Rangárþing ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, mánudaginn 29. apríl 2013, kl. 16.30.
Mætt: Guðmundur Ingi Gunnlauggson, oddviti, Anna María Kristjánsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, varamaður fyrir Þorgils Torfa Jónsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson og Steindór Tómasson. Sigríður Theodóra Kristinsdóttir kemur inn á fundinn sem varamaður fyrir Guðmund Inga Gunnlaugsson kl. 18.10. undir lið nr. 3 og frá lið nr. 5. Einnig situr fundinn Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri sem ritar fundargerð. Einar Sveinbjörnsson, lögg. endurskoðandi frá KPMG og Klara Viðarsdóttir aðalbókari Rangárþings ytra mæta á fundinn undir lið nr. 1.
Áður en gengið var til dagskrár sagði sveitarstjóri frá fundi bæjar - og sveitarstjóra sem fyrirhugaður er 2. - 4. maí að Hótel Fljótshlíð, gestgjafar eru Rangárþings eystra og Rangárþings ytra.
- Ársreikningar 2012 ásamt sundurliðunum og endurskoðunarskýrslu til fyrri umræðu.
Einar Sveinbjörnsson, lögg. endurskoðandi mætir á fundinn undir þessum lið og leggur fram og kynnir ársreikningana.
Ársreikningunum vísað til síðari umræðu.
- Fundargerðir hreppsráðs:
2.1 31. fundur 26.04.13.
Liðir nr. 9.1 og 9.2 á dagskrá hreppsráðs 26.04.13 teknir fyrir sérstaklega:
2.3 Samband ísl. sveitarfélaga, 11.04.13, umsögn um fjallskilaálagningu.
Fram kemur í umsögn frá lögfræðisviði Sambands ísl. sveitarfélaga að ekki sé mögulegt að undanskilja einstaka gjaldendur frá greiðslu fjallskilagjalda að hluta eða öllu leyti vegna ákvæða í Fjallskilasamþykkt Rangárvallasýslu.
Lagt er til að málið verði tekið fyrir samhliða vinnu við endurskoðun á Fjallskilasamþykkt sýslunnar.
Samþykkt samhljóða.
2.4 Foreldrafélag Heklukots, 09.04.13, óánægja með sumarlokun leikskólans 2013.
Sveitarstjórnin þakkar foreldrafélaginu fyrir ábendingar um sumarlokanir. Reynt verður eftir því sem unnt er að koma til móts við óskir sem flestra foreldra en aldrei verður þó hægt að uppfylla ýtrustu óskir allra. Stjórnendur leikskólanna munu reyna að hafa ákvarðanir um sumarlokanir þeirra tilbúnar fyrr en verið hefur á þessu ári og undangengnum árum svo foreldrar hafi lengri tíma til að undirbúa sig.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír á móti (GÞ,MHJ,ST).
Bókun Á-lista:
" Vísað er til bókunar Guðfinnu Þorvaldsdóttur við lið 9.2. Með bréfi frá foreldrafélagi
Heklukots er staðfest að samráð við félagið var ekkert um lokun leikskólans og tillögur þess að engu hafðar
og er ekki sú stjórnsýsla sem Á-listi vill ástunda".
Fundargerðin að öðru leyti staðfest með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ,MHJ,ST).
Samþykkt samhljóða að færa lið 4 á undan lið 3.
- Fundargerðir annarra fastanefnda, nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 3. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 22.04.13, í tveimur liðum.
3.2 58. fundur stjórnar Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs., 23.04.13, í þremur liðum.
3.3 Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs., aðalfundur 23.04.13 í sjö liðum.
- Tillaga að samþykkt um fráveitu og meðhöndlun seyru í Rangárþingi ytra til fyrri umræðu.
Vísað til hreppsráðs og samgöngu- umhverfis- og hálendisnefndar til yfirferðar og farið fram á að nefndirnar skili áliti sínu fyrir sumarleyfi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson oddviti víkur af fundi kl. 18.10 og sæti hans tekur Sigríður Th. Kristinsdóttir.
- Annað efni til kynningar:
5.1 Viljayfirlýsing velferðarráðherra, sveitarstjóra og oddvita Ásahrepps, dags. 23.04.13, um fjármögnun viðbyggingar við Lund, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Sveitarstjórn fagnar viljayfirlýsingu varðandi áframhaldandi uppbyggingu á Lundi.
5.2 HSK 04.04.13, tilmæli til sveitarfélaga frá 91. Héraðsþingi HSK í mars 2013.
5.3 Samkeppniseftirlitið v. erindis Gámaþjónustunnar hf., 03.04.13.
5.4 JP lögmenn, Óskar Sig. hrl., 24.04.13, svar f.h. Sorpstöðvar Suðurlands bs. til Samkeppniseftirlitsins.
Fundargerðin yfirfarin og staðfest.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.50.