu byggðar og telur að leggja þurfi frekari áherslu á að koma þeim lóðum, sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar, á framfæri.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu skipulagsnefndar

2.2.12 1401018 - Íbúafundur um skipulagsmál

Skipulagsnefnd hefur ákveðið að halda íbúafund um skipulagsmál. Farið verði yfir skipulagsmál innan sveitarfélagsins og framtíðarhorfur.

Lagt fram til kynningar.

  1. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 11. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 20.01.14, í tveimur liðum.

 

Til kynningar.

3.2 476. fundur stjórnar SASS, 31.01.14, í 16 liðum.

 

Til kynningar

Guðfinna Þorvaldsdóttir víkur af fundi vegna brýnna erinda kl. 14.00 og Gunnar Aron Ólason tekur sæti á fundinum.

 

 

  1. Tillaga að samþykkt um stjórn Rangárþings ytra til síðari umræðu.

Lögð fram tillaga að breytingum á greinum nr. 7 og 51 og verður texti þeirra þannig:

 

  1. gr. "Á fyrsta fundi kýs sveitarstjórn oddvita og tvo varaoddvita. Kjörtímabil þeirra er sama og sveitarstjórnar nema sveitarstjórnin ákveði annað." Annar texti greinarinnar verði óbreyttur.

 

  1. gr. "Sveitarstjórn ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélaginu og veitir þeim lausn frá störfum. Æðstu stjórnunarstöður eru forstöðumenn starfssviða og forstöðumenn stofnana í samræmi við skipurit sem í gildi er og samþykkt af sveitarstjórn á hverjum tíma." Annar texti greinarinnar verði óbreyttur.

Framangreindar breytingatillögur samþykktar samhljóða.

Tillaga að "Samþykkt um stjórn Rangárþings ytra" samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

  1. Tillaga að fundaráætlun fyrir sveitarstjórn Rangárþings ytra 2014.

 

Lagt er til að reglulegir fundir sveitarstjórnar á árinu 2014 verði að jafnaði annan fimmtudag í hverjum mánuði og hefjist kl. 15.00. Lagt er til að reglulegir fundir byggðarráðs á árinu 2014 verði að jafnaði fjórða fimmtudag í hverjum mánuði og hefjist kl. 09.00. Sveitarstjórn getur breytt þessari samþykkt á árinu með nýrri ákvörðun sbr. ákvæði 8. gr. samþykkta um stjórn Rangárþings ytra.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti.

Samþykkt samhljóða.

  1. Kauptilboð í landspildur:

6.1 tilboð í landspildu Hábær 2, Rangárþingi ytra 1 ha. Tilboðið er frá P. Kúld ehf.

 

Kauptilboðinu er hafnað samhljóða.

6.2 tilboð í landspildu úr landi Merkihvols, Rangárþingi ytra 210 ha.Tilboðið er frá Bergi Sveinbjörnssyni.

 

Kauptilboðinu er hafnað samhljóða.

  1. Erindi til sveitarstjórnar

7.1 Erindi - 27.01.14 - Páll G. Björnsson- lausaganga hunda á Hellu.

 

Erindinu vísað til forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða.

7.2 Erindi - 01.02.14 - Margrét Eggertsdóttir - sorphirða og vatnsgjald.

 

Erindinu vísað til sveitarstjóra og forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar til athugunar og skilað verði greinargerð til sveitarstjórnar fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, umsóknir um styrki og boð um þjónustu:

8.1 Golfklúbburinn á Hellu, 30.01.14, beiðni um niðurfellingu á fasteignaskatti atvinnuhúsnæðis, þar sem húsnæðið er íþróttamannvirki.

 

Golfklúbbnum á Hellu er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2014 með því skilyrði að engin starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni fari fram í húsnæðinu, s.s. leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga- eða verslunarrekstur. Umsækjanda ber að sýna fram á að engin slík starfsemi fari fram í húsinu, eða þeim hluta þess sem sótt er um styrk fyrir, og verður styrkurinn greiddur 1. september 2014 að þessum skilyrðum uppfylltum. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks er að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (ST).

 

8.2 Oddasókn, 31.01.14, beiðni um styrk á móti álögðum fasteignaskatti á safnaðarheimili Oddasóknar að Dynskálum 8, Hellu.

 

Oddasókn er veittur styrkur til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2014 með því skilyrði að engin starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni fari fram í húsnæðinu, s.s. leiga á húsnæðinu á samkeppnismarkaði, veitinga- eða verslunarrekstur. Umsækjanda ber að sýna fram á að engin slík starfsemi fari fram í húsinu, eða þeim hluta þess sem sótt er um styrk fyrir,og verður styrkurinn greiddur 1. september 2014 að þessum skilyrðum uppfylltum. Forsendur fyrir útgreiðslustyrks er að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (ST).

 

8.3 Innanríkisráðuneytið - Samband íslenskra sveitarfélaga, 27.01.14. Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

 

Lagt er til að Rangárþing ytra sæki um að vera þátttakandi í tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar.

Samþykkt samhljóða.

 

8.4 SAMAN-hópurinn, 24.01.14, beiðni umfjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins 2014.

 

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að vera við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

 

8.5 SAMAN-hópurinn, 30.01.14, beiðni um styrk til framleiðslu forvarnarmyndbands.

 

Sveitarstjórn Sveitarstjórn sér sér ekki fært að vera við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

 

8.6 Skipulagsstofnun, 20.01.14, boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026.

 

Lagt er til að Rangárþing ytra taki þátt í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015 - 2026.

Fulltrúi Rangárþings ytra verði formaður skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

 

8.7 Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ), 31.01.14, aðalfundarboð.

 

Til kynningar

 

8.8 Samband íslenskra sveitarfélaga, 29.01.14, Upplýsinga- og umræðufundur um stöðuna á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga verður haldinn 14.02.14 í Reykjavík.

 

Til kynningar.

 

8.9 Erlingur Snær Loftsson, 03.02.14, beiðni um styrk til kaupa á SNAG Golf búnaði til kennslu á golfi fyrir börn og fullorðna.

 

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að styrkja kaup á þessum búnaði og felur sveitarstjóra að hafa milligöngu um kaup á þjónustu í samráði við hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða.

8.10 Þekking beisluð - nýsköpun og frumkvæði, 30.01.14 - útgáfa á bók.

 

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við þessari umsókn.

Samþykkt samhljóða.

 

8.11 Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, 20.01.14 - beiðni um framlag í formi hvatningar og styrks.

 

Erindinu vísað til skólastjórnenda grunnnskóla sveitarfélagsins og fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps.

Samþykkt samhljóða.

 

8.12 Reggio children, 20.01.14- ráðstefna haldin í mars 2014.

 

Til kynningar.

 

8.13 Þorrablótsnefnd Holtamanna 05.02.14, beiðni um styrk á móti húsaleigu á aðstöðunni á Laugalandi vegna

þorrablóts Holtamanna sem haldið verður 22. febr. nk.

 

Sveitarstjóra falið að afgreiða erindið í samræmi við gildandi reglur.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Annað efni til kynningar:

9.1 Samfylkingin, 27.01.14, Landssamband 60+ ályktar um útvistun á rekstri hjúkrunarheimila til einkaaðila.

9.2 Vinnueftirlitið, 31.01.13- framlenging á fresti til úrbóta vegna fyrirmæla Vinnueftirlits til 01.04.14.

 

Fundargerðin yfirfarin og undirrituð.

 

 

Fundi slitið kl. 16.45

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?