Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 28. apríl 2011, kl. 13.00
Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Þorgils Torfi Jónsson og Anna María Kristjánsdóttir. Einnig Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri, sem ritar fundargerð. Auk þess mæta á fundinn Indriði Indriðason aðalbókari og Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi KPMG.
Oddviti setur fund og stjórnar honum.
Sveitarstjóri og oddviti greina munnlega frá stöðu helstu mála utan dagskrár fundarins.
Erindi til umsagnar og afgreiðslu:
- Lánssamningur nr. 14/2011 milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Rangárþings ytra sem lántaka.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 66.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2011, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er sveitarstjóra, Gunnsteini R. Ómarssyni, kt. 110870-4939, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
- Ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2010, fyrri umræða.
Auðunn Guðjónsson, KPMG, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, kynnti niðurstöður ársreiknings fyrir Rangárþing ytra árið 2010. Auk þess voru lagðir fram ársreikningar samstarfsverkefna á Laugalandi; Menningarmiðstöðin, Leikskólinn, Eignasjóður og Leiguíbúðir.
Ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2010 vísað til síðari umræðu.
- Málefni einkahlutafélagsins Suðurlandsvegur 1-3 ehf. skv. minnisblaði frá LEX Lögmannsstofu dags. 22. mars 2011 og bókun sveitarstjórnar á 16. fundi, dags. 7. apríl 2011.
Vísað er til fyrri bókunar sveitarstjórnar um sama efni á fundi sveitarstjórnar þann 7. apríl 2011. Í fyrri bókun var sveitarstjórn upplýst um að Arion banki hefði veitt vilyrði fyrir fjármögnun að uppfylltum öllum skilyrðum endurskipulagningar félagsins og að hluthafasamkomulag lægi fyrir með fyrirvara um smávægilegar breytingar og samþykki allra hlutahafa. Þá var lögð fyrir sveitarstjórn skýrsla frá KPMG varðandi fjárhagsleg áhrif af fyrirhugaðri fjárhagslegri endurskipulagningu Suðurlandsvegar 1-3 ehf. á fjárhagsáætlanir Rangárþings ytra. Óskað var eftir samantektinni á grundvelli ákvæða 65. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 með síðari breytingum.
Í skýrslu KPMG, dags. 7. apríl 2011, kemur fram að fyrirhuguð endurskipulagning hafi ekki umtalsverð viðbótaráhrif á samstæðureikning A og B hluta sveitarfélagsins. Gert hefur verið ráð fyrir þeim fjárfestingum sem þörf er á í langtímaáætlunum sveitarfélagsins en ljóst er að verkefnið er stórt og allar líkur eru á því að ákvæði 65. gr. eigi við í þessu tilviki. Auk þess er að mati KPMG mikilvægt að sveitarstjórn sé upplýst um þessi áhrif þegar ákvörðun er tekin óháð formlegri skyldu lagaákvæðisins. Auðunn Guðjónsson, KPMG, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, kynnti efnislega niðurstöðu skýrslunnar fyrir sveitarstjórn á fundinum.
Sveitarstjórn hafði á síðasta fundi samþykkt hluthafasamkomulag það sem fyrir fundinum lá, með fyrirvara um samþykki allra hluthafa og hugsanlegar breytingar sem kynnu að verða. Breytingar hafa orðið á samkomulaginu milli funda og samþykkir sveitarstjórn nú áorðnar breytingar og þar með hluthafasamkomulagið, með fyrirvara um samþykki allra hlutahafa.
Að öðru leyti er vísað til fyrri bókunar sveitarstjórnar á 16. fundi, dags. 7. apríl 2011.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 14:30.