2. fundur 19. júní 2010

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra - aukafundur, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, laugardaginn 19. júní 2010, kl. 10.30.

 

Mætt voru: Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Magnús Jóhannsson, Steindór Tómasson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Anna María Kristjánsdóttir, Katrín Sigurðardóttir. Einnig Indriði Indriðason fjármálastjóri og Örn Þórðarson sem ritaði fundargerð. Forföll boðaði Þorgils Torfi Jónsson.

 

Bent er á meirihluti sveitarstjórnarmanna á fundinum eru konur, en fundurinn ber upp á kvenréttindadaginn.

 

Tillaga um að bæta við lið 4. Samþykkt samhljóða

 

  1. Suðurlandsvegur 1-3 ehf.:
    • Hæfi sveitarstjórnamanna að sitja í stjórn einkahlutafélagsins Suðurlandsvegur 1-3 ehf.

Lagt fram álit Sesselju Árnadóttur lögmanns KPMG, á hæfi sveitarstjórnarmanna á setu í stjórnum einkahlutafélaga. Álitið sem hér segir:

„Aflað hefur verið upplýsinga um að engin lagaákvæði standi í vegi fyrir því að sveitarstjórnarmenn geti setið í stjórn einkahlutafélagsins. Á hinn bóginn getur sú staða haft þau áhrif að viðkomandi sveitarstjórnarmenn þurfi að víkja sæti við afgreiðslu mála í sveitarstjórn sem varða einkahlutafélagið sérstaklega, sbr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga og ákvæði laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 varðandi skyldur stjórnarmanna.“

Til kynningar.

  • Tilnefning umboðsmanns með atkvæðarétt á hluthafafundi.

Tillaga um að Guðfinna Þorvaldsdóttir oddviti fari með atkvæði sveitarfélagsins á hluthafafundi Suðurlandsvegar 1-3 ehf. á mánudaginn 21 júní 2010.

Samþykkt samhljóða.

  • Tilnefning í stjórn á hlutafélagi.

Tillaga um að eftirtaldir aðilar verði tilnefndir á næsta hluthafafundi, sem fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf.:

Bjarni Jónsson, kt: 300952-3649.

Samþykkt samhljóða.

Indriði Indriðason, kt. 180465-4489.

Samþykkt samhljóða.

Þorgils Torfi Jónsson, kt. 100756-3749.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (MÝS).

Til vara:

Kjartan Magnússon, kt:271153-5709.

Samþykkt samhljóða

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, kt: 150677-5809.

Samþykkt samhljóða

Sigurbjartur Pálsson, kt: 270360-2899.

Samþykkt samhljóða

  • Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf.

Núverandi stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf. er skipuð eftirtöldum aðilum:

Þorgils Torfi Jónsson, formaður stjórnar, Sigurbjartur Pálsson, Örn Þórðarson, Már Guðnason og Þröstur Sigurðsson.

Til kynningar.

  • Bréf frá framkvæmda stjóra Suðurlandsvegar 1-3 ehf., 14 jún. 2010.

Framkvæmdarstjóri lýsir erfiðleikum við lokafjármögnun uppá samtals 110 millj. kr. vegna verksamninga í áfanga I og II. Um er að ræða u.þ.b. 40 millj. kr. sem þarf að greiða í júní og 70 millj.kr. í júlí. Fram kemur hjá bréfritara sundurliðun á framlögum Rangárþings ytra frá árinu 2006 til og með 2010, sé 168.128,525 kr.

Til kynningar.

  • Svarbréf fjármálastjóra dags.15 júní 2010.við fyrirspurn Oddvita.

Fyrirspurn oddvita til fjármálastjóra er sem hér segir:

„Álit frá fjármálastjóra um hvort að sveitarfélagið getur ef til þess kemur, lánað félaginu þessar 40mkr. án þess að það skerði greiðslugetu sveitarfélagsins núna varðandi lögbundnar greiðslur og vegna fjármögnun ársins 2010.

Útdráttur úr efnislegum forsendum svars fjármálastjóra:

Álit fjármálstjóra byggist á staðreyndum sem koma fram í ársreikningum og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. sem og þeirri staðreynd að sveitarfélagið hefur nú þegar sett 160.346,102 kr. í félagið Suðurlandsvegur 1-3 ehf., að auki á sveitarfélagið ógreidda kröfu vegna gatnagerðargjalda að upphæð 7.782,423 kr. Bréfritari kveðst ekki hafa séð neina samþykkta rekstraráætlun, ársreikninga, eða samninga sem geta skapað félaginu Suðurlandsvegur 1-3 tekjur.

Álit fjármálastjóra:

„Rekstrarniðurstaða ársins 2009, ábendingar endurskoðenda, niðurstaða fjárhagsáætlunar og óvissa um rekstrarhæfi Suðurlandsvegar 1-3 ehf. liggur fyrir. Í ljósi ofangreindra upplýsinga sem undirritaður hefur tel ég að lánaviðskipti á milli Rangárþings ytra og Suðurlandsvegar 1-3 vera háð svo mikilli óvissu að slíkt gæti skaðað greiðslugetu sveitarfélagsins verulega.

Mikil óvissa er á lánamörkuðum og erfitt getur verið að fjármagna þær framkvæmdir sem eru í gangi hjá sveitarfélaginu því tel ég óeðlilegt að vera nota lánheimildir sveitarfélagins til endurlána til fyrirtækis með litlar sem engar tryggingar um endurgreiðslu.“

Indriði Indriðason, fjármálastjóri Rangárþings ytra.

Til kynningar.

Samkvæmt tölvupósti frá Þresti Sigurðssyni framkvæmdarstjóra Lífeyrissjóðs Rangæinga, dags 18 júní 2010 . þá hefur Lífeyrissjóður Rangæinga tekið jákvætt í erindi þess efnis að koma að ákveðinni skammtíma fjármögnun við Suðurlandsvega 1-3 ehf. Gert er ráð fyrir að skjöl þess efnis verði tilbúinn til undirritunar á hluthafafundi félagsins n.k mánudag.

Til kynningar.

  1. Hlutafjárframlag vegna Suðurlandsvegar 1-3 ehf., sbr. 4. liður 58 fundur hreppsnefndar frá 26.maí s.l.:

Fengið hefur verið álit lögmanns á samþykkt sveitarstjórnar á ofangreindum lið en álitið er sem hér segir:

„Á fundi sveitarstjórnar 26. maí sl. var samþykkt tillaga um að auka hlutafé sveitarfélagsins í Suðurlandsvegi 1-3 ehf. í 120 milljónir króna. Eftir nánari skoðun hefur komið í ljós að lög um einkahlutafélög heimila ekki að einn hluthafi ákveði einhliða að auka hlutafé. Ákvörðun verður fyrst að taka á hluthafafundi um aukningu hlutafjár og í framhaldinu gilda ákveðnar reglur um áskrift að slíku hlutafé. Jafnframt liggur fyrir lagalegur vafi um að rétt hafi verið staðið að þessari ákvörðun vegna reglna 19. gr. sveitarstjórnarlaga um hæfi sveitarstjórnarmanna.“

Með vísan til þessa samþykkir sveitarstjórn að fella úr gildi framangreinda ákvörðun frá 26. maí sl. Ný ákvörðun sveitarstjórnar um aukningu á hlutafé í Suðurlandsvegi 1–3 ehf. mun verða tekin eftir að fjallað hefur verið um málið með lögformlegum hætti á hluthafafundi og af stjórn einkahlutafélagsins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GIG, AMK, KS)

  1. Airpark á Hellu.

Lagt fram erindi varðandi hugmyndir um Airpark, íbúðabyggða flugmanna á Öldum

Efni: hugmyndir um Airpark – íbúðabyggð flugmanna á Öldum

Í bréfinu reifar bréfritari hugmyndir að bregðast við hruni í byggingargeira með því að finna lóðum á Öldum nýtt hlutverk. Bréfritari nefnir máli sínu til stuðnings hafi komið fram hjá nýrri borgarstjórn að Reykjarvíkurflugvöllur skyldi víkja og að fjölskyldur hafi komið sér upp frístundarhúsum í dreifbýlinu.

Sveitarstjórn þakkar bréfritara erindið. Tillaga um að fela sveitarstjóra og Ólafi Elvari Júlíussyni að koma á fundi með bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

  1. Áhrif dóma hæstaréttar nr. 92 og 153 2010 á rekstur sveitarfélagsins.:

Með vísan í ofangreinda dóma þá samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að gera yfirlit yfir alla rekstrar-, kaupleigu- og lánasamninga, sem gerðir hafa verið á undanförnum árum og eru tengdir gengisviðmiði og kynna þá fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjóra er falið að kanna lagalegar hliðar á greiðslum umræddra lána í ljósi niðurstöðu hæstaréttar.

Samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?