Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 11. febrúar 2010, kl. 13:00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Þórhallur Svavarsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Sigfús Davíðsson. Að auki sat fundinn Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu Helga Fjóla Guðnadóttir, Gísli Stefánsson, Ólafur E. Júlíusson og Þorbergur Albertsson.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 47. fundur, 28. janúar 2010.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Byggingarnefnd, 31. fundur, 3. febrúar 2010.
Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþing ytra.
Samþykkt samhljóða.
- Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 32. fundur, 27. janúar 2010.
Varðandi 4. lið fundargerðar lýsir hreppsnefnd þeirri skoðun sinni að forræði vegna aldurstakmarkana á samkomum í húsnæði sveitarfélagsins sé í höndum löggjafavaldsins, en gerir þá kröfu til samkomuhaldara að þeir skoði málið með ábyrgum hætti hverju sinni. Að öðru leyti er fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Fræðslunefnd, 26. fundur, 10. febrúar
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsnefnd, 24. fundur, 9. febrúar
Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
- Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar, fundur 3. febrúar
Sveitarstjórn staðfestir að framlag vegna smölunar á fjárlausum afrétti fyrir árið 2009, skuli vera með óbreyttum hætti og árið 2008, að öðru leyti er fundargerðin staðfest og sveitarstjóra falið að vinna að áframhaldandi beit á Geldingarlækjarheiði og kanna framlög til áburðakaupa.
Samþykkt samhljóða.
- Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., 116. fundur, 2. febrúar 2010.
Til kynningar.
- Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., 117. fundur 8. febrúar 2010.
Til kynningar.
- Tónlistarskóli Rangæinga, 124. fundur, 14. janúar 2010.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 185. fundur, 25. janúar 2010.
Til kynningar.
- Samráðsnefnd sorpsamlaga á suðvesturlandi, fundur 1.febrúar 2010.
Til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, 771. fundur, 29. janúar 2010.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- Ás - Svínhagalækur, samruni.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við samruna lóðanna As4c (lnr. 218370, 2,4 ha.) og As4d (lnr. 218371, 1,5 ha.) við Svínhagalæk, landnúmer 196012, sem verður þá 19.1 ha. Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja.
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Stóru Vellir, deiliskipulag, athugasemd Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjóra falið að láta kalla eftir umbeðinni umsögn Umhverfisstofnunar.
Samþykkt samhljóða.
- Svínhagi, breyting á deiliskipulagi, athugasemd Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjóra falið að láta bregðast við athugasemdum stofnunarinnar.
Samþykkt samhljóða.
- Skarð/Króktún, deiliskipulag, athugasemd Skipulagsstofnunar.
Sveitarstjóra falið að láta bregðast við athugasemdum stofnunarinnar.
Samþykkt samhljóða.
- Lyngás, lóð fyrir íbúðarhús.
Hreppsnefnd vísar erindinu til skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Efri Botnar, Emstrur.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við drög að deiliskipulagi skálasvæðis við Efri-Botna í Emstrum, Rangárþingi eystra.
Samþykkt samhljóða.
- Lóðir Gaddstöðum, dómsniðurstaða Héraðsdóms Suðurlands.
Sveitarstjóra falið að kalla eftir áliti hæstaréttarlögmanns varðandi áfrýjun málsins og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- Umhverfisráðuneytið, um tímabundnar breytingar á starfssemi Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Hreppsnefnd harmar höfnun umhverfisráðuneytis á ósk um tímabundna breytta starfssemi Sorpstöðvar Rangárvallasýslu á urðunarstaðnum Strönd, í ljósi þess umhverfislega ávinnings sem af verkefninu var ætlast.
Til kynningar.
- Gjaldskrá sorphirðugjalda, seinni umræða.
Framlögð gjaldskrá vegna sorphirðu lögð fram til staðfestingar. Einnig umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem er án athugasemda og jákvæð.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ, MÝS, SD).
- Fjárhagsáætlun 2010.
Í fjárhagsáætlun fyrir 2010 sem staðfest var á fundi 21. janúar sl., voru ákveðnir annmarkar á framsetningu er varða söluhagnað af íbúðum sem seldar yrðu á milli sjóða innan samstæðunnar. Lögð fram fjárhagsáætlun þar sem búið er að lagfæra þetta atriði og áhrif þessara viðskipta færð út úr samstæðunni. Lagfærð fjárhagsáætlun lögð fram til staðfestingar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ, MÝS, SD).
- Markaðsstofa Suðurlands, þátttaka í rekstri.
Hreppsnefnd fellst á erindið um þátttöku í verkefninu um Markaðsstofu Suðurlands fyrir árið 2010, að upphæð kr. 350 pr. íbúa. Kostnaður er áætlaður um 540 þúsund krónur og er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ, MÝS, SD).
- Skólaakstur, beiðni um upplýsingar.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
- Lánasjóður sveitarfélaga, heimild til birtingar upplýsinga.
Hér með veitir sveitarstjórn, með vísan til 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, Lánasjóði sveitarfélaga heimild að miðla upplýsingum um lán sveitarfélagsins hjá lánasjóðnum opinberlega og til fjárfesta, þ.m.t. upplýsingar um nafn skuldara, tilgang láns, stöðu láns, lánstíma og önnur kjör. Upplýsingunum er miðlað í þeim tilgangi að fjárfestar hafi sem besta mynd af útlánasafni og starfssemi lánveitanda og mun miðlunin einkum eiga sér stað í gögnum frá lánveitanda s.s. í ársreikningum, árshlutareikningum, fjárfestakynningum og afmælisritum.
Samþykkt samhljóða.
- Staðgreiðsluáætlun.
Lagt fram yfirlit yfir inngreidda staðgreiðslu fyrir janúarmánuð 2010, sem sýnir að inngreiðslur eru í góðu samræmi við áætlanir.
Til kynningar.
- Launagreiðsluáætlun.
Lagt fram yfirlit yfir greidd laun fyrir janúarmánuð 2010, sem sýnir að launagreiðslur eru í góðu samræmi við áætlanir.
Til kynningar.
- Sorphirðumál, tunnuvæðing og endurvinnsla.
Sveitarstjóra falið að hefja grátunnuvæðingu í dreifbýli og blátunnuvæðingu á öllum heimilum í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Samkór Rangæinga, æfingaraðstaða.
Hreppsnefnd fellst á erindið fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
- Þorrablót Holtamanna, Laugalandi.
Hreppsnefnd fellst á erindið fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
- Sumarbúðir CISV, húsnæðismál.
Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Samþykkt samhljóða.
- Tilfærsla málefna fatlaðra, vinnufundur.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, aukaaðalfundur.
Til kynningar.
- Fræðslunet Suðurlands, hátíðarfundur.
Til kynningar.
- Ungmennafélag Íslands, vegna Landsmóts.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Suðurland, eitt velferðarsvæði.
- Lögheimilisskráning vegna þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Félagsmálaráðuneytið, leiðbeiningar um tekjustofna.
- Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið, yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur.
- Lögmenn Árbæ slf., vegna kröfu um greiðslu til sumarhúsafélags.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.