Rangárþing ytra
38. fundur (aukafundur) hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, á Hellu, mánudaginn 26. nóvember 2012, kl. 16.00.
FUNDARGERÐ
Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Katrín Sigurðardóttir, varamaður Önnu Maríu Kristjánsdóttur, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fundinn kl. 16.00 og stjórnaði honum.
Oddviti leggur fram tillögu að viðbót við boðaða dagskrá, þ.e. að liður nr. 15 bætist við sem er um ósk um hluthafafund í Suðurlandsvegi 1 - 3 ehf.
Samþykkt.
1. Fundargerðir hreppsráðs:
- fundur 20. nóvember 2012.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Bókun Á lista:
Varðandi aðkomu hreppsráðs að frekari vinnu við fjárhagsáætlun verður ekki séð að hreppsráð hafi fram að þessu komið með tillögur umfram þær sem þegar eru komnar fram frá forstöðumönnum stofnana og undirbúnar af starfsfólki skrifstofu. Óljóst er hve marga fundi til viðbótar þarf til þess. Í því ljósi er lagt til að sveitarstjórn haldi sameiginlegan vinnufund líkt og áformað var í byrjun nóvember og aðkoma allra í sveitarstjórn þannig tryggð í stað þess að þeim sé gefinn kostur á að sækja þá. Vegna orðalags um „haldi vinnufundi utan reglulegrar fundarraðar“er óljóst hvort þetta rúmast innan þeirrar vinnu sem hreppsráði er ætlað eða hvort greiða þarf sérstaklega fyrir þessa vinnu.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús Hrafn Jóhannsson, Steindór Tómasson.
Bókun oddvita:
Gert er ráð fyrir að hreppsráð komi saman til 2ja - 3ja vinnufunda til viðbótar. Sveitarstjóri mun halda utan um mætingu hreppsráðsmanna og gera launafulltrúa grein fyrir þeim vegna mögulegra fundalauna skv. reglum þar um. Gera megi ráð sameiginlegum vinnufundi allra sveitarstjórnarfulltrúa þegar verður búið að vinna skjalið frekar.
2. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
- Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs., dags.13. nóvember 2012.
- Aðalfundur Byggingar-og Skipulagsfulltrúaembættis Rangárþings dags. 6. nóvember 2012.
3. Skipulagsmál:
- Beiðni um umsögn vegna tillögu að greinargerð og uppdráttum um deiliskipulag á Strönd, erindi 15. nóvember 2012.
Hreppsnefndin gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu og uppdrætti.
- Endurauglýsing skipulagstillagna vegna miðbæjar Hellu, Rangárbakka og Dynskála. Birgir fulltrúi.
Aðalskipulag auglýsing
Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkir að fela Skipulagsfulltrúa að endurauglýsa breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022, vegna formgalla á fyrri auglýsingu. Einnig skal samhliða auglýsa deiliskipulög fyrir Miðbæ og Rangárbakka, þar sem þau deiliskipulög taka mið af tilgreindri breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Deiliskipulag Miðbær
Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkir deiliskipulag fyrir Miðbæ Hellu og felur Skipulagsfulltrúa að auglýsa það.
Deiliskipulag Rangárbakkar
Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkir deiliskipulag fyrir Rangárbakka og felur Skipulagsfulltrúa að auglýsa það.
Deiliskipulag Dynskálar
Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkir breytingar á deiliskipulagi fyrir Dynskála og felur Skipulagsfulltrúa að auglýsa það í B-deild Stjórnartíðinda þegar breytingin á aðalskipulagi hefur tekið gildi.
4 Ráðningarsamningur sveitarstjóra.
Ráðningarsamningurinn staðfestur með 4 atkvæðum þrír sitja hjá GÞ, MJ,ST.
Bókun Á lista: fulltrúar Álista ítreka fyrri bókanir er varðar ráðningarferli sveitarstjóra samanber 37. fund hreppsnenfdar.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús Hrafn Jóhannsson, Steindór Tómasson.
- Veturliði Þór Stefánsson 21/11'12 - beiðni um afrit af ráðningarsanningum sveitarstjóra og fylgigögnum ef til
Hreppsnefnd samþykkir að senda afrit af umbeðnum ráðningarsamningum með rafrænum hætti til Veturliða. Ekki er um önnur gögn að ræða sem beðið er um í tölvupósti Veturliða og því er ekki unnt að verða við þeim óskum.
- Álagningarprósentur, afslættir og gjaldskrár 2013:
- Tillaga að álagningarprósentum útsvars, fasteignaskatta, lóðarleigu, vatnsgjalds, aukavatnsgjalds, holræsagjalds, afsláttum og gjalddögum fasteignagjalda fyrir árið 2013:
Útsvar verði 14.48%. Samþykkt samhljóða.
Fasteignaskattur A verði 0,39% af fastegnamati húss og lóðar Fasteignaskattur B verði 1,32% af fasteignamati húss og lóðar Fasteignaskattur C verði 1,55% af fasteignamati húss og lóðar Lóðarleiga verði 0,85% af fasteignamati húss og lóðar Vatnsgjald verði 0,23% af fasteignamati húss og lóðar Holræsagjald verði 0,22% af fasteignamati húss og lóðar
Gjalddagar fasteignaskatta, lóðarleigu, holræsagjalds og vatnsgjalds verði 1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8 og 1/9. Eindagar verði 30 dögum eftir hvern gjalddaga.
Aukavatnsgjald hjá stórnotendum kr. 26.50 fyrir hvern rúmmetra m.v. Byggingavísitölu í des. 2007, 377,7. Gjaldagi reikninga fyrir aukavatnsgjald er á útgáfudegi og eindagi 30 dögum síðar.
Í þeim tilfellum þar sem heildargjöld fasteignagjalda verða kr. 35.000 eða lægri skal vera einn gjalddagi 1/6 2013. Önnur gjöld verði samkvæmt sérstökum gjaldskrám.
Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum með 75% örorku skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjöldum samkvæmt reglum sem samþykktar verða af sveitarstjórn.
Ofangreindum gjöldum og afsláttarreglum er vísað til vinnu við gerð fjáhagsáætlunar 2013.
- Tillögur að gjaldskrám íþróttamannvirkja á Hellu, Laugalandi og í Þykkvabæ fyrir árið
Gjaldskránum vísað til hreppsráðs til frekari vinnslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013. Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu- og eyðingu fyrir árið Gjalddagar verði sömu og fasteignaskatta.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að gjaldskrá fyrir Heklukot og Leikskólann á Laugalandi. Gjalddagar verða útgáfudagar reikninga og eindagar 30 dögum síðar.
Samþykkt samhljóða.
- Tillögur um vinnuátakið „Vinna og virkni“, erindi frá Karli dags. 14/11'12
Erindinu vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar til umsagnar og tillögugerðar.
- Umsókn UMFÍ um IPA styrki 14. nóvember 2012. UMFÍ fer fram á að sveitarfélögin sem eiga skólahúsnæðið að Skógum veiti samþykkt sitt fyrir notkun þess á vegum UMFÍ til skólahalds Lýðháskóla.
Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkir framangreinda notkun á húsnæðinu fyrir sitt leyti. Hreppsnefndin áskilur að þegar húsnæðið verði ekki lengur nýtt fyrir starfsemi Lýðháskóla á vegum UMFÍ verði því skilað í jafn góðu ástandi og það er í núna.
- Beiðni um gerð þjónustusamnings við Garp, dags. 12/11'12.
Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og tillögugerðar. Bókun Á lista:
Æskilegt væri að fram kæmi í beiðni um þjónustusamning sem þennan, tillögur og hugmyndir forráðamanna félaga um innihald og fjárhæðir slíkra samninga. Það auðveldar vinnu við gerð þeirra. Þess er vænst að forráðamenn Garps verði kallaðir að borði þegar til þeirrar vinnu kemur.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús Hrafn Jóhannsson, Steindór Tómasson. Samþykkt samhljóða.
- Tillögur frá Á-lista 23.11.12
- Tillaga Á lista:
Til hagræðingar þá er lagt til að fastir fundir hreppsráðs verði lagðir niður og í stað þá falli verkefni og hlutverk sem ráðinu er ætlað undir sveitarstjórn.
Mikill kostnaðarauki er við meirihlutaskipti og þá nauðsynlegt að bregðast við með sparnaði hjá þeirri stofnun- stjórnsýslu sem kostnaðinum veldur eða hjá yfirstjórn sveitarfélagsins.
Lagt er til að frá og með 1.12.nk. taki þetta gildi og þá til reynslu í 6 mánuði. Hægt er að boða til fundar í hreppsráði ef brýn erindi berast á milli funda sveitarstjórnar
og þá fá fulltrúar hreppsráðs greitt fyrir hvern fund en ekki fastar mánaðarlegar greiðslur eins og nú er.Tillaga um að fastir fundir hreppsráðs falli niður og að aðeins verði greitt fyrir sótta fundi.
Oddviti leggur áherslu á mikilvægi starfa hreppsráðs við gerð fjárhagsáætlana, ársreikninga og samstarfs við sveitarstjóra um fjárstýringu sveitarfélagsins. Þetta auk meðferðar tilfallandi mála þegar þörf er fyrir geri það að verkum að nauðsynlegt sé að það verði starfandi eins og verið hefur.
Samþykkt samhljóða að vísa málinu til hreppsráðs til umfjöllunar.
- Tillaga Á-lista:
Íbúafundur verði haldinn fimmtudaginn 29. nóvember 2012 í Íþróttahúsinu á Hellu kl. 20:00. Dagskrá og efni fundarins verði umræða og kynning á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 ásamt almennri umræðu um málefni sveitarfélagsins. Sveitarstjóri boði til fundarins í nafni sveitarstjórnar og kannað verði hvort að hægt verði að fá Sr. Guðbjörgu Arnardóttur og Sr. Halldóru Þorvarðardóttur til að vera fundarstjórar.
Lögð fram breytingartillaga: Íbúafundur um fjárhagsáætlun, fyrirhugaðar fjárfestingar á árinu 2013 og önnur málefni verði haldinn eins fljótt og við verður komið í janúar 2013, enda verði þá búið að afgreiða tillögur um þessi málefni.
Breytingartillagan borin upp til atkvæða:
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ, MHJ, ST).
Bókun Á - lista um íbúafund: Fulltrúar Á-lista lögðu fram tillögu um íbúafund 29. nóv. n.k. til þess að íbúar gætu komið með álit á fjárhagsáætlunina áður en hún væri fullgerð. Kynning á henni eftir að hún hefur verið afgreidd kemur í veg fyrir aðkomu íbúa.
Bókun meirihluta:
Meirihlutinn leggur áherslu á að haldnir verði íbúafundir í aðdraganda að gerð fjárhagsáætlunar á hverju ári. Rétt tímasetning slíkra funda er í september eða byrjun október. Í lok nóvember er aðeins rými fyrir vinnu sem tengist gerð áætlunarinnar beint á vinnufundum bæði hreppsráðs og sveitarstjórnar. Fjárhagsáætlun þarf að vera fullbúin og afgreidd fyrir 15. desember ár hvert. Íbúar geta komið ábendingum og hugmyndum á framfæri við sveitarstjórnina alla daga ársins og slíkt er alltaf vel þegið.
- Áætlun um fundi:
- Tillaga að fundadagatali hreppsnefndar og hreppsráðs
Samþykkt að fresta málinu til næsta hreppsnefndarfundar.
- Breyttur fundartími í desember Lagt er til að reglulegur fundur hreppsnefndar í desember verði haldinn föstudaginn 14. desember kl. 14.00 í stað fimmtudagsins 6. desember kl. 15.00.
Samþykkt samhljóða.
- Kjör nefnda, ráða og stjórna:
- Einn varamaður í hreppsráð.
Lagt er til að Þorgils Torfi Jónsson verði varamaður í hreppsráði þangað til nýtt hreppsráð verður kosið í júní 2013 í stað Ingvars Péturs Guðbjörnssonar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST)
- Héraðsnefnd.
Lagt er til að eftirtaldir verði fulltrúar Rangárþings ytra í Héraðsnefnd þar til annað verður ákveðið: Drífa Hjartardóttir
Þorgils Torfi Jónsson Steindór Tómasson
Til vara:
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Guðfinna Þorvaldsdóttir
Samþykkt samhljóða.
- Fræðslunefnd.
Lagt er til að eftirtaldir skipi fræðslunefnd Rangárþings ytra þangað til annað verður ákveðið:
Ingvar Pétur Guðbjörnsson Hulda Karlsdóttir
Katrín Sigurðardóttir
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Arndís Fannberg
Til vara:
Anna María Kristjánsdóttir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Ómar Diðriksson
Magnús H. Jóhannsson Ragnheiður Alfreðsdóttir
Lagt er til að Ingvar Pétur Guðbjörnsson verði formaður nefndarinna. Að öðru leyti skiptir nefndin sjálf með sér verkum.
Samþykkt samljóða
- Skipulagsnefnd Rangárþings
Lagt er til að eftirtaldir skipi skipulagsnefnd Rangárþings ytra þangað til annað verður ákveðið:
Þorgils Torfi Jónsson Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Guðfinna Þorvaldsdóttir
Til vara:
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir Anna María Kristjánsdóttir Valmundur Gíslason
Lagt er til að Þorgils Torfi Jónsson verði formaður nefndarinnar. Að öðru leyti skiptir nefndin sjálf með sér verkum.
Samþykkt samhljóða.
- Atvinnu- og menningarmálanefnd.
Lagt er til að eftirtaldir skipu atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra þangað til annað verður ákveðið:
Katrín Sigurðardóttir Ómar Diðriksson Reynir Friðriksson Yngvi Harðarson Jóhann Björnsson
Til vara:
Sigríður Theódóra Kristinsdóttir Ingvar Pétur Guðbjörnsson Guðmundur Gunnar Guðmundsson Tómas Þorgilsson
Gunnar Aron Ólason
Lagt er til að Katrín Sigurðardóttir verði formaður nefndarinnar. Að öðru leyti skiptir nefndin sjálf með sér verkum.
Samþykkt samhljóða.
- Íþrótta- og tómstundanefnd.
Lagt er til að eftirtaldir skipu íþrótta- og tómstundanefnd Rangárþings ytra þangað til annað verður ákveðið:
Lovísa B Sigurðardóttir Sigríður Theódóra Kristinsdóttir Bæring Guðmundsson Ingibjörg Heiðarsdóttir
Marý Linda Jóhannsdóttir Til vara:
Ómar Diðriksson
Guðmundur Gunnar Guðmundsson
Sigríður Arndís Þórðardóttir Guðjón Gestsson
Björgvin Reynir Helgason
Lagt er til að Lovísa B. Sigurðardóttir verði formaður nefndarinnar. Að öðru leyti skiptir nefndin sjálf með sér verkum.
Samþykkt samhljóða.
- Brunavarnir Rangárvallasýslu
Lagt er til að eftirtalinn verði fulltrúi Rangárþings ytra í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. þangað til annað verður ákveðið:
Drífa Hjartardóttir Til vara:
Magnús Hrafn Jóhannsson
Samþykkt samhljóða.
13. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Samráðsnefnd sorpsamlaga á Suðvesturlandi: Fundarboð, 19. nóvember 2012, vegna fundar um mögulega urðunarstaði fyrir sorp sem haldinn verður 27. nóvember 2012.
Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að sækja fundinn fyrir hönd Rangárþings ytra. Sveitarstjórnarfulltrúum er heimilt að sækja fundinn komi þeir því við.
Samþykkt samhljóða.
- SASS - aukaaðalfundur 12.12 - fundarboð.
Lagt er til að eftirtaldir fjórir sveitarstjórnarfulltrúar sæki aukaaðalfundinn sem fulltrúar Rangárþings ytra með atkvæðisrétti:
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Margret Ýrr Sigurgeirsdóttir Guðfinna Þorvaldsdóttir Magnús Hrafn Jóhannsson
Til vara:
Þorgils Torfi Jónsson Anna María Kristjánsdóttir Steindór Tómasson Gunnar Aron Ólason
Að auki hafa aðrir sveitarstjórnarfulltrúar og sveitarstjóri heimild til þess að sitja fundinn með málfrelsi og tillögurétti.
Samþykkt samhljóða.
.
- Umsókn frá starfsmönnum, 16. nóvember 2012, um styrk vegna rútu: Vísað til hreppsnefndar frá hreppsráði, 27. fundi, 20. nóvember 2012.
Lagt er til að hreppsnefnd styrki framtakið með kr. 60.000 og verði það fært á "sameiginlegan kostnað"..
Erindinu hafnað vegna jafnræðis milli starfsmanna þar sem starfsmenn búa vítt og breytt í sveitarfélaginu og á suðurlandi.
- HSK 22/11´12 - ósk um áframhaldandi fjárstuðning.
Lagt er til að fjárstuðningur til HSK verði óbreyttur frá fyrra ári og tekið verði tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
14. Annað efni til kynningar:
- Ársskýrsla lögreglunnar á Hvolsvelli vegna ársins 2011, 19. nóvember 2012.
- Minnispunktar frá fundi fulltrúa Sorpstöðvar Rangárvallasýslu með fulltrúum Umhverfisstofnunar.
- nóvember 2012, dags. 20. nóvember 2012.
- Ályktanir ársþings SASS 2012, 14. nóvember 2012.
- Sóknaráætlun landshluta - skapalón.
15. Ósk um hluthafafund í Suðurlandsvegi 1 - 3 ehf.:
Lagt er til að hreppsnefnd Rangárþings ytra óski eftir hluthafafundi í Suðurlandsvegi 1 - 3 ehf. eins fljótt og unnt verður að koma við. Fundarefni verði kosning stjórnar.
Samþykkt samhljóða að fela oddvita að fara með atkvæðisrétt Rangárþings ytra á fundinum.
Fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 19.04.